Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 12

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 12
12 V I TA M Á L 1895, inn í húsasafn sitt og af þeim sökum gerir Guðmundur ekki tillögu um að friða hann sér- staklega. Lagt er til að friðaðir vitar verði færðir til upprunalegs horfs hvað varðar útlit og innra fyrirkomu- lag, t.d. litaval, yfirborðsmeð- höndlun, glugga, hurðir, stiga og handrið og leitast verði við að varðveita ljósbúnað þeirra. En vitarnir sem Guðmundur L. Hafsteinsson leggur til í skýrslu sinni til Húsafriðunarnefndar að verði friðaðir eru: Tímabilið 1878-1906 Á þessu tímabili voru allir vitar hér á landi byggðir eftir teikning- um dönsku vitamálastofnunar- innar. Bygging Reykjanesvita markar upphaf tímabilsins, en því lýkur með byggingu Stórhöfða- vita. Garðskagaviti 1897 Súgandiseyjarviti 1897/1948 Tímabilið 1907-1937 Upphaf þessa tímabils miðast við það að Thorvald Krabbe, lands- verkfræðingi, var falin umsjón með byggingu Reykjanesvita árið 1907 og í framhaldinu varð hann ráðgjafi landsstjórnarinnar í vita- málum og var síðan skipaður um- sjónarmaður landsvitanna 1. jan- úar 1910. Lok tímabilsins miðast við starfslok Krabbe árið 1937 og þær miklu breytingar sem urðu við ráðningu Axels Sveinssonar, verkfræðings. Á þessu tímabili voru nær eingöngu byggðir vitar eftir teikningum verkfræðing- anna Thorvalds Krabbe, Guð- mundar J. Hlíðdals og Benedikts Jónassonar. Reykjanesviti 1907-8 Skaftárósviti 1911/1953 Hvaleyrarviti 1913/1948 Hríseyjarviti 1920 Arnarnesviti 1921 Æðarsteinsviti 1922 Dyrhólaeyjarviti 1927 Tjörnesviti 1929 Raufarhafnarviti 1931 Sauðanesviti nyrðri 1933-1934 Tímabilið 1938-1957 Á þessu tímabili voru margir vit- ar byggðir út um allt land og má segja að lokið hafi verið við upp- byggingu vitakerfisins. Því sem næst allir vitar á þessu tímabili voru byggðir eftir teikningum Axels Sveinssonar, verkfræðings. Fyrsti vitinn sem hann teiknaði var reistur árið 1938 en þeir síð- ustu árið 1957 á dánarári hans. Allir voru vitarnir á þessu tíma- bili steinsteyptir og er bygging- argerð þeirra gjarnan skipt upp í þrjár megin flokka; fúnkisturna, brúarvita og sívala turna. Knarrarósviti 1938-1939 Arnarstapaviti 1941 Kolbeinsstangaviti 1942 Sjómannaskólinn 1942-44 Garðskagaviti 1944 Æðeyjarviti 1944 Malarrifsviti 1946 Bjargtangaviti 1948 Tímabilið 1958-1192 Á þessu tímabili voru vitar byggðir úr steinsteypu og trefja- plasti. Tímabilið einkenndist af byggingu smávita til að þétta vitakerfið og nýbyggingum í stað eldri vita. Trefjaplastið var notað í ljóshús og innflutt trefjaplastljós- hús voru notuð í auknum mæli, ekki aðeins á vita heldur einnig sem vitamannvirki. Rauðanúpsviti 1958 Húsafriðunarnefnd gerir til- lögu til menntamálaráðherra Magnús Skúlason, framkvæmda- stjóri Húsafriðunarnefndar, er ánægður með skýrslu Guðmundar og segir að hér sé um mjög at- hyglisvert mál að ræða. Enginn viti hafi til þessa verið friðaður á Íslandi og í raun hafi þessum mannvirkjum verið sáralítill gaumur gefinn. Hann segist bú- inn að ræða við Siglingastofnun um málið og það sé til skoðunar þar. Í ljósi álits hennar muni Húsafriðunarnefnd taka það síðan fyrir og gera sína tillögu til menntamálaráðherra um friðun á vitum. Hann segist á þessari stundu ekki geta tjáð sig um hvað nefndin muni gera tillögu um friðun á mörgum vitum, það komi ekki í ljós fyrr en nefndin hafi tekið málið til formlegrar umfjöllunar. Það er síðan í valdi menntamálaráðherra að gefa út reglugerð um friðun mannvirkja og því má ætla að þetta ferli muni taka nokkra mánuði. Súgandiseyjarviti er í umsjón Stykkis- hólmshafnar. Árið 1948 var ljóshúsi af Gróttuvita, sem var byggður árið 1897 og rifinn 1947, komið fyrir á stein- steyptri plötu í Súgandisey við Stykkis- hólm. Myndir af vitum: Guðmundur Bernód- usson/Siglingastofn- un Íslands - Úr bók- inni Vitar á Íslandi. Æðeyjarviti var byggður árið 1944 og tekinn í notkun fimm árum síðar. Hönnuður var Axel Sveinsson, verkfræðingur. Æðarsteinsviti, sem er innan við Djúpavog, var byggður árið 1922. Vitinn var hannaður af Thorvald Krabbe og Guðmundi J. Hlíðdal, verkfræðingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.