Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 36

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 36
Fyrirfram var gert ráð fyrir að verulega myndi draga úr hagnaði sjávarútvegsfyrirtækja á þessu ári miðað við síðasta ár. Þetta hefur gengið eftir í þeim uppgjörum sem liggja fyrir hjá stærstu sjáv- arútvegsfyrirtækjunum á markaði - t.d. Brimi - sjávarútvegsstoð Eimskipafélagsins, Samherja hf., Eskju hf., Síldarvinnslunni hf., Þorbirni Fiskanesi hf. og Granda hf. Markaðurinn metur það al- mennt þannig að afkomutölur þessara stærstu fyrirtækja sé nokkuð viðunandi og þegar horft sé fram á veginn megi vænta þess að reksturinn eigi eftir að rétta nokkuð úr kútnum, ekki síst hjá þeim fyrirtækjum sem byggja mikið á bolfiskveiði. Ástæðan er einfaldlega þær auknu aflaheim- ildir sem úthlutað var í bolfiski, einkum þorski, á nýju fiskveiði- ári. Fátt kemur á óvart „Að mínu mati hefur fátt komið á óvart í sex mánaða uppgjörum sjávarútvegsfyrirtækjanna,“ segir Edda Rós Karlsdóttir hjá grein- ingardeild Landsbanka Íslands. „Framlegð fyrirtækjanna hefur lækkað og á því áttum við von. Um fjármagnsliðina er hins vegar alltaf erfiðara að spá fyrirfram. Það er að sýna sig að stærri fyrir- tækin á markaðnum, t.d. Sam- herji og Grandi, eru með áhættu- dreifðan rekstur og njóta góðs af því,“ segir Edda Rós. Fiskeldisstarfsemi Samherja Í uppgjöri Samherja hf. kom fram að tap á fiskeldisstarfsemi fyrir- tækisins að teknu tilliti til af- skrifta og fjármagnsliða var um hundrað milljónir króna. Edda Rós hefur ekki trú á því að þessi taprekstur dragi úr áhuga mark- aðarins á Samherja. Þvert á móti sjái menn að þegar til lengri tíma litið sé fiskeldið vaxtarbroddur í íslenskum sjávarútvegi og við- leitni Samherja í þessum efnum sé virðarverður. „Í verðmati á Samherja vegur fiskeldið ekki þungt, vegna þess hversu ung grein það er. Ég myndi telja að vegna þess að fiskeldið er tví- mælalaust vaxtarbroddur í sjávar- útvegi hér innanlands séu fjárfest- ar frekar að verðlauna Samherja fyrir það sem félagið er að gera í þessum efnum,“ segir Edda Rós. Lítil hreyfing á bréfum í sjáv- arútvegsfyrirtækjum „Krónan hefur verið að lækka að undanförnu og það mun hjálpa sjávarútvegsfyrirtækjunum. Á móti kemur að afurðaverð hefur verið að lækka. Almennt má segja að lítil hreyfing hafi verið að und- anförnu með bréf í sjávarútvegs- fyrirtækjum. Raunar er það nú svo að viðskipti á hlutabréfa- markaðnum hefur verið að þróast 36 F J Á R M Á L Ögrandi umhverfi sjávarútvegsins Sex mánaða uppgjör sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaði hafa verið nokkuð í takt við það sem búist var við, að mati Eddu Rósar Karls- dóttur, hagfræðings hjá greiningardeild Landsbanka Íslands. Sterk króna á fyrri hluta ársins, einkum á fyrsta ársfjórðungi, gerði það að verkum að framlegð í rekstri fyrirtækjanna dróst saman. Þá hefur af- urðaverð á helstu mörkuðum gefið lítillega eftir á fyrri hluta ársins og það kemur fram í afkomu fyrirtækjanna. „Að mínu mati hefur fátt komið á óvart í sex mánaða uppgjörum sjávarútvegsfyrirtækj- anna,“ segir Edda Rós Karlsdóttir hjá grein- ingardeild Landsbanka Íslands.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.