Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 31

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 31
31 F I S K V I N N S L A N að spurningin um launakjör fisk- vinnslufólks sé erfið og vand með farin. „Í mörgum tilfellum hafa launakjör fiskvinnslufólks lagast á síðustu árum, þó fyrst og fremst hjá því fólki sem vinnur eftir kaupaukakerfum. Því má heldur ekki gleyma að þessu hefur oft verið náð fram með svokallaðri hagræðingu þar sem ávinningur af t.d. aukinni tæknivæðingu hef- ur skilað sér í bæði vasa launa- manna og atvinnurekenda. En síðan má ekki gleyma því að dæmi er um að ekki sé unnið eftir kaupaukakerfi, þar eru starfs- menn á tímakaupi. Ég kannast vel við það að stjórnendur margra fyrirtækja tala um að laun fiskvinnslufólks hafi hækkað svo og svo mikið. Inni í þeim tölum taka menn hins vegar ekki tillit til þess að fyrirtækin eru mörg hver að stoppa í margar vikur yfir sumar- mánuðina og á meðan verður starfsfólkið fyrir umtalsverðri tekjuskerðingu. Það sama er reyndar uppi á teningnum hjá mörgum fyrirtækjum í desember vegna hráefnisskorts. Þegar menn eru að tala opinberlega um launa- kjör fiskvinnslufólks, finnst mér því að eigi að horfa á heildar- myndina, hver launin eru yfir allt árið. Ég veit að það eru gríðarlega miklir fjármunir sem renna frá Atvinnuleysistryggingasjóði til fiskvinnslufyrirtækja og fisk- vinnslufólks vegna tímabundinna vinnslustoppa og það segir ákveðna sögu.“ Nauðsyn á öflugu kynningarátaki Núna á haustdögum skýrast línur með undirbúning að gerð nýrra kjarasamninga launafólks á al- mennum vinnumarkaði, en nú- gildandi samningar renna út um komandi áramót. Í síðustu kjara- samningum samdi Flóabandalag- ið svokallaða við sína viðsemjend- ur og landsbyggðarfélögin höfðu samflot um sína samninga. Margt bendir til að það sama verði uppi á teningnum í komandi kjara- samningum. Aðalsteinn telur að fjögur atriði muni vega þyngst í komandi kjarasamningum fisk- vinnslufólks og viðsemjenda þess. Í fyrsta lagi sjálf krafan um bætt kjör í krónum og aurum, í öðru lagi krafan um bætt starfsöryggi fiskvinnslufólks, í þriðja lagi starfsmenntunarmál fiskvinnslu- fólks og í fjórða lagi telur Aðal- steinn mikilvægt að aðilar vinnu- markaðarins taki höndum saman um að stórefla kynningu í þjóðfé- laginu á nútíma fiskvinnslu. „Að mínu mati eru uppi mjög víðtæk- ar ranghugmyndir um hvað fisk- vinnsla nú til dags er í raun. Margir halda að fiskvinnsla sé eins og hún var fyrir mörgum ára- tugum síðan, sem er að sjálfsögðu mikill misskilningur. Fiskvinnsla dagsins í dag er almennt mjög tæknivædd grein, sem við þurf- um að koma á framfæri með markvissum hætti.“ Aðalsteinn segist bjartsýnn á að unnt verði að sækja kjarabætur fiskvinnslufólki til handa. „Já, ég verð að sjálfsögðu að vera bjart- sýnn á það. Vissulega getur orðið erfitt að sækja kjarabætur, eins og jafnan áður, en ég hef aldrei tekið þátt í auðveldum kjarasamning- um og hef ekki trú á því að á því verði breyting að þessu sinni.“ Starfsfræðslan verði sjálfsagður hlutur Eins og áður segir er það mat Að- alsteins að starfsfræðslumálin verði eitt af stóru málunum í komandi kjarasamningum. Hann segir að vissulega hafi ýmsu verið náð fram í þeim efnum og nokkur fyrirtæki séu að standa sig afar vel hvað starfsfræðslu varðar. Hins vegar megi gera enn betur í þess- um efnum og í raun þurfi að festa í sessi með afgerandi hætti að starfsfræðsla sé sjálfsagður hlutur af starfskjörum fiskvinnslufólks, en sé ekki bundin góðvild og áhuga einstakra stjórnenda fyrir- tækjanna. Aðalsteinn getur þess að á næstu vikum og mánuðum muni hagsmunaaðilar vinna að svokall- aðri þarfagreiningu varðandi starfsfræðslu fiskvinnslufólks. Kallað verði eftir ábendingum fyrirtækja og starfsfólks um starfsfræðslu, hver þörfin sé og á hvað beri að leggja áherslu. „Margir halda að fiskvinnsla sé eins og hún var fyrir mörgum áratugum síðan, se að sjálfsögðu mikill misskilningur,“ segir Aðalsteinn. Myndin var tekin í fiskvinn ÚA á Akureyri. Á næstu vikum og mánuðum vinna hagsmunaaðilar að svokallaðri þarfagreiningu varðandi starfsfræðslu fiskvinnslufólks. Kallað verði eftir ábendingum fyrirtækja og starfsfólks um starfsfræðslu, hver þörfin sé og á hvað beri að leggja áherslu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.