Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 27

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 27
27 S A F N A M Á L Á Siglufirði og miklu víðar var hér á árum áður talað um síldarbrakka, en ekki -bragga. Nafnorðið „brakki“ er tek- ið beint úr norsku og var yfirfært í íslensku í tengslum við síldarútveg Norðmanna við Ísland. Þannig varð til nafnið Róaldsbrakki - þar sem ein af sýningum Síld- arminjasafnsins er til húsa. Í Orðabók Menningarsjóðs er getið um „brakka“ og vísað til þess að það sé annað heiti yfir „bragga“. „Ég vandist því að talað væri um síldarbragga, en síðan þegar við fórum að kafa ofan í söguna kom í ljós að hér talaði gamla fólkið alltaf um síldarbrakka,“ segir Örlygur Kristfinnsson. „Norðmenn komu með þetta orð eins og mörg önnur sem Íslendingar tóku svo upp og notuðu yfir ýmsa hluti tengda síldarútveginum. Norðmennirnir töl- uðu um að reisa „sildebrakke“, sem þýðir í raun „bráða- birgðahús“. Reyndar voru sum þessara húsa mjög vönduð og Róaldsbrakki er dæmi um það, en húsið var nefnt eftir eigendum þess, sem voru af Róaldsættinni í Álasundi í Noregi. Eldri Siglfirðingar tala enn þann dag í dag um síldarbrakka og hafa aldrei kallað þessi hús bragga. Braggarnir komu hins vegar af fullum þunga inn í ís- lenskt mál þegar breska herliðið og síðar það bandaríska fór að reisa slík hús út um allt land.“ Róaldsbrakki er reisulegt og glæsilegt hús á Siglufirði. Húsið var orðið hálf- gerð hryggðarmynd, en tók stakkaskiptum þegar ráðist var í að gera það upp. Mynd: Síldarminjasafnið á Siglufirði. Brakki en ekki braggi að ljúka því verki. „Ég hef varast að hugsa lengra, en vissulega gætum við haldið áfram og tekið fyrir þann hluta síldariðnaðarins sem við getum kallað úr- vinnslu eða lagmeti. Við eigum mikinn efnivið í þá sögu og sömuleiðis eigum við gríðarmikið efni um frystiiðnaðinn, í raun eigum við í fórum okkar frysti- húsið með öllu sem því tilheyrir. En við einbeitum okkur núna að því að ljúka við bræðsluþáttinn og síðan bátana og síldveiðarnar og það væri óráð að hugsa lengra að svo stöddu.“ Íslendingar bróðurpartur safngesta „Það eru fyrst og fremst Íslendingar sem heimsækja Síldarminjasafnið,“ segir Örlygur, „og nú þegar hefur býsna stór hluti þjóðarinnar komið hingað. Frá árinu 1994 eru safngestir á sjötta tug þúsunda, þar af gæti ég trúað að um 80% gesta séu Íslendingar.“ Í kjölfar heimsókna Íslendinga á safnið eru þess mörg dæmi að fólk sendi því ýmsa persónulega muni sem það á í fórum sínum frá þessum árum. Að von- um hafa fjölmargir safngestir verið í síld á Sigló og minningarnar eru því sterklega tengdar þessum upp- gangsárum í bænum. Og þegar gengið er inn í safnið blasa við allir þessir hlutir sem tengdust síldarsölt- unni á einn eða annan hátt; vistarverurnar í síldar- brökkunum, hnífarnir, svunturnar, tunnurnar og jafnvel lyktin er á sínum stað. Síldarminjasafnið „þrælvirkar“, eins og oft er sagt, og einhvern veginn er ekki hægt annað en að láta hugann reika til þess- ara ára og ímynda sér hvernig þessi stóriðnaður setti mark sitt á Siglufjörð og marga aðra staði við sjávar- síðuna á Íslandi á síðustu öld. Síldin var stóriðja, sem kom og fór aftur. Og jafnvel þótt norsk-íslenska síld- in sé aftur komin inn í íslenska lögsögu eftir öll þessi ár, þá verður síldarævintýrið ekki endurtekið. Nú eru breyttir tímar og allt önnur tækni en var í þá daga. Hér er búið að setja upp skrifstofu eins og hún var á síldarárunum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.