Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 32

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 32
32 AU S T U R L A N D Jósafat heitinn Hinriksson, sem var hvað þekktastur fyrir smíði toghlera, safnaði gríðarlegum fjölda sjávarútvegstengdra muna og kom fyrir á safni sem hann sjálfur setti upp í Reykjavík. Þeg- ar Jósafat féll frá gáfu afkomendur hans safnið austur í Fjarðabyggð, en Jósafat var Norðfirðingur. Safninu hefur verið fundinn stað- ur í húsi að Egilsbraut 2 og er þar hefur verið opnuð sýning á jarð- hæð með hluta af munum úr Jósafatssafni. Reyndar kallast safnið Sjóminja- og smiðjumuna- safn Jósafats Hinrikssonar. Pétur Sörensson segir að áfram verði unnið að því að koma Jósafatssafni fyrir í þessu húsi og hann sér einnig fyrir sér að ut- andyra verði stærri hlutum úr safninu komið fyrir - t.d. skips- skrúfum. Í sögulegu húsi við Egilsbraut Pétur segir Jósafatssafn mikið að vöxtum og afar athyglisvert. „Í safninu eru ýmis tæki og ljós- myndir sem tengjast sjávarútvegi með ýmsum hætti,“ segir Pétur. Hið gamla og reisulega hús, sem nú hýsir Jósafatssafn, var í eina tíð m.a. nóta- og salt- geymsla. „Ég tel að safnið fari mjög vel í þessu húsnæði. Húsið er 900 fermetrar að gólffleti á þremur hæðum, en það hefur ekki endanlega verið ákveðið hversu miklu rými verður varið undir Jósafatssafn. Það eru ýmsar hugmyndir í gangi, sem á eftir að útfæra nánar,“ segir Pétur. Tuttugu ára sjóminjasafn Sjóminjasafn Austurlands á Eski- firði á sér lengri sögu, en það var formlega opnað fyrir tuttugu árum. Safnð er í gömlu verslunar- húsi sem verslunarfélagið Örum & Wulff byggði um 1816. Carl D. Tulinius sem var starfsmaður hjá félaginu, keypti verslunina um 1860 og rak hana til dauða- dags árið 1905. Þá tóku afkom- endur hans við og kölluðu fyrir- tækið C.D. Tulinius efterfölgere og starfaði það til ársins 1912. Á þeim tíma var byggt nýtt versl- unarhús og við það hlaut eldra húsið nafnið Gamla-Búð og hefur Sjóminjasafn og Jósafatssafn í Fjarðabyggð Ekki hefur verið ákveðið hversu miklu rými í þessu húsi við Egilsbraut 2 í Neskaupstað verður varið undir Jósafatssafn. „Það eru ýmsar hugmyndir í gangi, sem á eftir að útfæra nánar,“ segir Pétur Sörensson. Hús Sjóminjasafns Austurlands á Eskifirði. Í Fjarðabyggð er öflug safna- starfsemi, þar af eru tvö sjávar- útvegstengd söfn - annars veg- ar Sjóminjasafn Austurlands á Eskifirði og hins vegar Jósafatssafn í Neskaupstað. Pétur Sörensson, forstöðumað- ur Safnastofnunar Fjarða- byggðar, upplýsir að ýmsar hugmyndir séu á lofti um frek- ari eflingu sjóminjavörslu í sveitarfélaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.