Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 30

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 30
30 S K I PA S M Í Ð A R Skipaiðnaði má skipta í tvo hluta: viðgerðir og viðhald annars vegar og nýsmíði hins vegar. Til skamms tíma hefur viðgerðarþátturinn verið all- stöðugur og skipa- og vél- smiðjur getað að mestu róið á vísan í þeim efnum. Með mik- illi fækkun fiskiskipa hér á landi hefur orðið breyting á og verkefnum fækkað svo um munar. Nýsmíðin var einnig orðin næsta lítil en nú bregður svo við að þar virðist vera að finna vaxtabroddinn í íslensk- um skipaiðnaði. Ástæðan er fyrst og fremst sú að nú er óheimilt að greiða niður skipa- smíðar á EES-svæðinu en einnig hitt að markaðsvinna í nágrannalöndunum er að bera árangur. Samkeppnisstöðu skipaiðnaðar- ins hefur borið talsvert á góma - ekki síst þegar fór að halla undan fæti síðari hluta 8. áratugar síð- ustu aldar. Þá heyrðust jafnvel hæðnisraddir um að við værum ekki endilega bestir í heimi á þessu sviði enda þótt við ættum fallegustu konurnar, besta vatnið og bændur þessa lands bæru af öðrum bændum á Jarðarkringl- unni. Þannig var reynt að gera lítið úr þeim árangri sem sannar- lega hafði náðst í íslenskum skipaiðnaði sem endurspeglast í fjölda skipa sem hér voru smíðuð og endurnýjuð og hafa reynst af- bragðsvel. Þrátt fyrir þessar hremmingar voru, sem betur fer, margir sem höfðu tröllatrú á íslenskum skipa- iðnaði og töldu einsýnt að unnið yrði að því að tryggja honum sambærilegan grundvöll og er- lendum keppinautum. Reynslan hefði sýnt að hér væri góð aðstaða til að smíða og gera við skip, tæki og tæknikunnátta fyllilega sam- bærileg við það sem gerist með öðrum þjóðum og verkþekking ágæt. Það væri því vont fyrir þjóðarhag að kasta slíkum verð- mætum fyrir róða. Niðurgreiðslur afnumdar Ríkisstyrkir til skipasmíða innan ESB náðu hámarki 1988 og 1989 og einstöku ríkjum var heimilt að stunda niðurgreiðslur allt að 28% af smíðaverði þegar verst lét. Þessar heimildir voru síðan lækk- aðar og að lokum aflagðar í árslok 2000 innan ESB og þá um leið á EES-svæðinu. Þó var leyfð aðlög- un að þessu banni með því að hægt var að fá styrki greidda út allt til loka árs 2003. Þetta fyrir- komulag leiddi til þess að síðustu mánuði ársins 2000 voru gerðir fjölmargir smíðasamningar á meginlandinu sem urðu til þess að smíðaverkefni hlóðust upp víða á EES-svæðinu. Því var það að skipasmíðastöðvar, t.d. í Nor- egi, gátu ekki sinnt færeyskum útgerðarmönnum um endurnýjun báta þeirra. Við það opnuðust möguleikar fyrir íslenskar stöðvar að komast inn á markaðinn. Þann möguleika nýttu þær sér ágæt- lega og verður vikið betur að því síðar. Ekki sopið kálið... Enda þótt niðurgreiðslur séu nú að syngja sitt síðasta meðal keppinauta okkar þá vantar enn talsvert á að fullum jöfnuði sé náð. Þegar niðurgreiðslurnar voru leyfðar má segja að samkeppnis- staðan hafi hvort eð er verið von- laus og allt tal um að leiðrétta annað sem út af bar algjört auka- atriði og skipti litlu máli í raun. Með banninu við ríkisstyrkjum varð meiri nauðsyn á að skilgreina annan mismun á samkeppnisstöð- unni og spúla þannig dekkið al- veg og gera klárt svo að hægt væri að vinna þar við eðlilegar að- stæður. Úttekt og tillögur Ríkisstjórnin samþykkti tillögu iðnaðarráðherra um að taka saman höndum við Samtök iðnaðarins og Málm (samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði) og afla upplýsinga um starfsaðferðir, starfsumhverfi og markaðsstöðu helstu samkeppnislanda Íslands á EES-svæðinu. Jafnframt skyldi Vatnaskil í íslenskum skipaiðnaði Fyrir ári kom út skýrslan „Samkeppn- isstaða skipaiðnað- ar“. Ingólfur Sverris- son segir að í sam- vinnu við ríkisvaldið sé unnið að því að hrinda tillögum sem þar er að finna í framkvæmd. Ingólfur Sverrisson, deildarstjóri hjá Sam- tökum iðnaðarins, skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.