Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 27

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 27
27 E F T I R L I T vörumerkjum framleiðendanna sjálfra. Í dag er staðan þannig að 60% af smásölu matvæla á Bret- landseyjum er í höndum 5 mat- vörukeðja. Það er því mjög mikil- vægt fyrir þessa aðila að geta tryggt að þeir framleiðendur sem framleiða fyrir þá uppfylli ströng- ustu gæðakröfur. Til þess að tryggja þetta sömdu samtök þeirra, BRC, staðal fyrir fyrirtæki sem framleiða matvæli fyrir smá- sala, sem selja undir eigin vöru- merki. BRC rekur ekki eigin vottunarstofu heldur viðurkennir einkareknar stofur, sem úttektar- aðila fyrir sína hönd. Til þess að hljóta slíka viðurkenningu þarf stofan að vera vottuð samkvæmt vöruvottunarstaðli EN-45011 og auk þess þurfa skoðunarmenn að hafa lokið námskeiðum hjá BRC. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi framleiða vörur undir vörumerkjum smásala í Evrópu. Þessir aðilar eru í æ ríkari mæli að gera kröfur um að framleiðsla þeirra sé vottuð af viðurkenndri vottunarstofu. Ef framleiðandinn uppfyllir allar kröfur vottunarað- ilans er ein heimsókn á ári látin nægja, en þær geta orðið fleiri séu ekki allar kröfur uppfylltar. Kostnaðurinn við heimsóknir þessar hleypur á hundruðum þús- unda þar sem ferða- og dvalar- kostnaður er hár. Nú þegar hafa a.m.k. 3 slíkar vottunarstofur heimsótt íslenska fiskframleið- endur en þær heita European Food Safety Inspection Service (EFSIS), PROcheck og International Supplier Auditing (ISA). Kaupendaeftirlit Þrátt fyrir að kaupendur hafi margir hverjir sameinast um eft- irlit í gegnum BRC og faggildar vottunarstofur virðist ekki hafa dregið til muna úr heimsóknum þeirra sjálfra enn sem komið er. Samkvæmt upplýsingum frá framleiðendum eru skoðanir þeirra þó ekki eins ítarlegar og áður og í mörgum tilfellum láta þeir sér nægja að skoða þau frávik sem fram komu á síðustu skoðun- arskýrslu vottunarstofunnar. Margfalt eftirlit Að framangreindu má ráða að framleiðsla íslenskra sjávarafurða er undir gífurlegu eftirliti, bæði opinberra aðila og einkaaðila. Væntanlega á þetta mikla eftirlit einhvern þátt í því að íslenskar sjávarafurðir eru þekktar fyrir gæði á erlendum mörkuðum. Maður spyr sig hins vegar hvort virkilega sé þörf á því að allir þessir aðilar komi að eftirlitinu. Útgáfa vinnsluleyfis er í raun trygging íslenskra stjórnvalda fyrir því að handhafi leyfisins uppfylli öll ákvæði tilskipunar ESB um hollustuhætti við fram- leiðslu og markaðssetningu sjáv- arafurða. Smásöluaðilum nægir auðsýnilega ekki þessi trygging og hafa því í gegnum sín samtök búið til sinn eigin staðal og feng- ið einkareknar faggildar vottunar- stofur til að hafa eftilit með að framleiðendur uppfylli kröfur hans. Þetta bendir til þess að þessir aðilar treysti ekki stjórn- völdum í þessu efni. Hræðsla al- mennings við sjúkdóma, sem tengjast neyslu matvæla, virðist mikil, jafnvel þó áhættan sem fylgir neyslu þeirra og þá sérlega neyslu sjávarafurða sé tiltölulega mjög lítil. Komi upp matarsýk- ing eða matareitrun, sem rekja má til ákveðinnar tegundar mat- væla orsakar það söluhrun og ómældan skaða fyrir söluaðilann. Hann gerir því allt sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir slíka uppákomu. Æskilegt væri að fækka þeim aðilum sem koma að eftirliti með sjávarafurðum og öðrum matvæl- um. Lausnin á því hvernig svo megi verða felst í óháðum fag- gildum skoðunar- eða vottunar- stofum, sem sjá um framkvæmd eftirlitsins í samræmi við staðla eða skoðunarhandbækur, sem hannaðir eru af opinberum aðil- um eða einkaaðilum. Þeir aðilar sem búa til staðlana (leikreglurn- ar), hvort sem þeir eru opinberir aðilar eða einkaaðilar, eiga ekki sjálfir að fylgjast með því hvort unnið sé samkvæmt staðlinum. Eðlilegast er að það hlutverk sé í höndum „þriðja aðila” þ.e. fag- gildrar skoðunar- eða vottunar- stofu. Í þessu sambandi er vert að skoða hvað faggilding skoðunar- stofu, sem veitir þjónustu sem „þriðji aðili” felur í sér. Faggild- ingunni er fyrst og fremst ætlað að tryggja sjálfstæði, hlutleysi, ráðvendni og trúnað skoðunarað- ilans. Einnig að hann vinni sam- kvæmt skjalfestu gæðakerfi, að starfsfólk búi yfir viðeigandi hæfni og hljóti viðeigandi þjálfun og fræðslu. Einnig er mikilvægt að skoðunarstofan geti sýnt fag- gildingaraðilanum fram á að hún sé óháð öllum hlutaðeigandi aðil- um. Ef þessi leið væri farin mætti hugsa sér að matvælaframleiðand- inn gerði samning við eina fag- gilda skoðunar- eða vottunarstof- ur, sem sæi um allt eftirlit fyrir hann. Það væri síðan stofunnar að afla sér faggildingar sem skoðun- ar- eða vottunaraðili á öllum þeim stöðlum sem gerð væri krafa um. Matvælasvið Frumherja hf. (áður Nýja skoðunarstofan ehf.) er að kanna hvort fyrirtækið geti tekið að sér að votta fiskvinnslu- fyrirtæki samkvæmt BRC-staðl- inum. Til þess að svo megi verða þarf sviðið að fá faggildingu sam- kvæmt vöruvottunarstaðlinum EN-45011. Einnig þurfa skoðun- armenn að gangast undir 4 daga námskeið í BRC-staðlinum. Öðlist Frumherji hf. – Matvæla- svið þessi réttindi er ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtækið taki að sér að votta fyrirtæki samkvæmt BRC-staðlinum og komi þannig í stað þeirra erlendu vottunarstofa sem sinna þessu í dag. Þar með væri búið að fækka eftirlitsaðil- unum um einn auk þess sem inn- lend vottunarstofa gæti fram- kvæmt vottunina með minni til- kostnaði en þær erlendu. „Hræðsla almennings við sjúkdóma, sem tengjast neyslu matvæla, virðist mikil, jafnvel þó áhættan sem fylgir neyslu þeirra og þá sérlega neyslu sjávarafurða sé tiltölulega mjög lítil.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.