Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 53

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 53
að standa þannig að málum að gæði vörunnar haldist í gegnum vinnsluferlið og alla leið á borð neytenda. Elvar nefnir að reglu- lega fundi gæðastjóri og vinnslu- stjóri um gæðamálin með starfs- fólki í vinnslusölum. Á hverjum fundi eru 5-6 starfsmenn.. „Þar fyrir utan hef ég fyrir reglu að funda með hverjum og einum starfsmanni í snyrtingu og pökk- un þar sem nánar er farið yfir þessi mál. Þessir einstaklings- fundir finnst mér vera afar mikil- vægir, því á þeim bera starfs- mennirnir á borð ýmsa hluti sem þeir vilja ekki ræða á fundum með fleiri starfsmönnum. Út úr þessum fundum fáum við oftar en ekki mjög gagnlegar upplýsingar sem við nýtum til þess að bæta það sem við teljum þörf á að bæta. Ég tel ákaflega mikilvægt að á milli starfsmanna sem vinna dags daglega við vinnslulínurnar og okkar sem berum ábyrgð á því að gæðamálin séu í lagi, ríki gagnkvæmt traust. Það er lykill- inn að því að við náum árangri.“ Stífar kröfur um hreinlæti Í fiskvinnslu eru gerðar mjög stíf- ar kröfur til starfsmanna um hreinlæti. „Allir skartgripir eru bannaðir inni í vinnslunni, ef giftingarhringurinn er undanskil- inn, og það sama á við um öll ilmefni. Starfsmönnum er gert að klæðast þar til gerðum hlífðarföt- um og hárneti og er hugsunin með því fyrst og fremst sú að verja afurðirnar fyrir óhreinind- um. Áður en starfsmenn fara inn í vinnslusal eiga þeir alltaf að þvo sér rækilega um hendur. Við erum með þrjú svæði - í fyrsta lagi útisvæði þar sem fólk kemur inn og skiptir um föt. Í öðru lagi eru innisvæði þar sem farið er í annan skófatnað áður en gengið er inn í vinnslusalinn. Og í þriðja lagi er síðan sjálfur vinnslusalurinn. Öll umferð ann- arra en starfsmanna um vinnslu- sali er bönnuð, nema þeir fái til þess sérstakt leyfi og fari að sett- um reglum.“ Til að forðast aðskotahluti Elvar er þess fullviss að gæðakröf- ur kaupenda fiskafurða muni ekki slakna á næstu árum, þvert á móti komi þær til með að herðast. Þetta segist Elvar þora að fullyrða í ljósi þess að fulltrúar kaupenda sem komi í heimsókn séu alltaf að gera stífari og stífari kröfur um ýmislegt er lýtur að vinnslunni. „Það er ekki svo að við verðum við öllum óskum kaupenda í þessum efnum. En engu að síður reynum við að koma til móts við þær eins og okkur er unnt,“ segir Elvar og bætir við að hann hafi oftar en einu sinni séð að í verk- smiðjum kaupenda ytra séu ekki gerðar sömu kröfur til ýmissa hluta varðandi hreinlæti og þeir gera til framleiðenda á Íslandi.“ Áður en framleiðsluvörur ÚA eru sendar á markað liggur leið vörunnar í gegnum málmleitar- tæki. Þetta er gert til þess að fyr- irbyggja að málmhlutir/aðskota- hlutir fari með fiskinum til neyt- enda. Elvar segist hafa séð um það dæmi hjá kaupendum íslenskra fiskafurða erlendis að því miður sé víða pottur brotinn í þessum efnum, hér á landi sem og í öðr- um löndum. „Ég hef séð með eig- in augum að stundum fara ýmsir óæskilegir hlutir með fiskinum til kaupenda. Í Bretlandi sá ég til dæmis hjá einum kaupanda ýmsa smáhluti sem hann hafði fundið í fiski í gegnum sitt eftirlit og meðal annars kom þessi fiskur héðan frá Íslandi. Þarna mátti til dæmis sjá eyrnalokka, hringi, límbönd, plástra, ýmiskonar málmhluti, karamellur og sæl- gætisbréf. Þetta sannaði fyrir mér hversu gríðarlega mikilvægt virkt gæðaeftirlit er í fiskvinnslunni hjá okkur. Ef þessir hlutir eru ekki í lagi, getur viðkomandi fyr- irtæki ekki svo auðveldlega snúið við blaðinu gagnvart viðskipta- vinum sínum, skaðinn getur verið varanlegur. Að sama skapi njóta þau fyrirtæki trausts sinna við- skiptavina sem leggja mikið upp úr því að hafa gæðamálin í lagi.“ Getum alltaf gert betur í dag en í gær Elvar brosir þegar þeirri spurn- ingu er varpað fram hvort hann líti á sig sem einskonar löggu í gæðamálunum. „Það má kannski orða það svo,“ segir hann. „Maður fylgist náið með því að hlutirnir 53 G Æ Ð A E F T I R L I T Elvar Thorarensen, gæðastjóri Brims. „Við erum með virkt inntökueftirlit á því hráefni sem við tökum inn í vinnsluna, í flökuninni, eftir að varan hefur verið snyrt og síðan að lokinni pökkun og frystingu.“ „Í Bretlandi sá ég til dæmis hjá einum kaupanda ýmsa smáhluti sem hann hafði fundið í fiski í gegnum sitt eftirlit og meðal annars kom þessi fiskur héðan frá Ís- landi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.