Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 24

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 24
24 Æ G I S V I Ð TA L I Ð tísku skoðanir. Ég hef fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum, án þess þó að taka þátt í starfi hans. Reyndar var ég í stjórn Heimdallar áður en ég tók að mér trúnaðarstörf hjá LÍÚ, en eftir að kom til starfa hjá LÍÚ hef ég engan beinan þátt tekið í starfi Sjálfstæð- isflokksins, utan þess að sitja nokkra landsfundi. Ég hef oft verið beðinn um að halda ræður við hin og þessi tækifæri á vegum Sjálfstæðisflokksins, en því hef ég ávallt neitað, enda tel ég að flokkspólitísk störf og trúnaðarstörf í samtökum eins og Landssam- bandi íslenska útvegsmanna fari ekki saman.“ - Hvernig myndirðu lýsa sjálfum þér? „Það er nú það. Ætli ég myndi ekki lýsa mér sem heldur lítillátum manni sem ekki er með eins harðan skráp og margir halda. Ég myndi halda að ég væri tilfinningaríkur og undir það trúi ég að konan mín myndi taka.“ Hvalveiðarnar Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur lengi barist fyrir því að hvalveiðar yrðu hafnar á nýjan leik hér við land. Kristján segir að þrátt fyrir töluvert umrót að undanförnum í tengslum við vísindaveiðar á hrefnu hafi hann síður en svo skipt um skoðun. „Ég kom til Húsavíkur í sumar og skoðaði þá uppbygg- ingu sem þar hefur orðið í hvalaskoðun. Ég dáðist af því sem Húsvíkingar hafa verið að gera í þessum efn- um og vonandi gengur það dæmi fjárhagslega. Ég tel að hvalveiðar og hvalaskoðun fari vel saman og hef orðið fyrir vonbrigðum með málflutning Samtaka ferðaþjónustunnar í þessu máli. Ég hef ekki áhyggjur af því að við stefnum mörk- uðum okkar fyrir sjávarafurðir í hættu með hvalveið- um. Ég hef sagt við ágæta vini mína sem sinna markaðsmálunum dags daglega og hafa af þessu áhyggjur að menn verði að horfa á þetta allt í sam- hengi. Ef við ætlum að leyfa hvölunum að éta okkur út á gaddinn, þá höfum við engar sjávarafurðir að selja í framtíðinni. Við verðum að gæta þess að hafa jafnvægi í lífríki hafsins. Hér á árum áður þóttu það tíðindi ef hvalur blés á togaraslóð, en núna eru hvalir allt í kringum skipin. Jafnvægið hefur því óumdeil- anlega raskast verulega í hafinu og mér finnst því sjálfsagt að nýta hvalinn. Svo verður að koma í ljós hvernig Kristjáni nafna mínum Loftssyni gengur að selja hvalaafurðirnar. Mér finnst furðulegt þegar menn gefa sér það fyrirfram að ekki takist að selja hvalkjötið.“ - Hefurðu trú á því að Kristjáni takist að selja það? „Já, ég hef það.“ Andsnúinn því að lyfta kvótaþakinu Stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins, Brim og Samherji, eru bæði komin upp undir kvótaþakið svo- kallaða. Kristján Ragnarsson leggst eindregið gegn því að hækka þetta þak. „Ég lít svo á að kvótaþakið sé hluti af þeirri sátt sem þarf að eiga sér stað í þjóð- félaginu um sjávarútveginn. Ég lít svo á að þó svo að þau fyrirtæki sem þú nefnir séu komin uppundir kvótaþakið séu engar forsendur til þess að lyfta því.“ - Vöxtur þessara fyrirtækja yrði þá væntanlega fyrst og fremst erlendis? „Já, annað hvort erlendis eða í öðrum þáttum ís- lensks samfélags.“ - Hver er að þínu mati staða sjávarútvegsins um þessar mundir? „Ég tel að hún sé almennt nokkuð góð. Að vísu hefur gengið verið okkur erfitt að undanförnu, en það er eitt af því sem við verðum að búa við, enda er umhverfi sjávarútvegsins allt annað en það var hér á árum áður. Við erum á markaði með mörg fyrirtækj- anna og það sama á við um gengi krónunnar. Staða rækjuveiða og -vinnslu er þó mjög erfið um þessar mundir vegna verulegra verðlækkana. Ég hef veru- legan ótta af því að afkoman í rækjuveiðunum eigi eftir að versna enn frekar. Við getum orðið talið á fingrum annarrar handar burðug rækuskip hér á heimamiðum og það sama á við um Flæmska hatt- inn, en þar erum við með umtalsverðar heimildir sem við sjáum okkur ekki fært að nýta að fullu vegna þess að verðið á rækjunni er svo lágt.“ „Það kann vel að vera að smábátamönnum hafi tekist vel upp í því að koma þeirri ímynd á framfæri að smábátaútgerð sé trillukarl á litla bátnum sínum sem dorgar með færið sitt.“ Ef við ætlum að leyfa hvölunum að éta okkur út á gaddinn, þá höfum við engar sjávarafurðir að selja í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.