Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 17

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 17
Snækrabbinn, sem nú finnst við strendur Noregs, getur orðið líf- ríkinu í sjónum jafnhættulegur og kóngakrabbinn. Krafa er uppi um að tafarlaust verði gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að kjölvatni með ókunnum tegund- um eða lirfum þeirra sé dælt í sjó- inn. „Mér þykir trúlegt að snækrabbinn hafi borist hingað sem lirfur í kjölvatni,“ segir Gunnar Album, formaður Barentshafsnefndar norsku nátt- úruverndarsamtakanna. Brýnt er að kjölvatnið sé hreinsað um borð áður en því er dælt út. Umhverfisráðherra hefur í mörg ár lofað aðgerðum en ekkert hefur verið gert í málinu. Snækrabbinn fannst fyrst í rússneska hluta Barentshafsins 1996. Fundur hans var fyrst stað- festur á norsku yfirráðasvæði rétt fyrir páska í vor en Album finnst líklegt að hann hafi komið miklu fyrr, jafnvel á 8. áratugnum, en honum sé fyrst að fjölga á síðustu árum vegna betri lífsskilyrða í sjónum. „Við vitum ekki enn hver áhrif kóngakrabbinn hefur á lífríkið og nú hefur snækrabbinn bæst við svo óvissan er orðin enn meiri,“ segir Hans Petter Rasmussen, for- maður Sjómannafélagsins í Finn- mark í viðtali við Fiskaren. „Hér er komin tímasprengja í lífríkið,“ segir Andreas Tveterans hjá Noregsdeild Alþjóðlegu nátt- úruverndarsamtakanna, WWF, en ein af sérgreinum hans er kjöl- vatn. Snækrabbinn er minni en kóngakrabbinn. Hann getur orðið allt að 90 cm milli klóa og 1,35 kg á þyngd. Lifnaðarhættir hans eru líkir lifnaðarháttum kónga- krabbans. Hann étur þörunga, krabbadýr og fisk. Snækrabbinn er algengur við strendur Austur-Kanada og Grænlands og þar er hann veidd- ur til nytja. Hann lifir á sand- botni á 70-380 metra dýpi þar sem hitastig sjávar er -0,5 til 4,5 gráður C. Aðkomnar lífverur valda millj- ónatjóni árlega í Noregi. Eitraði þörungurinn Chattonella hefur til dæmis valdið gríðarlegu tjóni í fiskeldisstöðvum. Meiri upplýsingar um snækrabbann er að finna á www.mi.mun.ca/mi-net/fishdeve/ crab.htm. 17 E R L E N T Ný krabbategund jafnhættu- leg og kóngakrabbinn „Mér þykir trúlegt að snækrabbinn hafi borist hingað sem lirfur í kjölvatni,“ segir Gunnar Album. Á þessari mynd er reyndar ekki snækrabbi. Þetta er tröllakrabbi sem var veiddur við strend- ur Íslands. www.isfell.is Ísfell ehf • Fiskislóð 14 • P.O.Box 303 • 121 Reykjavík • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Ábót, sigurnaglalína og allar gerðir af beitu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.