Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 41

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 41
41 Sá snjallráði Gústaf sat við skrifborðið sitt og var að klippa eitthvað út úr dagblaði. - Hvað fannstu þarna? spurði skrif- stofustjórinn. - Frétt um mann sem krafðist skiln- aðar vegna þess að konan hans leitar alltaf í vösum hans. - Hvað ætlarðu að gera með úrklipp- una? - Hafa hana í vasanum! Ekki ætlunin - Ég lagði hér inn ljóð í gær. Ætlið þið að prenta það? - Það veit ég því miður ekki. Sá sem hefur með bókmenntir að gera veiktist. - Það var nú ekki ætlunin! Ekki nógu kunnug Unga konan: - Hverjum finnst þér barnið mitt líkjast? Vinkonan, nýflutt í bæinn: - Tja, erfitt að segja. Ég þekki næstum engan hérna! Sú ljóshærða Vörubílstjóri stöðvar bílinn á rauðu ljósi við hliðina á litlum Fiat Panda. Út úr honum vindur sér ljóska, hleypur að vörubílnum og bankar á rúðuna. Bíl- stjórinn skrúfar niður rúðuna. - Hæ, ég heiti Lísa og hlassið er að renna af bílnum hjá þér. Vörubílstjórinn sinnir því engu sem ljóskan segir og heldur áfram. Þegar hann stöðvar bílinn aftur á rauðu ljósi rennir Pandan upp að hliðinni á hon- um. Ljóskan stígur út, hleypur að vöru- bílnum og bankar á rúðuna. Bílstjórinn skrúfar niður rúðuna og ljóskan endur- tekur: - Hæ, ég heiti Lísa og hlassið er að renna af bílnum hjá þér. Vörubílstjórinn hristir höfuðið og heldur áfram þegar græna ljósið kvikn- ar. Við þriðju ljósin gerist það sama enn einu sinni. Ljóskan fer út úr Pöndunni, bankar á rúðuna á vörubílnum, bílstjór- inn skrúfar niður rúðuna og ljóskan segir: - Hæ, ég heiti Lísa og hlassið er að renna af bílnum hjá þér. Vörubílstjórinn gefur nú vel í þegar græna ljósið kemur og er kominn að næstu ljósum talsvert á undan ljósk- unni og stansar á rauðu. Hann fer út úr bílnum, bankar á rúðuna á Pöndunni. Þegar ljóskan skrúfar niður rúðuna seg- ir hann: - Ég heiti Hrólfur, það er vetur og ég er að salta götuna! Sá umhyggjusami - Ég vonast til að hafa efni á því að senda dóttur mína til Reykjavíkur að læra söng. - Ja, mér þykir þú gera mikið fyrir nágrannana! Andlát Forstjórinn varð bæði undrandi og reið- ur þegar hann sá eigin andlátstilkynn- ingu í blaðinu. Fyrst hringdi hann í rit- stjórann og hellti sér yfir hann og svo hringdi hann í meðeiganda sinn: - Lastu andlátstilkynninguna mína? - Já, svaraði meðeigandinn hissa. - Hvaðan hringirðu?! Heitasta óskin Honum fannst konan taka allt of mik- inn farangur með í fríið og hafði orð á því. Þau stóðu í biðröðinni við inn- skráninguna í flugstöðinni með heilan haug af ferðatöskum. - Ég vildi óska að ég hefði tekið pí- anóið með líka, andvarpaði hann. - Takk, þú þarft ekki að ergja þig á því, svaraði hún ískalt og leit á hann manndrápsaugum. - Ég er ekkert að ergja mig. Ég bara gleymdi farmiðunum þar! Útskrifaður Sálfræðingurinn: - Þetta er stór dagur fyrir þig, Jón minn. Nú ertu orðinn stálsleginn og álítur aldrei framar að þú sért fíll. - Gott að heyra það, læknir, - en hvernig losna ég við ranann?! Brúðkaup Hress og málglaður náungi kom inn í Ríkið. - Já, sjáðu til, dóttir mín er að fara að gifta sig og nú skal aldeilis haldin brúðkaupsveisla. Tveggja daga veisla og tvö hundruð gestir! - Til hamingju. Og hvað má svo bjóða þér af drykkjarföngum? - Eina flösku af viskí og eina af kon- íaki. - Handa tvö hundruð gestum? - Já, skilurðu, presturinn og sýslu- maðurinn drekka ekki landa! Ekki í stjórninni Farþegaflugvél lenti í óskaplegu þrumuveðri og farþegarnir hentust til í sætunum. Ung stúlka sneri sér að sessu- naut sínum, presti. - Þú sem guðsmaður, getur þú ekki gert eitthvað til að veðrið batni? - Ja, ég er nú ekki í stjórninni; vinn bara í söludeildinni! Banabit Í heimsstyrjöldinni síðari kom ung og falleg leikkona frá London á herspítala í Frakklandi til að heilsa upp á breska hermenn, sem þar lágu særðir. - Skaustu marga Þjóðverja? spurði hún hermanninn í fyrsta rúminu, sem hún kom að. - Já, svarar hermaðurinn. - Trúlega þá með hægri hendinni? - Já, segir hermaðurinn. Leikkonan grípur um hægri hönd hermannsins og kyssir hana lengi og blíðlega. Síðan fer hún að næsta rúmi. - Hefur þú líka drepið marga Þjóð- verja? - Já, mörg hundruð! - Með hvorri hendinni? - Hendinni? Nei, ég beit þá til bana! Vonbrigði - Ertu hættur með Jónu? - Já, ég hélt hún væri svona rosalega ástríðufull en það var þá bara astmi Meira kjöt Ameríkani býður sænskri stúlku upp í dans. Þegar þau hafa dansað um stund þrýstir hann henni þétt að sér. - Í Ameríku köllum við þetta faðm- lag. - Sama í Svíþjóð. Nokkru seinna kyssir Kaninn döm- una létt á vangann. - Í Ameríku köllum við þetta koss. - Það gerum við líka í Svíþjóð. Mörgum glösum síðar þegar orðið er langt liðið á nótt fer Ameríkaninn með dömuna út og þau fara að gera do do á grasflötinni. - Í Ameríku köllum við þetta gras- samloku. - Alveg sama í Svíþjóð, - en þar erum við vön að hafa meira kjöt! - Hvers vegna fljúga nornir brókarlaus- ar? - Til að hafa betra grip á kústskaft- inu! Hann: - Ég ætla að taka mynd af brjóst- unum á þér og láta ramma hana inn. Hún: - Ég ætla að taka mynd af fé- laganum á þér og láta stækka hana! - Hvers vegna hefurðu kjötbollurnar misstórar? - Maðurinn minn vill tilbreytingu í mat! P L O K K F I S K U R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.