Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 10

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 10
10 V I TA M Á L „Það er ljóst að vitar eru hluti af svokallaðri strandmenningu Íslendinga og í þeim eru því fólgin mikil menningarverð- mæti. Því miður er hins vegar ekki til nein mörkuð stefna af hálfu sveitarfélaga né ríkisins um hvað eigi að gera við þessi menningarverðmæti,“ segir Sigurbjörg Árnadóttir á Akur- eyri, sem á vordögum var kjör- in fyrsti formaður Íslenska vitafélagsins, sem eins og nafn- ið gefur til kynna hefur félagið á sinni könnu allt er lýtur að ís- lenskum vitum. Sigurbjörg segir að hið nýja fé- lag sé rétt að komast af stað með sína starfsemi. Hún segist hæst- ánægð með þann áhuga sem fólk hafi þegar sýnt málefninu, en um sjötíu manns skráðu sig sem stofnfélaga á stofnfundi í maí sl. Auk áhugafólks um íslenska vita gerðust fulltrúar hinna ýmsu stofnana stofnfélagar, t.d. frá Húsafriðunarnefnd, Þjóðminja- safni, Siglingastofnun og byggða- söfnum um allt land. Menningarverðmæti Nú eru 104 svokallaðir ljósavitar við strendur landsins. Vitarnir eru nær undantekningalaust sjálfvirk- ir og því er af sem áður var að með þeim hefðu umsjón sérstakir vitaverðir. Í raun er aðeins einn vitavörður enn við störf - Óskar vitavörður í Stórhöfða í Vest- manneyjum. Vitar við Ísland eru margir hverjir byggingarsöguleg lista- verk, en þeim þætti hefur e.t.v. lítill gaumur verið gefinn til þessa. Þetta kemur þó mjög skýrt fram í bókinni Vitar á Íslandi, sem Siglingastofnun gaf út fyrir síðustu jól. Sigurbjörg segir að í nágranna- löndunum séu starfandi sambæri- leg félög við Íslenska vitafélagið og þar sé eins og hér ákveðin vakning í gangi í þessu sam- bandi. Norrænir áhugamenn um vita báru saman bækur sínar á ráðstefnu sem var haldin í Noregi sl. vor og þar kom margt athygl- isvert fram. Vekja áhuga ferðamanna „Draumurinn er að komið verði upp safni um íslenska vita þar sem verði aðgengilegar upplýs- ingar um þennan þátt í strand- menningu Íslendinga. Ég sé fyrir mér að á slíku safni, sem best væri fyrir komið í tengslum við einhvern vita, yrði sett upp sögu- sýning með textaupplýsingum og ýmsum munum sem tengjast vit- um. Það er enginn vafi í mínum huga að vitar hafa mikið aðdrátt- arafl á ferðafólk og þeim má finna nýtt hlutverk. Þess eru reyndar dæmi, t.d. í Galtarvita fyrir vest- an,“ segir Sigurbjörg Árnadóttir. Friðaðir vitar verði færðir til upprunalegs horfs Með bókinni Vitar á Íslandi, sem Siglingastofnun gaf út á síðasta ári, má örugglega segja að hafi orðið töluverð vakning varðandi vita á Íslandi, varðandi til dæmis menningarsögulegt gildi þeirra, varðveislu og fl. Efni bókarinnar unnu þeir Guðmundur Bernódus- son, rafvirki á Siglingastofnun, Guðmundur L. Hafsteinsson, arkitekt, og Kristján Sveinsson, sagnfræðingur. Í framhaldi af útkomu bókar- innar óskaði Magnús Skúlason, arkitekt og framkvæmdastjóri Húsafriðunarnefndar ríkisins, eft- ir því að Guðmundur L. Haf- steinsson tæki saman ítarlega greinargerð fyrir nefndina um vitamannvirkin, byggingalist þeirra og sérkenni. Jafnframt var óskað eftir því að Guðmundur gerði tillögu til Húsafriðunar- nefndar um hvaða vita á Íslandi bæri að friða. Skýrsla Guðmundar og tillögur liggja nú fyrir og leggur hann til að 21 viti á Ís- landi verði friðaður. Þessir vitar eru allir í notkun nema Garð- skagaviti, sem var tekinn úr notkun árið 1944. Þrír vitanna eru í eigu sveitarfélaga; Súgandis- eyjarviti, Kolbeinstangaviti og ljósbúnaður í innsiglingavitanum í Sjómannaskólanum, en bygg- ingin er í eigu ríkisins. Átta af þessum vitum eru á Vesturlandi, þrír á Vestfjörðum, fimm á Norðurlandi, tveir á Austurlandi og þrír á Suðurlandi. Við þetta bætist að Þjóðminjasafn Íslands tekur Dalatangavita, elsta vita landsins, sem er frá árinu Lögð til friðun á 21 vita Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Íslenska vitafélagsins. Knarrarósviti var byggður á ár- unum 1938 og 1939. Hönnuður var Axel Sveinsson, verkfræð- ingur. Æðarsteinsviti, sem er innan við Djúpavog, var byggður árið 1922. Vitinn var hannaður af Thorvald Krabbe og Guðmundi J. Hlíðdal, verkfræðingi. Hríseyjarviti var byggður árið 1920, hannaður af Thorvald Krabbe og Guðmundi J. Hlíðdal, verkfræðingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.