Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 20

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 20
20 E Y J A B R Æ Ð U R Sighvatur Bjarnason hefur lengi starfað í sjávarútvegi. Hann var sem kunnugt er fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn- ar í Eyjum og starfaði síðan um tíma hjá SÍF. En um þessar mundir stýrir hann sölu á afurð- um American Seafoods í Evrópu. Þegar Ægir náði tali af Sighvati var hann staddur á skrifstofu sinni við Vesterbrogade í Kaup- mannahöfn. „Þegar mér bauðst að taka þetta starf að mér mátti ég velja hvar í Evrópu ég vildi hafa skrifstofuna. Við kusum Kaup- mannahöfn, enda liggur hún vel við samgöngum út um alla Evr- ópu og hér er líka gott að búa,“ segir Sighvatur. Risastórt útgerðarfyrirtæki American Seafoods er risastórt út- gerðarfyrirtæki sem veiðir um fjögur hundruð þúsund tonn af bolfiski á ári. Frá Bandaríkj- unumn gerir félagið út risavaxin frystiskip, hvert þeirra er 95-110 metra langt, með á bilinu 90-125 manns í áhöfn. Þar af veiða sex skipanna um 300 þúsund tonn af Alaskaufsa, eitt skip veiðir um 3.500 tonn af þorski og annað veiðir lýsing. Einnig gerir fyrir- tækið út þrjú línuveiðskip sem veiða þorsk í Kyrrahafinu. Í það heila framleiðir American Seafoods um 120 þúsund tonn af frystum afurðum og þar vegur Alaskaufsinn þyngst. Skipin framleiða auk þess um 50-60.000 tonn af fiskimjöli árlega. Höfuðstöðvarnar eru í Seattle, en fyrirtækið er með verksmiðju í New Bedford í Bandaríkjunum og þar er einnig hörpudiskverk- smiðja. Þá er American Seafoods með á sínum snærum fyrirtækið Southern Pride Catfish, sem framleiðir afurðir úr leirgeddu fyrir Bandaríkjamarkað. 35 þúsund tonn af afurðum í Evrópu American Seafoods selur afurðir sínar út um allan heim, í Evrópu nemur salan um 35 þúsund tonn- um. Sighvatur segir að starf sitt sé að miklu leyti fólgið í því að viðhalda góðum viðskiptasam- böndum og mynda ný. Liður í því er að vera í góðu sambandi við kaupendur út um alla Evrópu og segir Sighvatur að óneitanlega fylgi starfinu tíð ferðalög. Afurðirnar eru fluttar frá Dutch Harbor yfir Atlantshafið með leiguskipum. Þeim er skipað upp í Hollandi og dreift þaðan um Evrópu. „Við seljum mest til Þýskalands, Spánar, Frakklands og Ítalíu, en einnig erum við með töluverð viðskipti í Austur-Evr- ópu og í Skandinavíu og þá má nefna að Bakkavör á Íslandi kaup- ir af okkur þorskhrogn,“ segir Sighvatur. Minni fiskneysla í Evrópu Sighvatur tekur undir að markað- ur fyrir sjávarafurðir sé heldur þungur í Evrópu um þessar mundir. Á því telur hann að sé engin ein skýring, en þó megi skjóta á að erfitt efnahagsástand í álfunni hafi eitthvað að segja í þeim efnum. „Það virðist sem neysla á fiski hafi dregist saman. Það má ætla að verð á fiski hafi farið of hátt og því hafi neyslan minnkað. Mér sýnist að megi bú- ast við að verð á hefðbundnum fiskafurðum eigi eftir að lækka eitthvað á næstu misserum á mörkuðum í Evrópu,“ segir Sig- hvatur Bjarnason. Selur sjávarafurðir American Seafoods í Evrópu Eyjamaðurinn Sighvatur Bjarnason starfar nú í Danmörku þar sem hann veitir forstöðu söluskrifstofu bandaríska sjávarútvegsfyrirtækisins American Seafoods International fyrir Evrópu. American Seafoods er eftir því sem næst verður komist stærsta útgerðarfyrirtæki heims með vel á annað þúsund starfsmenn. Norski athafnamaðurinn Kjell Inge Rökke stofnaði fyrirtækið á sínum tíma, en seldi það fyrir þremur árum og nú er það í eigu Bandaríkjamanna. Sighvatur Bjarnason.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.