Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 42

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 42
42 AU S T U R L A N D „Það eru afar sterk öfl sem vilja leggja niður smábátaút- gerðina í landinu. Stórútgerðin vill fá til sín þær aflaheimildir sem smábátarnir eru að veiða til þess að hlutabréf þessara stóru fyrirtækja verði eftirsótt- ari. Ég hef stundum kallað þetta „hlutabréfafiskveiði- stjórnunarkerfi,“ segir Gunnar Hjaltason, formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi. Lítill áhugi á smábátaútgerð í Fjarðabyggð Gunnar segir að smábátaútgerðin skipti öllu máli í atvinnulífinu á nokkrum stöðum á Austurlandi, t.d. á Stöðvarfirði, Borgarfirði eystra og Djúpavogi. „Hérna í Fjarðabyggð sýnist mér sveitar- stjórnin hins vegar lítinn áhuga hafa á smábátaútgerð, enda er Síldarvinnslan ráðandi afl,“ segir Gunnar, sem var úti á sjó þegar Ægir náði tali af honum. „Það hefur verið mjög lélegt fiskerí hérna fyrir austan í sumar, þveröf- ugt við það sem var í fyrra. Hins vegar hefur eilítið verið að glæð- ast að undanförnu.“ Skelfilegt mál Á þessu fiskveiðiári fer fjöldi daga í dagabátakerfinu úr 21 í 19. Þetta segir Gunnar að sé skelfi- legt mál og hann trúir ekki öðru en þetta verði leiðrétt. „Þegar maður nefnir þetta við Árna Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, fær maður þau svör að svona séu lögin. En þá spyr ég: Hverjir settu þessi lög? Við höldum okk- ur stíft við þá kröfu að dagabát- arnir fái 23 daga - eða 552 klukkustundir,“ segir Gunnar, en þá er miðað við þann tíma sem bátarnir eru á sjó - frá því þeir leggja frá bryggju og þar til koma í land aftur. Gunnar bendir á að á 23 dögum og 19 dögum sé mikill munur - eða sem svarar tæpum hundrað klukkustundum. Heimsmet í niðurskurði Á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda var fyrir nokku rætt um fækkun daga í dagabáta- kerfinu niður í 19 og þar segir m.a.: „Eftir því sem næst verður komið eru 19 leyfilegir dagar standandi heimsmet hvað varðar niðurskurð í þessum efnum. Varla þarf að geta þess að þetta blasir að auki við á sama tíma og verið er að auka aflaheimildir svo um munar í nokkrum tegundum. Forysta stórútgerðarinnar hefur í langan tíma látið sem óð væri vegna afla þessara báta og jafnvel gengið svo langt að halda því fram að „umframafli“ þeirra tefði fyrir uppbyggingu þorskstofns- ins. Ítrekað hefur sú ótrúlega full- yrðing heyrst úr þeim herbúðum að þessir bátar væru í „frjálsri sókn“. Staðreyndin er hinsvegar sú að þessir bátar lifa við heimsmet í ófrelsi og með ólíkindum að á sama tíma og þessi staðreynd blasir við, guma stjórnvöld af því út um allan heim hversu frábært fiskveiðistjórnunarkerfið íslenska er.“ Vaxandi umsvif hjá Skútuklöpp Fyrir þremur árum var fiskverk- unarfyrirtækið Skútuklöpp stofn- að á Fáskrúðsfirði af þremur ein- staklingum og eigendum útgerð- ar smábátsins Narfa. Í kjölfarið á því að fyrirtækið fékk úthlutað 93 tonna byggðakvóta ákváðu eigendur fyrirtækisins að byggja fiskvinnsluhús á Stöðvarfirði og nú rekur það fiskverkun á báðum stöðum, þó fyrst og fremst á Stöðvarfirði. Guðni Ársælsson hjá Skútuklöpp segir að þessi rekstur standi og falli með smábátaút- gerðinni. Fyrirtækið sé í viðskipt- um við marga smábáta, fyrst og fremst á Stöðvarfirði, en einnig hafi afli verið keyptur af tveimur trillum frá Eskifirði, einni trillu frá Reyðarfirði og einni frá Fá- skrúðsfirði. „Til að byrja með vor- um við fyrst og fremst í vinnslu á saltfiski, en núna höfum við breikkað vinnsluna og seljum minni fiskinn ferskan út. Hann hefur bæði farið í gámum og Byggðakvótinn skipti sköpum - segir Guðni Ársælsson hjá Skútuklöpp á Stöðvarfirði, sem byggir vinnsluna á afla smábáta Yfir sumarmánuðina vinna sex menn að jafnaði hjá Skútuklöpp við að beita. „Það eru ákveðin vonbrigði að á sama tíma og kvótinn er aukinn hefur verðið fyrir ýsuna og steinbítinn farið lækkandi,“ segir Ólaf- ur Hallgrímsson, trillukarl á Borgarfirði eystra. Smábátar við bryggju á Borgarfirði eystra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.