Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 38

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 38
38 AU S T U R L A N D Hann segir það árvisst að af- komendur frönsku sjómannanna komi og vitji leiða forfeðra sinna í grafreitnum á Fáskrúðsfirði. Skemmst er að minnast skútu- siglingamannsins franska sem kom hingað snemma í sumar og fann leiði afa síns. Allt til þessa dags hafði fjölskyldan talið mikl- ar líkur á að þessi franski sjómað- ur hafi drukknað. Albert segir að það hafi því verið afar tilfinninga- þrungin stund þegar Frakkinn af hreinni tilviljun fann leiði afa síns á Fáskrúðsfirði. Fjórða sumarið „Þetta er fjórða sumarið sem safn- ið er opið,“ segir Albert.. „Safnið hefur fengið mikla athygli og að- sóknin að því hefur verið mun meiri en ég bjóst við. Frakkarnir eru mun tíðari gestir hér en ég hafði látið mér detta í hug. Ég hef reynt að kynna safnið í Frakk- landi og þetta hefur því spurst út. Frakkar eru afar þakklátir Íslend- ingum fyrir þá hjálp sem þeir veittu frönsku sjómönnunum á sínum tíma. Aðbúnaðurinn um borð í skútunum var ekki upp á marga fiska og áður en sjúkrahús- skipin komu fengu veikir sjó- menn oft að koma í land og gista hjá fjölskyldum,“ segir Albert. Hann segir ekki alveg vitað af hverju frönsku sjómennirnir tóku svo miklu ástfóstri við Fáskrúðs- fjörð. „Þó er talið að þeir hafi fengið mjög góða þjónustu hér á Fáskrúðsfirði og annað hitt að skipalægi er mjög gott á firðin- um,“ segir Albert. Merkileg saga „Safnið er m.a. byggt upp á ljós- myndum, enda voru Frakkar mjög duglegir að taka myndir. Einnig eru hér munir sem tengj- ast sjómönnunum, spítölunum hér og eins eru munir sem tengj- ast franska konsúlnum. Auk þess höfum við sett upp ítarlega texta úr bók Elínar Pálmadóttur, Fransí-biskví. Okkur gekk ágæt- lega að útvega muni. Ég vissi um ýmsa hér á staðnum sem áttu muni sem tengjast þessum tíma og síðan höfum við fengið fjölda muna að gjöf. Í kjölfar þess að frönsku skúturnar strönduðu hér við land voru haldin uppboð og þannig eignaðist fólk ýmsa hluti úr þeim sem með tíð og tíma urðu hversdagslegir hlutir. Á blómatíma veiða fransmanna er vitað um fjögur hundruð skútur sem strönduðu við Ísland og milli fjögur og fimm þúsund Frakkar dóu hér. Hér á Fáskrúðsfirði er mest vitað um 100-120 skútur inni á firðinum og á hverri skútu voru 18-24 karlar. Það þarf því ekki að efa að í fásinninu hefur slíkur fjöldi aðkomumanna vakið mikla athygli og sett sterkan svip á mannlífið.“ Albert Eiríksson segir að sér hafi alltaf þótt saga fransmann- anna á Fáskrúðsfirði vera merki- leg og hann hafi því talið löngu tímabært að gera henni skil á staðnum. Því hafi hann látið slag standa og farið sjálfur í verkið. „Ég sé ekki eftir því, þetta hefur verið geysilega skemmtilegt verk- efni,“ segir Albert. Franski kirkjugarðurinn á Fáskrúðsfirði Í franska kirkjugarðinum á Fá- skrúðsfirði eru þekktar grafir 49 franskra og belgískra sjómanna. Þrátt fyrir mótmæli sóknarprests- ins á Fáskrúðsfirði á sínum tíma jarðsettu sjómennirnir vini sína í melnum utan við þorpið, sem síð- an er nefnt „Á krossum“. Á leiðin settu fransmennirnir trékrossa og fallega perlukransa. Eftir að veið- um Frakka lauk við Ísland var grafreiturinn sléttaður og steypt undirstaða minnismerkisins. Á stöplinum er ljóð eftir A. Cantel og nöfn þeirra sjómanna sem þekkt eru í grafreitnum. Eftirfar- andi vísukorn lýsir sjósókn frans- mannanna. Elles étaint une centaine qui s´en allaient tous les printemps au gré des flots, au gré des vents là-bas, vers l´Islande lointaine. Þeir héldu beint á hafsins svið, eitt hundrað skip er vorið leið, svo óralangt á Íslands mið hvar ólgusjór og vindur beið. Minnisvarði um franska sjómenn Við Skólaveg 54 á Fáskrúðsfirði er Hvað er „paysa“? Sagan um franskan upp- runa orðsins peysa er skemmtileg. Sagt er að franskir sjómenn hafi bent og kallað, þegar þeir sáu ís- lenska bændur: „paysan, paysan“, sem þýðir „bóndi, bóndi“. Íslendingar hafi mis- skilið orðið, haldið að verið væri að benda á prjónapeys- urnar þeirra og farið að kalla flíkurnar peysur. Þótt sagan sé góð er uppruni orðsins tæpast talinn franskur. Orðið er til í íslensku að minnsta kosti frá því á 16. öld í merkingunni „prjónuð bolflík við peysuföt“ og einnig í merkingunni „skinnkyrtill“ en hún er nú ekki lengur notuð. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blön- dals Magnússonar (1989:705) segir að óvíst sé hvort stofnhljóðið sé -ei- eða -ey- og að engin samsvörun sé til í grannmálunum. Hann telur því líklegast að orðið sé tökuorð og stytting úr miðlágþýsku eða miðhol- lensku og bendir á hollenska orðið wambuis og stytt- inguna buis sem merki „bolflík“ en það er einmitt síð- ari liðurinn sem gæti tengst peysunni. (Af vefnum www.faskrudsfjordur.is/fransmenn) VEIÐARFÆRAGERÐ HORNAFJARÐAR Alhliða víra- og veiðarfæraþjónusta Álaugarvegi 4, 780 Höfn Sími 478 1293 og 861 0260
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.