Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 21

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 21
21 Æ G I S V I Ð TA L I Ð gerst með því að aflaheimildir hafa verið teknar frá okkur og færðar þeim. Nú eru enn eina ferðina uppi hugmyndir um að auka hlut smábátanna, einkanlega á Vestfjörðum, með línuívilnun. Mér hefur þó heyrst að undanförnu að mönnum sé það ljósara en áður að með því að auka hlut smábátanna með línuívilnun verður að taka þá viðbót frá einhverjum öðrum.“ - Áttu von á því að samstaða náist um línuívilnun- ina? „Því vil ég bara ekki trúa. Í þessu sambandi hafa menn rætt um byggðakvóta, sem eilífar deilur eru um, ekki síst í þeim byggðarlögum sem hafa fengið byggðakvóta. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að byggðakvóta eigi að afnema, enda eru þeir að mínu mati barn síns tíma og dæmigert klastur á kerfið. Það er einfaldlega ekki hægt að leggja það á sjávarút- veginn að hann standi undir byggðakjörnum þar sem menn hafa gefist upp. Slíkt er til þess fallið að valda óhagræði og mismunun í greininni. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að svona plástrar séu til skaða, ég tel að almenn viðskiptasjónarmið eigi að ráða og menn verði að bjarga sér.“ Verðum að treysta Hafró Hérlent fiskveiðistjórnunarkerfi er oft borið saman við það færeyska og fullyrt að á okkar kerfi halli í þeim samanburði. Kristján er því algjörlega ósam- mála. Hann bendir á að í árdaga kvótakerfisins hafi menn fengið að velja um sóknar- og aflamark og reynslan af sóknarmarkinu hafi einfaldlega verið það slæm að um það hafi verið víðtæk samstaða í röðum útvegsmanna að leggja það kerfi af. „Færeyingar eru í þeirri stöðu að hafa farið með allt á hausinn og byrj- að nánast frá grunni. Nú er verið að fækka sóknar- dögunum í Færeyjum, vegna þess að menn sjá að þeir eru of margir, sumir segja alltof margir. Ég ætla að vona að Færeyingar nái betri stjórn á sinni sókn, en það hafa margir af því áhyggjur að það fari illa fyrir þeim. Ég tel ekki koma til greina að taka upp slíkt sóknarkerfi hér við land. Í kosningabaráttunni sl. vor köstuðu menn því fram að rétt væri að láta á Ánægjulegasta málið „Það ánægjulegasta sem ég hef upplifað í mínum störfum hjá LÍÚ er að sjá að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu skyldu bera þann árangur sem raun ber vitni, íslenskri þjóð til heilla. Eftir mörg erfið ár varðandi þorskstofn- inn erum við nú að sjá árangur, um það vitnar aukning í úthlutuðum aflaheimildum á þessu fiskveiðiári. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt að tala fyrir niðurskurði aflaheimilda,en við trúðum því að sá dagur kæmi að við myndum sjá árangur af því að takmarka sóknina í þorskinn. Það voru okkur mikil vonbrigði þegar andstæðingar kvótakerfisins settu það síðan fram í stórum blaðaauglýsingum fyrir síðustu al- þingiskosningar að 30 þúsund tonna aukning í þorskkvóta væri gjöf til útvegsmanna, að okkur væru færðir fleiri milljarðar króna á silfurfati. Þetta er óskaplega lágkúruleg umræða, sem ég viðurkenni að fer í taugarnar á mér.“ Kristján: Ég tel að nafna mínum Lofts- syni takist að selja hvalaafurðirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.