Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 25

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 25
25 S A F N A M Á L Siglufirði, og tónlistarfólk hafi lýst sérstakri ánægju með hljómburðinn. Mátti ekki gerast öllu seinna Á sýningum í Róaldsbrakka hefur frá byrjun verið lögð megináhersla á sögu sjálfrar síldarsöltunarinnar. Bræðsluiðnaðinum er eins og áður segir gerð skemmtileg skil í Gránu og í sumar var hafist handa við þriðja stóra áfanga safnsins, sem er bygging rösk- lega eitt þúsund fermetra bátahúss. Þar verður sjálf- um síldveiðunum gerð skil. Örlygur hefur orðið: „Bátahúsið er gríðarlega umfangsmikið verkefni. Í húsinu verða tvö hámastra vélskip, sem er að því er ég best veit algjör nýlunda í söfnum á Íslandi. Einnig verða þar fleiri stórir bátar. Sumarið 2004 verður þetta hús væntanlega risið og bátasýningin komin þar upp í stórum dráttum, þó svo að hún verði vart fullgerð fyrr en eftir fimm til tíu ár.“ Örlygur segir að nokkuð vel hafi gengið að útvega alla þá muni sem eru í safninu og minna á síldarárin. „En það er ljóst að það mátti ekki öllu síðar ráðast í söfnun þessara muna. Ég tel að ef við hefðum hafið þessa vinnu fimm árum síðar, hefði margt glatast. Til dæmis er ljóst að þeir bátar sem við fengum hefðu eyðilagst á nokkrum árum undir berum himni.“ Bátahúsið í byggingu Í bátahúsinu verður veiðiskipið Týr SK, sem hét áður Skrúður. Þetta skip var smíðað á Fáskrúðsfirði undir lok fimmta áratugar 20. aldar. Týr verður gerður út á nótaveiðar með tvo snurpinótabáta á síðunni og á all- an hátt verður leitast við að hafa búnað um borð sem líkastan þeim sem var á síldarárunum. „Síðan verð- um við þarna með minni bát, hámastra vélskip, Draupni EA, sem var smíðaður á Hauganesi 1954. Draupnir er sögulegur bátur að mörgu leyti og við munum útbúa hann sem reknetabát á safninu. Einnig komum við þarna fyrir trillu Gústa guðs- manns, Sigurvin. Milli bátanna verður komið fyrir bryggjum og þannig reynum við að líkja sem allra best eftir síldarbryggjunum. Til hliðar gerum við síðan ráð fyrir að setja m.a. upp bryggjuskúra, bæði beitningarskúra og söltunarskúra með tilheyrandi tólum og tækjum. Og til að auka á stemmninguna sé ég fyrir mér að sjávarniður og mávagarg berist frá földum hátölurum.“ Ómæld sjálfboðavinna Síldarminjasafnið er mikið fyrirtæki, sem hefði ekki verið mögulegt að ráðast í nema fyrir góðan stuðning opinberra aðila, einstaklinga og fyrirtækja. Það er vert að hafa í huga að þegar búið verður að reisa báta- húsið verður Síldarminjasafnið á Siglufirði væntan- lega eitt stærsta safn á landsbyggðinni - hvorki meira né minna. Þegar það er haft í huga er ekki hægt að segja að áætlaður 150-160 milljóna króna heildar- kostnaður við byggingu safnhúsa og uppsetningu varanlegra sýninga, séu miklir fjármunir. En þá ber líka að hafa í huga að áhugasamir Siglfirðingar hafa lagt fram ómælda vinnu við uppbyggingu safnsins án endurgjalds. Án þessarar sjálfboðavinnu hefði safnið aldrei orðið til. Fjölmargir aðlar hafa lagt verkefninu lið með fjár- framlögum og safnið hefur fengið ýmsar viðurkenn- ingar. „Það má segja að síðustu ár hafi róðurinn verið léttari varðandi fjárhagshliðina en í byrjun. Ég

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.