Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 39

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 39
39 R A N N S Ó K N I R Í haust hefst víðtækt tveggja og hálfs árs rannsóknaverkefni („Fóð- ur fyrir þorsk“ - Feed for Atlantic Cod), sem miðar að því að lækka kostnað við fóðurframleiðslu fyrir þorskeldi. Að verkefninu koma fyrirtæki og stofnanir á Íslandi, í Noregi, Danmörku, Færeyjum og Svíþjóð, en það hefur fengið um þrjátíu milljóna króna styrk frá Norræna iðnþróunarsjóðnum. Frumkvæðið að verkefninu kom frá Íslandi og því verður stýrt af Rannveigu Björnsdóttur, deildar- stjóra fiskeldisdeildar Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins. Á Íslandi eru þátttakendur í verkefninu auk Rf Fóðurverk- smiðjan Laxá, Síldarvinnslan hf., Hólaskóli, Útgerðarfélag Akur- eyringa og Primex. Í hinum lönd- unum fjórum koma að verkefninu háskólar, rannsóknastofnanir, fóð- urframleiðendur, fiskeldisfyrir- tæki og útgerðarfyrirtæki. „Það er mjög mikilsvert að við höfum náð góðum tengslum um þetta verk- efni á Norðurlöndum. Við leiðum þetta verkefni hér á Íslandi og hefur Rf sótt um styrk til þess með dyggri aðstoð m.a. Jóns Árnasonar hjá Fóðurverksmiðj- unni Laxá, sem er mjög áhuga- samur um að leiða saman aðila til samstarfs á þessu sviði. Við áætl- um fyrsta fund um verkefnið í september eða október. Hér er um að ræða verkefni þar sem við viljum ná saman aðilum til sam- starfs og koma á tengslum milli aðila á þessu sviði. Mínar vonir standa til þess að í hverju landi verði rannsóknaaðilar duglegir við að verða sér úti um fjármagn til verkefnisins,“ segir Rannveig Björnsdóttir. Þorskfóður að uppistöðu úr loðnumjöli og fitu „Við gerum okkur vonir um að unnt verði að ákvarða þörf þorsks á mismunandi aldursstigum fyrir prótein og fitu úr fiski. Þorskfóð- ur er í dag fyrst og fremst fram- leitt úr hágæða loðnumjöli og fitu, sem er mjög dýrt hráefni. Þess vegna komast margir að þeirri niðurstöðu að vegna mikils fóðurkostnaðar geti þorskeldi ekki borgað sig. Það er ýmislegt sem bendir til þess að innihald fiskpróteina og fitu í fóðri fyrir þorskinn sé óþarflega hátt og unnt sé að lækka framleiðslu- kostnaðinn verulega með því að nýta að hluta prótein og fitu af öðrum uppruna og lækka þannig hlutfall hágæða fiskimjöls og lýs- is í fóðrinu. Sem sjávarlífvera þarf þorskurinn fitusýrur og prótein úr sjávarfangi, en vafi leikur á því að það þurfi að vera í jafnmiklum mæli og er í þorskfóðri í dag. Það má hugsa sér að fá bæði prótein og fitu úr t.d. soja og öðru. Það er nokkur vissa fyrir því að það er hægt að minnka þessar dýrari tegundir í fóðri fyrir þorskinn, en spurningin sem við viljum fá svarað er hversu mikið er hægt að minnka þær án þess að komi nið- ur á gæðum og gildi fóðursins. Ég geri ráð fyrir því að á fyrsta fundi verkefnisins í haust muni ég leggja áherslu á að þátttakend- ur í verkefninu afli fjár í hverju landi til þess að gera eins víðtæk- ar rannsóknir á þessu sviði og kostur er,“ segir Rannveig. Hugsanlega upphafið að víð- tækara rannsóknaverkefni Rannveig segir ljóst að ýmsir að- ilar hafi verið að þreifa sig áfram í þessum efnum í nágrannalöndun- um, en þær athuganir hafi ekki verið birtar almenningi nema að mjög litlu leyti. Þessu nýja rann- sóknaverkefni sé ætlað að bæta úr því. „Verkefnið nær til að byrja með til nágrannalandanna, en í framtíðinni vildi ég sjá að það tæki til fleiri Evrópulanda. Eins og áður segir er Rannveig Björns- dóttir deildarstjóri fiskeldisdeild- ar Rf, en hún hefur aðsetur á Ak- ureyri og er raunar í hlutastarfi sem kennari við auðlindadeild Háskólans á Akureyri. „Í þessari fiskeldisdeild, sem hóf starfsemi um sl. áramót, viljum við til að byrja með leggja áherslu á rann- sóknir varðandi fiskeldisfóður, bæði fyrir þorsk og aðrar sjávar- tegundir, og þá er ég að tala um fóður frá fyrstu stigum eldisins,“ segir Rannveig. „Fóður fyrir þorsk“ - athyglisvert rannsóknaverkefni um þorskeldisfóður: Markmiðið að lækka fóðurkostnað - segir Rannveig Björnsdóttir, verkefnastjóri Rannveig Björnsdóttir.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.