Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 18

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 18
Hinrik orðar það svo að Samskip hafi á síðustu misserum verið að þróa útflutning á ferskum fisk- flökum í gámum og í því skyni hafa Samskip unnið að tilrauna- verkefni í samvinnu við Rf og Samherja hf. Hinrik Örn segir að þessar tilraunir hafi skilað áhuga- verðum og jákvæðum niðurstöð- um, sem bendi til þess að gæði og ferskleiki fiskflaka sem flutt eru sjóleiðina á markað sé fyllilega sambærilegur við fisk sem fluttur er með flugi. „Það má segja að það sem skiptir máli í þessu verk- efni sé hitastýring og loftskipt umhverfi. Lykilatriðið er að skipta út lofttegundum í gámin- um og stýra hitastiginu. Með því að tæma súrefnið úr gáminum er unnt að viðhalda ferskleika fisks- ins mun lengur,“ segir Hinrik Örn og bætir því við að síðsumars verði niðurstöður þessa tilrauna- verkefnis kynntar nánar. Hann segist vonast til að framleiðendur og útflytjendur muni taka vel í þennan nýja möguleika í útflutn- ingi á ferskum fiskflökum sem og viðskiptavinir þeirra erlendis, „enda teljum við að gæði á fiskin- um í gámum séu sambærileg og á flugfiski. Við hjá Samskipum erum með þessi verkefni að leitast við að finna leiðir til að þjóna við- skiptavinum okkar enn betur jafnframt því sem við leitum leiða til að stækka flutningsmarkaðinn fyrir gámaflutninga. Við höfum mikla trú á þessu verkefni og erum sannfærðir um gildi þess fyrir útflutning á fersk- um fiski í framtíðinni.“ segir Hinrik Örn. Miklir möguleikar með stærri Ísheimum Í lok júní var lokið við að stækka Ísheima, frystigeymslu Samskipa við Holtabakka í Reykjavík. Hin- rik Örn segir að í sínum huga muni þessi framkvæmd leiða til verulega aukinnar þjónustu Sam- skipa við sjávarútveginn. „Sem dæmi geta stóru fjölveiðiskipin nú landað afurðum sínum hér hjá okkur og þær eru síðan fluttar nokkra metra beint inn í þessa nýju frystigeymslu, sem má segja að sé sérhönnuð sem svokölluð heilfarmageymsla, ekki síst fyrir uppsjávarafurðir og úthafskarfa. Þessar vörur eiga miklu fremur heima í svona frystigeymslu en í Hinrik Örn Bjarnason tók við starfi deildar- stjóra útflutningsdeildar Samskipa í mars sl. Undir þá deild er útflutningur í gámum frá Ís- landi, stærsti hluti þess útflutnings er fiskur. „Við erum sem dæmi að tala um ferskan fisk, saltfisk, frystan fisk, uppsjávarafurðir og lag- meti. Það má segja að í gegnum þennan út- flutning nálgist maður þessa sömu aðila í sjáv- arútveginum sem ég hef verið í sambandi við undanfarin ár úr annarri átt.“ 18 E Y J A B R Æ Ð U R „Með stækkun Ísheima höfum við tæplega tvö- faldað frystirýmið hjá okkur og allt flutninga- ferlið verður mun mark- vissara og hag- kvæmara,“ segir Hinrik Örn Bjarnason. Athyglisverð tilraun með útflutning á ferskum fiskflökum í gámum: Höfum mikla trú á þessu verkefni - segir Hinrik Örn Bjarnason, deildarstjóri útflutningsdeildar Samskipa

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.