Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 21

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 21
21 E R L E N T Margir talsmenn Norður-Noregs segja að fiskurinn gefi ekki nógu mörg störf. Tuttugu þeirra vilja að borað verði eftir olíu þar norð- ur frá og hafa skrifað sig á undir- skriftalista þess efnis. Óvissan í sjávarútveginum með tilheyrandi gjaldþrotum og atvinnuleysi eru aðalástæðan fyrir afstöðu þeirra. Kemur hvað sem hver segir „Hvað sem gert verður mun olíu- vinnsla setja mark sitt á byggðir Norður-Noregs í framtíðinni hvort sem mönnum líkar það bet- ur eða verr. Eftir fimm til tíu ár munu olíuborpallar standa í röð- um úti fyrir strönd Norður-Nor- egs,“ segja flestir tuttugumenn- inganna á listanum, sem hafa með undirskrift sinni staðfest að þeir álíti að útgerð og fiskvinnsla ann- ars vegar og olíuvinnsla hins veg- ar geti vel farið saman. „Íbúar Norður-Noregs verða að hafa eitthvað að lifa af, svo einfalt er það nú,“ segir Bjørn Søder- holm, talsmaður Hægriflokksins í Porsanger. „Olíu- og gasvinnsla þarf að verða hluti af atvinnulífi Norður-Noregs.“ Sjávarútvegurinn í lægð „Við strandbúarnir höfum alla tíð byggt afkomu okkar á sjávarút- vegi. Nú er hann í lægð og þá er ekkert eðlilegra en að við fáum okkar hluta af þeim náttúruauð- ævum sem olía og gas er.“ Søder- holm sér ekkert athugavert við að ráðamenn hafi skrifað sig á lista um að sjávarútvegur og olíu- vinnsla geti farið saman með því fororði að allar kröfur um nátt- úruvernd verði uppfylltar. „Sumar hrygningarstöðvar eru sérlega viðkvæmar og ég viður- kenni vel að um þær þurfi að gilda reglur, sem verndi þær fyrir olíuvinnslu,“ segir Søderholm. Talsmaður Miðflokksins í Bø í Nordland, Viggo Johnsen, er sammála Søderholm. „Sjávarút- vegurinn gefur ekki nógu mörg störf. Óvissan veldur því að marg- ir hætta að vinna við hann,“ segir Johnson. „Núlllosun – engin óæskileg efni eða eiturefni losuð út í náttúruna, er algjört skilyrði og ég er á því að olíuiðnaðurinn samþykki það.“ Þróuð tækni og öryggi „Ég er ekki meðmæltur því að banna olíuvinnslu á ákveðnum svæðum,“ segir Odd Tore Fygle, talsmaður Verkamannaflokksins í Bodø. „Olíuvinnslan er á hraðri leið norður og við getum ekki verið hemill á iðnað, sem við vit- um að mun koma. Þess vegna verðum við að undirbúa jarðveg- inn og ekki síst fá okkar skerf af verðmætunum,“ segir Fygle. Hann hefur engar áhyggjur af skaðlegri losun efna frá olíu- vinnslunni. Talsmaður hægrimanna í Al- stadhaug, Bjarne Myhre, telur líka að það sé tími til kominn að hefast handa um olíuleit í Norð- ur-Noregi. „Hér er eitthvert mesta fiskeldi í landinu en það þýðir ekki að við eigum að halda okkur til hlés og neita olíuvinnslu. Mín afstaða ræðst af því að ég held að tæknin sé orðin svo mikil að hægt sé að fullnægja öllum skilyrðum um skaðlausan úrgang frá olíuvinnsl- unni. Auðvitað geta alltaf orðið slys, en það er áhætta sem við verðum að taka með allan iðnað, hvort heldur er til lands eða sjáv- ar,“ segir Myhre. Íbúar í Norður-Noregi segja að á sama tíma og sjávarútvegurinn sé í lægð verði fólk á þessu svæði að fá hlutdeild í olíu- og gas- iðnaðinum. Þeir segja fiskinn engin ný störf veita á næstunni. Fiskur gefur of fá störf Norskir starfsmenn fá minni hvíldartíma en kveðið er á um í reglum Evrópusambandsríkja. Því vill ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, breyta og krefst þess að norskir vinnuveitendur fari eftir reglum ESB. Farið er þess á leit við Vinnueftirlitið og aðila vinnumarkaðarins að ESB regl- urnar gildi í starfsgreinum þar sem reglur um starfsumhverfi eru slakastar. ESA hefur veitt Noregi áminningar fyrir að fara ekki eftir reglum ESB um hvíldartíma starfsmanna í skorpuvinnu, sem eiga rétt á 11 tíma lágmarkshvíld á sólar- hring. Í samningum eru þó undantekningar frá þessu leyfð- ar gegn samsvarandi hvíld á öðrum tíma. Samkvæmt norsku vinnulöggjöfinni má hvíld fara niður í 8 tíma á sólarhring án þess að það sé bætt upp síðar. Nú krefst ESA þess að farið verði strax eftir reglum ESB. ESA kveður á um meiri hvíld Eftirlitsstofnun EFTA vill að Norðmenn fari eftir settum reglum um hvíldartíma, jafnt í fiskvinnslu sem öðrum greinum atvinnulífsins

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.