Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 15

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 15
15 Æ G I S V I Ð TA L I Ð Ragnar Jakobsson, var þar útgerðarmaður. Og sjó- mennsku stundaði Kristján á sumrin þegar hann var í Verslunarskólanum. „Ég var því alinn upp í þessu umhverfi og tel mig hafa haft það bakland sem var nauðsynlegt til þess að fara að vinna að málefnum sjávarútvegsins,“ segir Kristján og rifjar upp að þeg- ar hann kom til starfa hjá LÍÚ var Sverrir Júlíusson þar formaður og Sigurður H. Egilsson framkvæmda- stjóri. Framkvæmdastjóri 1969 - formaður 1970 „Árið 1969 var ég gerður að framkvæmdastjóra fyrir það sem má kalla félagslega hluta af starfsemi LÍÚ. Sigurður stýrði hins vegar Innkaupadeild LÍÚ, sem m.a. annaðist sölu á veiðarfærum. Árið 1970 ákvað Sverrir að hætta sem formaður LÍÚ eftir 25 ára sam- fellda formennsku, enda var hann farinn að taka æ meiri þátt í stjórnmálum og sat um tíma á Alþingi. Forysta LÍÚ hafði gert tillögu um ákveðinn eftir- mann Sverris, en við hana sættu útvegsmenn sig ekki. Þá skaut upp þeirri hugmynd að fá „strákinn á skrifstofunni“ til þess að taka að sér starf formanns jafnhliða starfi framkvæmdastjóra. Mér þótti hug- myndin nokkuð fráleit, en það varð úr að ég var ein- róma kjörinn formaður á aðalfundi LÍÚ í Vestmanna- eyjum 7. nóvember 1970 og hef verið það síðan,“ segir Kristján. Þykir vænt um góðan stuðning í gegnum tíðina Á þessum þrjátíu og þremur árum hefur Kristján aldrei fengið mótframboð, sem segir sitt um það traust sem umbjóðendur hans hafa borið til hans í gegnum tíðina. „Mér hefur alltaf fundist ég hafa mjög góðan stuðning, sem mér þykir vænt um. Að sjálfsögðu hafa þó einstaka útvegsmenn gagnrýnt mig fyrir skoðanir mínar á einstökum málum, en það hefur aldrei leitt til þess að fram kæmi mótframboð gegn mér á aðalfundi. Það er vissulega sérstakt að sami maðurinn hafi verið árum saman framkvæmda- stjóri og formaður LÍÚ og fá sambærileg dæmi eru um það. Ég minnist þess þó að Ásmundur Stefánsson var til margra ára bæði framkvæmdastjóri og formað- ur Alþýðusambandsins.“ Í ársbyrjun 2000 hætti Kristján sem framkvæmda- stjóri LÍÚ og Friðrik Arngrímsson tók við því starfi. Síðan hefur Kristján verið starfandi stjórnarformaður LÍÚ, en lætur eins og áður segir af formennsku á að- alfundi sambandsins í lok október. Kristján tilkynnti á aðalfundi LÍÚ í fyrra að eftir ár hefði hann ákveðið að hætta. Á aðalfundinum í októberlok mun Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Síldar- vinnslunnar hf. í Neskaupstað, gefa kost á sér til for- mennsku í LÍÚ, en hann hefur orðið við ósk stjórnar LÍÚ í því efni. Kolsvört skýrsla frá Hafró árið 1983 Kristján Ragnarsson barðist mjög fyrir því á sínum tíma að koma á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Þetta var síður en svo auðvelt á sínum tíma og enn er hann oft miðpunktur þeirrar gagnrýni sem kerfið verður fyrir úti í þjóðfélaginu. „Haustið 1983 kom fram mjög svört skýrsla frá Hafró um ástand fiskistofna við landið og í kjölfarið voru háværar raddir um að leggja þyrfti fjölda skipa um allt land. Ég fór ásamt vini mínum, Magnúsi Gústafssyni, sem þá var forstjóri Hampiðjunnar, til Nýfundnalands í nóvember 1983 þar sem ég kynnt- ist kvótakerfi í fiskveiðum. Eftir þessa ferð sannfærð- ist ég um það að til þess að forða algjöru hruni hér á landi yrði að koma á kerfi þar sem hverju skipi fylgdu ákveðnar heimildir til veiða, sem yrðu fram- seljanlegar milli skipa þannig að hver og einn gæti ákveðið hvernig hann stýrði útgerð sinna skipa. Það var mikil vinna að sannfæra útvegsmenn um að þörf væri á stýringu og eftir á að hyggja vil ég segja að hugmyndin fékk ótrúlega mikinn stuðning. Þó voru vissulega ýmsir því afar andsnúnir að taka upp Diddó Kristján Ragnarsson heitir reyndar Ólafur að milli- nafni, en hann hefur aldrei notað það. „Satt best að segja veit ég ekki af hverju. Hins vegar var ég kall- aður gælunafni í æsku, Diddó, og raunar alveg þang- að til ég fór í Verslunarskólann. En gamlir sveitungar mínir eru greinilega ekki búnir að gleyma þessu gælunafni og kalla mig gjarnan Diddó á góðum stundum. Það þykir mér vænt um. Ég kann enga skýringu á þessu gælunafni og ég minnist þess ekki að móðir mín hafi nokkru sinni sagt mér hvernig það kom til.“ Það var mikil vinna að sannfæra útvegsmenn um að þörf væri á stýringu og eftir á að hyggja vil ég segja að hugmyndin fékk ótrúlega mik- inn stuðning. Maður situr ekki og metur sjálfan sig eftir einhverjum völdum. „Ég lít svo á að kvótaþakið sé hluti af þeirri sátt sem þarf að eiga sér stað í þjóðfélaginu um sjávarútveginn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.