Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 55

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 55
55 S E A F O O D p l u s „Verkefnið er ekki hafið, en við reiknum með að það fari í gang um næstu áramót. Verkefnið hefur verið formlega samþykkt og nú er verið að fara yfir um- fang þess og vinnuferli og ég reikna með því að sú vinna verði í gangi fram að áramót- um,“ segir Sjöfn Sigurgísla- dóttir, forstjóri Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins, um viðamikið verkefni á vegum Evrópusambandsins um heil- næmi sjávarfangs sem Rf tekur þátt í. Raunar mun Guðjón Þorkelsson, sérfræðingur á Rf, stýra einum anga verkefnisins. Þetta verkefni, sem kallast „SEAFOODplus“ er eitt af sex matvælaverkefnum sem ESB styrkir næstu fimm árin. Það er til marks um það mat sem ESB leggur á verkefnið að tæplega sjö- tíu umsóknir bárust um styrki til fjölbreyttra rannsóknaverkefna. Átján þjóðir taka þátt í verkefninu Þetta verkefni er það umfangs- mesta sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hefur tekið þátt í, enda verður það í gangi næstu fimm árin. Samtals taka sautján þjóðir þátt í verkefninu og eru aðilar sem að því koma um átta- tíu. Meginmarkmiðið með verkefn- inu er að auka neyslu á fiski, rannsaka áhrif hans á heilsu og vellíðan fólks, stuðla að auknu ör- yggi sjávarafurða og frekari full- vinnslu sjávarfangs. Fimm verkefnaflokkar SEAFOODplus verkefnið sam- anstendur af 22 verkefnum sem má skipta í fimm meginflokka - næringarfræði, neytendur, öryggi, vinnslu og vöruþróun og fiskeldi, en auk þess gengur rekjanleiki sjávarafurða sem rauður þráður í gegnum alla anga verkefnisins. Í næringarfræði er lögð áhersla á að kanna áhrif sjávarfangs í mataræði á tíðni hjarta- og æða- sjúkdóma, krabbameins og sýk- inga. Í neytendarannsóknum verður kannað hvaða þættir hafa áhrif á neyslu sjávarfangs og leitað leiða til að laga sjávarafurðir að kröfum neytenda. Rannsóknir til að auka öryggi sjávarfangs munu m.a. beinast að því hvernig megi forðast sýkingar af völdum veira, gerla og biogeniskra amína í sjávarfangi. Varðandi vinnsluna verður sjónum beint að þróun nýrra af- urða og nýjum vinnsluferlum til framleiðslu á svokölluðu mark- fæði til að efla heilsu, tryggja næringargildi og öryggi matvæla. Í fiskeldisrannsóknunum verð- ur megináherslan á áhrif fóðurs, eldisaðferða, erfða og meðferðar við slátrun á gæði og eiginleika hráefnisins. Rekjanleiki verður þróaður frá lifandi fiski til neytendavöru svo hægt sé að rekja hvert atriði frá neytendum út á mið eða í fiskeld- isstöð. Hliðarverkefni sem verða rekin samhliða rannsóknarverkefnunum eru tækniyfirfærsla, þjálfun og miðlun upplýsinga. Íslenskir vísindamenn taka þátt í fimm ára ESB-rannsóknaverk- efni um heilnæmi sjávarfangs: Markmiðið er að auka fiskneyslu „Við höfum lagt mikið á okkur til þess að reyna að komast í þetta verk- efni og við getum ekki annað en verið sátt við útkomuna“ segir Sjöfn Sigurgísladóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.