Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 28

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 28
28 S A F N A M Á L Síldarminjasafnið fékk Ný- sköpunarverðlaun Ferðamála- ráðs árið 1998, Heiðursviður- kenningu Lýðveldssjóðs Al- þingis 1999 og Íslensku safn- verðlaunin árið 2000. Einnig hefur safnið hlotið viðurkenn- ingu frá Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra og nýjasta rósin í hnappagatið er tilnefn- ing Síldarminjasafnsins fyrir hönd Íslands til Evrópsku safnverðlaunanna. „Þessi tilnefning vekur vissulega enn frekar athygli á safninu og auðveldar okkur að afla styrkja til uppbyggingarinnar,“ segir Örlygur Krist- finnsson. „Það er mikill heiður fyrir okkur að Safnaráð skyldi ákveða að tilnefna Síldarminjasafnið til þessara verðlauna, en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland til- nefnir safn til verðlaunanna. Evrópsku safnverðlaunin eiga sér 26 ára sögu og eitt safn fær á ári hverju aðal verðlaunin. Fulltrúi dómnefndar kom hingað til okkar í sumar og kynnti sér safnið. Rétt er að hafa í huga að í Evrópu eru 38 þúsund söfn og á hverju ári eru til- nefndir nokkrir tugir safna til Evrópsku safnverðlaunanna. Við gerum okkur ekki vonir um að komast lengra en í þetta forval, en bara þessi tilnefning er eitthvað sem við höfðum aldrei átt von á. Við gerum okkur ekki vonir um að Síldarminja- safnið hafi betur í keppni við Louvre í París og fleiri heimsfræg söfn!“ Safngestur virðir fyrir sér síldarstúlku í öllum herklæðum. Tilnefnt til Evrópsku safnverðlaunanna Líkan af Gránu - bræðsluminjahúsinu - og bátahúsinu, sem nú er verið að reisa. Eins og sjá má verður bátahúsið engin smásmíði. Um helgar á sumrin er efnt til síldarsöltunar á planinu við Síldarminja- safnið og þannig er leitast við að endur- skapa hina eina og sönnu síldarstemmn- ingu á Sigló á síðustu öld. Síldarhátíð á Sigló á næsta ári Fært hefur verið í annála að þann 8. júlí 1903 hafi Norðmenn landað fyrstu síldinni á Siglufirði og samkvæmt því er öld liðin frá því að síldarævintýrið á Siglufirði hófst. Af ýmsum ástæðum eru margir hins vegar þeirrar skoðunar að ævintýri Íslendinga sjálfra hafi ekki hafist fyrir alvöru fyrr en í júlí 1904. Hvort sem menn miða aldarafmæli síldarævintýrisins við 2003 eða 2004, þá hafa Siglfirðingar ákveðið að efna til mikillar síldarhátíðar á næsta ári og í tengslum við hana verður nýja bátahúsið og bræðslusafnið í Gránu væntanlega vígð sem nýtt safnhús. Nákvæm tímasetning hátíðarhaldanna hefur ekki verið ákveðin. Í ljósi þess að Norðmenn komu mjög við sögu síldariðnaðar á Siglufirði framan af síðustu öld, eru vonir við það bundnar að Hákon prins og Mette Marit komi til Siglufjarðar og taki þátt í hátíðarhöldunum, en það skýrist innan tíðar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.