Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 57

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 57
57 S E A F O O D p l u s Þekkt er að tíðni ýmissa sjúk- dóma er lægri meðal þjóða þar sem fiskneysla er tíð. Tíðni sykursýki af gerð tvö er til að mynda mun lægri á Íslandi en í nágrannalöndunum auk þess sem munur sést á tíðni hjarta- og æðasjúkdóma og á blóð- þrýstingi. Mjög ólíklegt er að ástæðan sé eingöngu fiskneysla þjóðarinnar, en þó hafa áhrif omega-3 fitusýra, sem eru í talsverðu magi í fiski og fiskafurðum, verið mikið rann- sökuð og er margt sem bendir til verndandi áhrifa þeirra gegn ýms- um sjúkdómum. En fiskur inni- heldur einnig aðra þætti sem gætu, eins of fitusýrurnar, haft verndandi áhrif. Mjög nýlegar rannsóknir benda til þess að fiskprótein gætu stuðlað að betri blóðsykurstjórnun, lækkað blóð- þrýsting og bætt blóðfitusam- setningu. Áætlaður kostnaður um 200 milljónir króna Verkefnið YOUNG, sem stýrt er af Ingu Þórsdóttur prófessor í næringarfræði við Háskóla Ís- lands, samanstendur af þremur verkefnum. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 200 milljónir króna og um er að ræða samstarfsverkefni fimm þjóða (Ís- lands, Spánar, Írlands, Portúgal og Danmerkur). Meginmarkmið rannsóknarinnar er að auka þekk- ingu á næringarfræðilegum áhrif- um lífvirkra efna í fiski sem nýst gæti í heilsueflingu og forvörnum sjúkdóma meðal ungra evrópskra fjölskyldna. 320 sjálfboðaliðar taka þátt Í stærsta verkefninu munu 320 ungir, of þungir, sjálfboðaliðar frá þremur löndum (Íslandi, Spáni og Írlandi) taka þátt í íhlutandi rannsókn. Meginmarkmið íhlut- unarinnar felst í því að nú verður í fyrsta sinn mögulegt að bera saman áhrif fiskifitu og fiskpróteina, auk heildar fiskneyslu á ýmsar heilsufarslegar breytur, sem meðal annars tengj- ast ofþyngd og fitudreifingu í lík- amanum. Það má velta því fyrir sér hvort minnkandi fiskneysla landans eigi þátt í mikilli aukn- ingu á ofþyngd og offitu síðustu áratugina. Niðurstöður verkefnis- ins munu gefa upplýsingar um það og gætu þær nýst í heilsuefl- ingu bæði hérlendis og erlendis í framtíðinni. Verkefnið er einnig gríðarlega mikilvægt fyrir ís- lenskan fiskiðnað, ekki síst ef nið- urstöður verkefnisins benda til þess að fiskprótein hafi góð heilsufarsleg áhrif og gætu nýst í baráttunni gegn ofþyngd og offitu. Fiskafurðaneysla mæðra á meðgöngu Ófrískar konur og börn þeirra er viðfangsefni hinna verkefnanna tveggja í „YOUNG“. Mjög góðar upplýsingar eru til hérlendis um neyslu fisks og fiskafurða meðal 500 ófrískra kvenna. Í YOUNG er ætlunin að rannsaka börn þess- arra kvenna og varpa ljósi á hvaða áhrif fiskafurðaneysla mæðra á meðgöngu hafi á heilsu barna þeirra. Slík rannsókn hefur ekki verið gerð annarsstaðar í heimin- um og er Ísland kjörinn vettvang- ur slíkrar rannsóknar vegna sterkra hefða í fisk og lýsisneyslu. Að lokum snýr eitt verkefnið að ófrískum konum og fæðingar- þunglyndi, en þessi hluti mun fara að mestu leyti fram í Dan- mörku í samstarfi við Sjúrð Ol- sen. Hann hefur um árabil rann- sakað áhrif omega-3 fitusýra á fósturþroska og -vöxt. Tilgátan er sú að fisksneysla á meðgöngu geti komið í veg fyrir eða minnkað líkur á fæðingarþunglyndi og eru eldri rannsóknir þar lagðar til grundvallar. Alls verða rannsak- aðar um 100 þúsund konur. (Millifyrirsagnir eru blaðsins) YOUNG-verkefninu stýrt frá Íslandi „Mjög góðar upplýsing- ar eru til hérlendis um neyslu fisks og fiskaf- urða meðal 500 ófrískra kvenna. Í YOUNG er ætlunin að rannsaka börn þessarra kvenna og varpa ljósi á hvaða áhrif fiskafurðaneysla mæðra á meðgöngu hafi á heilsu barna þeirra.“ Inga Þórsdóttir, pró- fessor í næringar- fræði, skrifar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.