Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 56

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 56
56 S E A F O O D p l u s Heildarkostnaður 4 milljarðar króna Eins og áður segir verður þetta viðamikla rannsóknarverkefni skipulagt til fimm ára og er heildarkostnaður verkefnisins áætlaður um 2,3 milljarðar ísl. kr, þar af verður verkefnið styrkt um 1,3 milljarða til 5 ára frá ESB. Verkefni Rf innan Seafood plus kosta um 25 milljónir á ári í 5 ár. „Við höfum lagt mikið á okkur til þess að reyna að komast í þetta verkefni og við getum ekki annað en verið sátt við útkomuna,“ segir Sjöfn og getur þess að fjölmargir vísindamenn komi að verkefninu hér á landi. „Auðvitað er ákveðinn heiður fyrir okkur að fá að taka þátt í þessu verkefni. Rf hefur vissulega tekið þátt í mörgum Evrópuverk- efnum áður, en þetta er það viða- mesta til þessa. Í þessu eru tölu- verðir fjármunir, en ég hef sagt að það mikilvægasta er að fá þau tækifæri sem í þessu felast og koma á tengslum við vísinda- menn í Evrópu, að fá að fylgjast með því nýjasta sem er að gerast á þessu sviði í dag.“ Íslendingar stýra tveimur verkefnum Sjöfn segir ekki tilviljun að rann- sóknarverkefni um heilnæmi sjáv- arafurða fái svo mikið vægi um þessar mundir innan ESB. „Ef við horfum til þess sem hefur verið að gerast á matvælasviðinu í Evrópu á síðustu þremur árum kemur í ljós að þar hefur ýmislegt miður gott gerst. Nefna má kúariðuna og díoxin í matvælum sem dæmi. Þetta hefur m.a orðið til þess að menn horfa í auknum mæli til þess að auka eftirlit með matvæl- um og leitast við að tryggja neyt- endum þannig heilnæma matvör- ur. Innan þessa stóra verkefnis- ramma stýrir Guðjón Þorkelsson, sérfræðingur á Rf, verkefni sem fjallar um nýtingu og vinnslu á próteinum og hvernig hugsanlega sé unnt að nýta prótein úr sjávar- fangi betur en gert er í dag. Inga Þórsdóttir, prófessor í næringar- fræði innan matvælaskorar Há- skóla Íslands, mun einnig stýra öðrum hluta verkefnisins sem lýt- ur að næringarfræði og t.d. mun hún rannsaka tengsl á milli hold- arfars fólks og neyslu fiskmetis, ekki síst hjá börnum. Það er ljóst að vísindamenn hér innanlands munu þannig hafa náið samband um vinnslu á þessum tveimur verkefnum,“ segir Sjöfn. Hjólin byrja að snúast á næsta ári „Næstu drög að verkefnunum verða send til Evrópusambandsins þann 1. október, en samningum um þau á að vera lokið um ára- mót þannig að hin eiginlega rannsóknarvinna geti hafist í byrjun næsta árs,“ segir Sjöfn. „Auk próteinsverkefnisins er gert ráð fyrir að okkar starfsmenn komi einnig að þeim hluta sem snýr að matvælaöryggi, örverum og áhættugreiningu. Íslendingar eru sem sagt að stýra tveimur af tuttugu og tveimur verkefnum í SEAFOODplus, sem verður að teljast mjög góður vitnisburður um íslenska vísindamenn,“ segir Sjöfn og telur mikilvægt að gott samstarf verði við sjávarútvegsfyr- irtæki hér á landi um ýmsa þætti rannsóknarvinnunnar. Lögð er áhersla á að kynna mjög rækilega allar niðurstöður af þeim rannsóknum sem framundan eru, bæði á meðan á rannsóknarvinnunni stendur og einnig þegar verkefninu lýkur eftir fimm ár. „Okkur er það mikilvægt að eiga gott samstarf við erlenda vís- indamenn á þessu sviði og það er enginn vafi í mínum huga að þátttaka í svona víðtæku verkefni opnar okkur ákveðnar leiðir til frekari rannsókna á komandi árum innan Evrópusambandsins,“ segir Sjöfn. Hafið samband við skrifstofuna í símum: 0049-471-74494 og 0049-471-76890 Fax: 0049-471-75107 GSM: 0049-171-950-1000 Netfang: isey-hhh@t-online.de Heimasíða: www.isey.de ÍSEY FISCHIMPORT GmbH Fischkai 15, 27572 Bremerhaven Samúel Hreinsson, heimasími 0049-4703-1645 - GSM 0049-171-950-1000 Þýskaland Seljum fisk úr gámum og veitum íslenskum skipum alla hugsanlega þjónustu í Þýskalandi. Útvegum einnig veiðarfæri og varahluti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.