Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 37

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 37
í þá átt að fyrst og fremst er versl- að með bréf fyrirtækjanna á aðall- ista Kauphallarinnar. Fjárfestar eru í auknum mæli að horfa til þess hversu stór félögin eru, hver velta þeirra er og hver seljanleiki bréfanna er. Heildarvelta á hluta- bréfamarkaði er þó alls ekki að minnka, þvert á móti hefur hún verið að aukast og það sem af er þessu ári er veltan meiri en hún var allt síðasta ár, sem var metár,“ segir Edda Rós. Af framleiðslufyrirtækjum í sjávarútvegi hefur mest velta ver- ið með hlutabréf í Granda hf. á fyrri hluta ársins - af öllum félög- um á markaði er Grandi þó í sext- ánda sæti í veltu á fyrri árshelm- ingi. Næst kemur Samherji hf. í tuttugasta sæti. Það ber þó að hafa í huga að Brim - sjávarút- vegsstoð Eimskipafélagsins - er inni í veltu með bréf Eimskipafé- lagsins, sem er í sjötta sæti yfir veltumestu félög á hlutabréfa- markaði á fyrrihluta ársins. Áfram rót á krónunni Edda Rós spáir því að á næstu mánuðum muni gengi krónunnar sveiflast töluvert. „Að mínu mati munu áfram verða sveiflur á gengi krónunnar. Þess vegna tel ég mikilvægt að stjórnendur fyr- irtækja geri áætlanir fram í tím- ann og hugi vel að tryggingum fyrir greiðslum. Það er enginn vafi á því að virkjanaframkvæmd- ir fyrir austan og væntingar þar að lútandi hafa haft mikil áhrif á gengi krónunnar. Hins vegar er núna uppi ákveðin óvissa varð- andi stækkun álvers Norðuráls. Á næsta ári var gert ráð fyrir að miklir fjármunir kæmu inn í efnahagskerfið vegna stækkunar álversins á Grundartanga . Verði hins vegar ekkert af þeim fram- kvæmdum á næsta ári tel ég að krónan verði veikari framan af næsta ári en til þessa hefur verið að spáð. Þó tel ég að hún muni vart veikjast meira frá því sem nú er, en hún mun væntanlega hald- ast veikari en spár gerðu ráð fyr- ir,“ segir Edda Rós. Veiking krónunnar hefur já- kvæð áhrif á rekstur sjávarút- vegsfyrirtækja Veiking krónunnar síðustu vik- urnar hefur orðið til þess að út- flutningsgreinarnar, þ.m.t. sjávar- útvegurinn, fá fleiri krónur í kassann. Hins vegar þýðir lækkun á gengi krónunnar hærri skuldir sjávarútvegsins, sem er og hefur lengið verið mjög skuldsettur. Edda Rós metur það svo að í heildarafkomu sjávarútvegsins hafi veiking krónunnar jákvæð áhrif fyrir greinina. Hins vegar sé nokkuð mismunandi hvernig út- koman hjá einstaka fyrirtækjum er eftir því inn á hvaða markaði þau eru að selja. Þannig segir hún að vegna stöðu pundsins að und- anförnu hafi útflutningur á Bret- land komið vel út og það sama megi segja um útflutning sem sé bundinn evrum. „Sjávarútvegur- inn starfar í mjög ögrandi um- hverfi og það er ljóst að fyrir hann er vissulega mikilvægt að hafa sveigjanleika til þess að geta fært sig milli markaðssvæða. Það er al- veg ljóst að sjávarútvegur í dag krefst mikillar sérfræðikunnáttu á öllum sviðum og ég tel að það hafi verið að gerast. Inni í fyrir- tækjunum hafa verið að koma starfsmenn með sérfræðiþekkingu á ýmsum sviðum sem leggja sig fram um að leita sem hagkvæm- ustu leiða í rekstrinum,“ segir Edda Rós Karlsdóttir. 37 Edda Rós Karlsdóttir . „Krónan hefur verið að lækka að undanförnu og það mun hjálpa sjávarútvegsfyrir- tækjunum. Á móti kemur að afurðaverð hefur verið að lækka.“ F J Á R M Á L „Sjávarútvegurinn starfar í mjög ögrandi umhverfi og það er ljóst að fyrir hann er vissulega mikilvægt að hafa sveigjanleika til þess að geta fært sig milli markaðssvæða.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.