Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 8

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 8
8 Ú T G E R Ð Nú eru gerðar út um fjörutíu trillur frá Grímsey og segir Sæ- mundur Ólason, trillukarl sem gerir út Kristínu EA, að hljóðið sé gott í Grímseyingum með komandi mánuði. Að vonum snýst allt mannlíf í Grímsey um fiskinn og því ríður á að út- gerðin gangi vel. Á milli 90 og 100 manns búa í Grímsey nú um stundir og hefur íbúatalan haldist nokkuð svipuð alllengi. Sæmundur Ólason telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af framtíð Grímseyjar, þar sé mannlíf gott og unga kynslóðin vilji búa þar áfram. Á meðan svo sé hafi menn ekki ástæðu til að ætla að illa fari. Sæmundur telur að Grímsey- ingar hafi ekki ástæðu til að bera sig illa á nýju fiskveiðiári. Afla- heimildir sem koma í hlut Grímseyinga eru í ár 1.593 tonn í þorskígildum, sem er aukning um 316 tonn í þorskígildum frá síðasta fiskveiðiári. Grímsey er núna í 39. sæti í kvóta yfir landið og hefur færst upp um tvö sæti frá fyrra ári. Bróðurpartur afla Grímseyjar- báta fer ferskur í land með Sæfara og segist Sæmundur selja aflann suður í Garð og þaðan er hann sendur á erlenda markaði. Ein nokkuð öflug saltfiskvinnsla er í eynni og þar er umtalsverður afli saltaður. Hins vegar hefur orðið eilítil birgðasöfnun í saltfiski nú síðsumars, sem er reyndar þekkt vandamál á þessum tíma. Hinir miklu sumarhitar í Evrópu sl. gerðu mönnum þó óvenju erfitt fyrir varðandi saltfiskinn. Grímseyingar í framkvæmdaham Eins og áður segir telur Sæmund- ur Ólason ekki ástæðu til að ætla að byggð sé í hættu í Grímsey, ekki á meðan þar fái menn að róa og bjarga sér. Hann segir menn í framkvæmdahug í eynni. Þar hafi til dæmis verið unnið að því að endurnýja gamla hafnargarðinn og dýpka höfnina og innsigling- una í höfnina og einnig standi fyrir dyrum miklar framkvæmdir við flugvöllinn, sem eins og Sæ- mundur orðar það er þjóðvegur Grímseyinga. „Það er ætlunin að fara í endurnýjun á flugvellinum núna í október og á meðan verður honum lokað tímabundið. Þó verður gert ráð fyrir að flugvélar geti lent hér vegna bráðatilfella, en áætlunarflugið leggst af. Mér Gott hljóð í Grímseyingum - kvóti Grímseyjarbáta hefur aukist um rúm 300 tonn frá síðasta fiskveiðiári www.isfell.is Ísfell ehf • Fiskislóð 14 • P.O.Box 303 • 121 Reykjavík • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Allt fyrir togveiðarnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.