Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 49

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 49
49 S J Á VA R Ú T V E G U R I N N O G E S B fært okkur einum ákvörðunarvald um heildarafla á svæðinu. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir að engir aðrir en Íslend- ingar fengju veiðirétt í lögsög- unni. Veiðireynslan skiptir máli Andstæðingar aðildarviðræðna halda því að þjóðinni að í viðræð- um við okkur yrði veiðireynslan frá 1973-1978 notuð og til að undirstrika málflutning sinn bregða þeir upp myndum að út- hafsflotum okkar fyrrum fjenda úr þorskastríðunum og er þar skemmst að minnast kosninga- auglýsingar ungra Sjálfstæðis- manna. Það er hollt að rifja upp málflutning andstæðinga EES- samningsins þegar hér er komið sögu, en nú liggur fyrir að engar af þeim hryllingsmyndum sem þeir drógu upp hafa raungerst, en hinsvegar ýmislegt jákvætt fylgt samningnum sem ekki var hægt að ræða af yfirvegun í aðdraganda samningsins. Enda vilja nú flestir þá Lilju kveðið hafa. Staðreyndin er nefnilega sú að þó við gæfum okkur að ekki næð- ist neinn árangur í samningavið- ræðum varðandi viðurkenningu á sérstöðu hafsvæðisins í kringum Ísland þá væri afar ólíklegt, og í algerri mótsögn við þá venju sem skapast hefur, ef Íslandi yrði boð- ið uppá veiðireynslu frá 1973- 1978. Veiðireynsla þessa tímabils var notuð í samkomulagi aðildar- ríkja ESB sem var gert árið 1983. En þegar Spánn gekk í ESB árið 1986 gátu þeir hins vegar ekki miðað við veiðireynslu sína fyrir útfærslu landhelginnar í 200 míl- ur árið 1977 og í samningi Nor- egs var miðað við veiðireynslu árin 1989-1993. Í aðildarsamn- ingi Íslands að ESB yrði því lík- legast miðað við þá veiðireynslu sem væri til staðar á þeim tíma sem samningurinn væri gerður. Íslendingar hafa setið nánast einir að veiðum í meira en tvo áratugi og því næsta öruggt að Ísland fengi allan kvóta innan íslensku lögsögunnar í samræmi við það. Ríki sem gengið hafa í ESB hafa einnig haldið réttindum sínum varðandi deilistofna á grundvelli hlutfallslega stöðugleikans. Svo er ágætt að muna, ef menn eru að missa trúna á að Íslendingar raun- verulega geti og kunni, að helstu óvinaherir úr landhelgisstríðun- um, úthafsveiðflotar Þjóðverja og Breta, eru nú að stærstum hluta eign fyrirtækja í eigu Íslendinga. Okkar hagsmunir og þeirra Á sjávarútvegssviðinu munu Ís- lendingar um fyrirsjánlega fram- tíð hafa áhrif bæði innan og utan ESB. Tekist hefur verið á við ESB og gerðir samningar við sam- bandið í ýmsum málum, ekki síst þeim sem tengjast sjávarútvegi; deilistofnum og útflutningi á af- urðum, enda fer langstærsti hluti sjávarafurða okkar til ESB-ríkja. Þegar slíkar samningaviðræður eru í gangi og sambandið gengur hart fram fyrir hönd sinna aðild- arríkja hafa andstæðingar aðildar- viðræðna bent á þá hörku til marks um við hverju væri að bú- ast ef Ísland gengi í ESB og er þá helst á þeim að skilja að þrátt fyr- ir aðild mundi sambandið áfram líta á Ísland sem andstæðing. Þetta er jafn fráleitt og ýmislegt annað sem notað er til að drepa umræðunni á dreif. Við getum varla vænst þess að ESB gæti sér- staklega hagmuna Íslands í sjáv- arútvegsmálum á meðan það kýs að standa utan sambandsins. Inn- an sambandsins yrði hins vegar tekið tillit til okkar hagsmuna, ekki síst af því það eru þjóðar- hagsmunir og enn eru ekki dæmi um það að ESB hafi troðið á grundvallarhagsmunum aðildar- þjóðar sinnar. Erlendar fjárfestingar Ólíklegt er að varanleg undan- þága fengist frá fjárfestingum er- lendra aðila í sjávarútvegi þó lík- legt megi telja að einhverra ára frestur fengist. Það má hins vegar velta því fyrir sér hve lengi bann við beinum fjárfestingum er- lendra aðila muni halda, nú þegar óbeinar fjárfestingar eru leyfðar, vitað er um erlent fjármagn í vinnslunni og talað er um að fá erlendra aðila inn í fisksölusam- tökin. Þá má reikna með að fisk- vinnslan krefjist í vaxandi mæli sambærilegs rekstrarumhverfis við þá vinnslu sem hún nú keppir við. Hættum að semja við okkur sjálf Ég hef nú fjallað um nokkur þau atriði sem jafnan eru í umræð- unni þegar talið berst að hugsan- legum aðildarviðræðum við ESB. Ég er sannfærð um að staða Ís- lands yrði afar sterk á sjávarút- vegssviðinu ef það gengi í sam- bandið. Þekking okkar og geta í sjávarútvegi er viðurkennd. Það er því eðlilegt samningsmarkmið að Ísland fái framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála rétt eins og stóð Norðmönnum til boða. Við þurf- um hins vegar að vita hvað við viljum og láta á það reyna í samn- ingaviðræðum. Öðruvísi fæst ekki niðurstaða. Þangað til munu menn halda áfram að semja við sjálfa sig og sumir að gefa sér af- leita niðurstöðu. Í raunverulegum samningum þarf það hins vegar ekki að verða veruleikinn. „Þekking okkar og geta í sjávar- útvegi er viður- kennd. Það er því eðlilegt samn- ingsmarkmið að Ísland fái fram- kvæmdastjóra sjávarútvegsmála rétt eins og stóð Norðmönnum til boða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.