Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 36

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 36
36 AU S T U R L A N D Framundan eru miklar fram- kvæmdir á vegum Hafnasjóðs Fjarðabyggðar, sem rekur hafn- irnar í Neskaupstað, Mjóafirði, Reyðarfirði og á Eskifirði. Á næsta ári hefjast umfangsmikl- ar framkvæmdir við nýja höfn að Hrauni í Reyðarfirði vegna væntanlegs álvers Fjarðaáls og er ráðgert að þeim verði lokið árið 2006. Eskifjörður og Neskaupstaður eru sem kunnugt er tvær af stærstu löndunarhöfnum fyrir uppsjávarfisk hér á landi. Þrátt fyrir að loðnuvertíðin sl. vetur hafi ekki verið alveg eins góð og menn höfðu vænst, sýndu tölur yfir landaðan afla fyrstu átta mán- uði ársins að hann var meiri í höfnum Hafnasjóðs Fjarðabyggð- ar en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er einföld; stóraukinn kolmunna- afli á þessu ári miðað við undan- farin ár Fyrstu átta mánuði ársins var heildarafli sem barst á land í höfnum Fjarðabyggðar 346.162 tonn, samanborið við 330.624 tonn á sama tíma árið 2002. Landaður afli í ár skiptist þannig að til bræðslu komu 149.530 tonn af kolmunna, 127.350 tonn af loðnu og 22.593 tonn af síld. Afli til fullvinnslu, frosinn og ís- aður, var 46.689 tonn. Mjóafjarðarhöfn hluti af Hafnasjóði Fjarðabyggðar Um síðustu áramót tók Hafna- sjóður Fjarðabyggðar yfir rekstur hafnarinnar í Mjóafirði. Þrátt fyr- ir verulega aukna atvinnustarf- semi í Mjóafirði með tilkomu lax- eldis Sæsilfurs hafa tekjur hafnar- innar í Mjóafirði ekki aukist. Hins vegar hafa auknar hafnar- tekjur vegna þessarar starfsemi allar komið til hafnarinnar í Nes- kaupstað. Það þótti því rökrétt að sameina rekstur Mjóafjarðarhafn- ar við hafnirnar í Fjarðabyggð. Mikil aukning í vöruflutning- um um Eskifjarðarhöfn „Það hefur orðið gríðarleg veltu- aukning í Reyðarfjarðarhöfn og Eskifjarðarhöfn vegna aukinna vöruflutninga um höfnina. Eski- fjörður er umskipunarhöfn Eim- skipafélagsins og hingað kemur skip beint frá Evrópu. Það er eng- in spurning að það sem af er þessu ári má að stórum hluta rekja aukningu í vöruflutningum um Reyðarfjarðarhöfn til fram- kvæmda við Kárahnjúkavirkjun,” segir Jón Björn Hákonarson, upp- lýsinga- og kynningarfulltrúi Fjarðabyggðar, og telur nokkuð ljóst að í ljósi mikilla fram- kvæmda á Austurlandi næstu árin verði áfram mikil umsetning í vöruflutningum um bæði Reyðar- fjarðarhöfn og Eskifjarðarhöfn. Eins og áður segir munu fram- kvæmdir við nýja höfn vegna væntanlegs álvers Alcoa í Reyðar- firði hefjast á næsta ári. Áætlað er að hefja framkvæmdirnar í sept- ember og er við það miðað að þeim verði lokið á tveimur árum. Hins vegar er að því stefnt að strax um mitt ár 2005 verði unnt að taka hluta hinnar nýju hafnar í notkun þannig að mögulegt verði að skipa þar upp byggingarefnum vegna álversframkvæmdanna. Í þessari nýju höfn í Reyðarfirði verður byggður 380 metra hafn- arkantur og verður dýpi við hann 14,3 metrar, sem væntanlega er mesta dýpi við viðlegukant á Ís- landi. Fjarðaál mun hafa forgang að notkun hafnarinnar, en að öðru leyti verður hún opin öllum sem vilja hana nota. Stefnir í góða afkomu á Hafnasjóði Fjarðabyggðar á þessu ári: Ný höfn byggð á Reyðarfirði á næsta ári Eskifjarðarhöfn. Neskaupstaðarhöfn. Reyðarfjarðarhöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.