Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 48

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 48
48 S J Á VA R Ú T V E G U R I N N O G E S B Ef aðildarsamningur Íslands að Evrópusambandinu kæmi til þjóðaratkvæðagreiðslu mundu sjávarútvegsmálin væntanlega ráða miklu um niðurstöðuna. Þar liggja megin átakalínurnar, bæði efnislega og tilfinninga- lega. Þjóðernishyggja getur hæglega byrgt mönnum sýn varðandi það hvaða kosta þeir eiga raunverulega völ. Þess vegna skiptir upplýsing og málefnaleg umræða miklu. Og það er mikilvægt að Íslending- ar geri upp við sig hvað það er sem þeir vilja vernda, og af hverju, því það væru þá vænt- anlega megin samningsmark- miðin. Það er líka mikilvægt að allir hagsmunir séu vegnir saman því sannarlega snýst full aðild að ESB um fleira en fisk- veiðar þó ekki sé margt eftir þar sem við gerðumst ,,áskrif- endur“ að um 80% af lagagerð- um sambandsins með EES- samningnum auk þess að vera aðilar að Schengen samkomu- laginu. Hin sameiginlega sjávarútvegsstefna Sameiginlega sjávarútvegsstefnan var mynduð um þær sérstöku að- stæður sem eru í Norðursjó og á hafsvæðinu umhverfis Bret- landseyjar. Þar var löngu fyrir hina sameiginlegu stefnu knýj- andi þörf fyrir sameiginlega fisk- veiðistefnu þar sem fiskar virða ekki lögsögu ríkja. ESB-ríkin fara hins vegar sjálf með stjórn fisk- veiða heima fyrir og getur sú stjórn verið mismunandi eftir ríkjum. Heildarafli hvers ríkis er ákvarðaður í ráðherraráði, skip- uðu sjávarútvegsráðherrum sam- bandsins. Þennan hátt hafa ríkin þurft að hafa á vegna þess að um sameiginleg hafsvæði og fiski- stofna er að ræða. Aðlögun en ekki undanþága Sú stefna á hinsvegar ekki sjálf- krafa við um önnur hafsvæði. Það segir ESB berum orðum í skýr- ingarorðum sínum um fiskveiðar í Miðjarðarhafi, þar sem Miðjarð- arhafsráðið ræður ríkjum, líkt og Eytrasaltsráðið í Eystrasalti. Að- lögun fiskveiðistefnunnar að að- stæðum hvers hafsvæðis virðist því fremur hluti fiskveiðistefnu ESB en undantekning. Þar sem hafið umhverfis Ísland er að mestu án sameiginlegra fiski- stofna með öðrum hafsvæðum ESB væri það í samræmi við fisk- veiðistefnu ESB, og nálægðarregl- una, að fundin yrði sérstök lausn varðandi stjórnsýslu þessa svæðis. Þegar fjallað er um aðlögun að reglum ESB er hollt að minnast þeirrar viðurkenningar sem fékkst á sérstöðu landbúnaðar Svíþjóðar og Finnlands við inngöngu þeirra í sambandið en þá varð til hug- takið „norðlægur landbúnaður“ sem leyfir meiri stuðning við landbúnað. Norski samningurinn 1994 Það er upplýsandi að fara yfir hvað var í samningi Norðmanna sem þeir felldu 1994. Þeir fengu viðurkenningu á mikilvægi sjáv- arútvegs síns. Í þeirra tilfelli er þó um svæðishagsmuni að ræða en ekki þjóðarhagsmuni eins og hjá okkur. Þeir þurftu ekki að greiða fyrir innganginn með veiðiheim- ildum. Viðurkennt var að viðmið- unarár varðandi veiðireynslu inn- an lögsögu þeirra væru árin 1989 til 1993. Reglan um hlutfallsleg- an stöðugleika tryggði þeim þannig sama veiðirétt áfram. Þeir gátu fengið framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála sambandsins. Einnig þriggja ára frest gagnvart erlendum fjárfestingum. Okkar samningsmarkmið Síðan Norðmenn sömdu hefur svokölluð nálægðarregla þróast mikið. Hún felur það í sér að taka á allar ákvarðanir á lægsta mögu- lega stjórnstigi og sem næst þeim sem við eiga að búa. Ef hagsmun- ir eru bundnir einstöku ríki, en varða hin ekki, þá sé eðlilegt að ákvörðunin sé tekin í viðkomandi ríki. Það er m.a. á grundvelli þessa sem Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, mótaði þá hug- mynd að aðlögun að sjávarútvegs- stefnu sambandisns sem nú er kennd við Berlín. Og þeirra for- dæma sem sambandið hefur gefið. Það er þess vegna eðlilegt að krefjast þess að hafið í kringum Ísland verði skoðað sem sérstakt hafsvæði, enda yrði Ísland eina ESB ríkið á þessu svæði og eina ríkið sem hefur hagsmuni af því hvernig veiðum þar er stjórnað. Það, ásamt beitingu nálægðar- reglunnar, ætti einnig að geta Aðildarviðræður við ESB og samnings- markmið Íslands „Það er hollt að rifja upp mál- flutning and- stæðinga EES- samningsins þeg- ar hér er komið sögu, en nú ligg- ur fyrir að engar af þeim hryllings- myndum sem þeir drógu upp hafa í raun gerst...“ Svanfríður Jónasdótt- ir, varaformaður Evrópusamtakanna, skrifar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.