Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 59

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 59
59 S E A F O O D p l u s aðferða, lífeðlisfræði, erfða og meðferðar fyrir slátrun eldisfisks. Markmiðið er að finna málamiðl- un á milli „verksmiðjufram- leiðslu“ og krafna neytenda um hollar matvörur í hæsta gæða- flokki, sem jafnframt eru siðferð- islega ásættanlegar, þ.e. matvæli sem hafa lítil áhrif á umhverfið, hvort sem um er að ræða veiðarn- ar sjálfar eða framleiðsluaðferðir. Ákveðin rekjanleikakerfi verða síðan prófuð á alla keðjuna, frá lifandi fiski til neytendavöru, svo hægt verði að rekja hvert atriði til baka frá neytendum út á mið eða í fiskeldisstöð, þ.e. „frá maga til haga.“ Hliðarverkefnin eru á sviði tækniyfirfærslu (demonstration), þjálfun og miðlun upplýsinga og stjórnun hópa og alls verkefnis- ins. Skráðir þátttakendur í SEAFOODplus eru um 80, en auk þess mun fjöldi annarra aðila, mest úr iðnaðinum, koma að verkefninu. Íslenskir aðilar taka þátt í tæp- lega þriðjungi rannsóknarverk- efnanna eða átta alls og þar af stjórna þeir tveimur þeirra. Einnig er fulltrúi frá Íslandi í stjórn verkefnisins. Verkefni undir stjórn Rf Lífvirk efni og bindiefni úr aukafurðum og uppsjávarfisk- um. Markmiðið með verkefni um lífvirk efni og bindiefni úr auka- afurðum og uppsjávarfiskum, er að þróa aðferðir til að framleiða bindiefni og fæðubótaefni úr aukafurðum og uppsjávarfiskum. Tíu aðilar frá fjórum löndum vinna saman í verkefninu. Þar af eru þrjár rannsóknastofnanir, Rf á Íslandi, Ifremer í Frakklandi og Ipimar í Portúgal, þrjú fyrirtæki, Primex á Íslandi, CTPP í Frakk- landi og Marinova í Danmörku, auk fjögurra háskóla í Frakklandi. Guðjón Þorkelsson á Rf stjórnar verkefninu. Verkefnið skiptist í nokkra hluta: • könnun á magni, dreifingu og eiginleikum þess hráefnis sem kemur til greina að prófa • framleiðsla og einangrun á fiskpróteinum með nýjum vinnsluaðferðum • framleiðsla á niðurbrotnum próteinum af mismunadi gerð með ensýmum og fleiri aðferð- um. • mælingar á vinnslueiginleik- um og lífvirkni • mælingar á stöðugleika og bragði • uppskölun í verksmiðjum fyr- irtækjanna. Prótein Afurðirnar úr framleiðslutil- raununum verða nokkrar blöndur með próteinum sem hefur verið sundrað mismikið. Þessi aðskiln- aður á blöndum eftir magni sundrunar er lykillinn að því að geta annars vegar framleitt fiskprótein sem hægt er að nota sem bindiefni í fiskiðnaði eða öðr- um matvælaiðnaði og hins vegar prótein sem hægt væri að nota sem fæðubótarefni og í heilsu- fæði. Hugsanleg lífvirkni mikið sundraðra próteina, þ.e. peptíða úr sjávarfangi, er sennilega mest spennandi hluti verkefnisins. Með lífvirkni er átt við áhrif á líkamsstarfsemina þannig að komið sé í veg fyrir eða hægt á þróun sjúkdóma. Áhrifin geta verið krabbameinshemjandi, til lækkunar á blóðþrýstingi, til stjórnunar á matarlyst, til að eyða eða koma í veg fyrir bólgur, til að efla mótstöðuafl. o.fl. Mikilvægt verkefni Verkefnið gæti verið fyrsta skrefið í löngum ferli. Fyrst þarf að vera hægt að framleiða efnin. Til þess þarf að þróa vinnsluferla til að komast yfir þær hindranir sem í dag eru á vinnslu þessara vöruteg- unda. Síðan þarf að staðfesta virkni þeirra með sérhæfðum mælingum. Loks þarf að sanna að þau virki eftir að þeim hefur verið bætt í markfæði og þeirra neytt. Því er nauðsynlegt að vera í nánu samstarfi við næringarfræðinga í verkefni eins og þessu. Verkefnið skiptir miklu máli fyrir hagsmuni sjávarútvegsins. Mikilvægt er að sjávarútvegur í allri Evrópu styðji og fylgist vel með þessari þróun, því rannsóknir sem þessar er í fullum gangi bæði í Austur-Asíu og Norður-Amer- íku. Þá er annar matvælaiðnaður í heiminum, eins og t.d. mjólkur- iðnaður og sojapróteiniðnaður, kominn miklu lengra í þessari þróun heldur en fiskiðnaður. (Millifyrirsagnir eru blaðsins) Næringarfræði Íslensk þátttaka 1 – Áhrif fiskneyslu á að halda niðri ristilbólgum og koma í veg fyrir ristilkrabbamein 2 – Fiskneysla og heilsa ungs fjölskyldufólks í Evr- ópu 3 – Efnaskipti omega3 fitusýra og hjartasjúkdómar Hegðun og vellíðan neytenda í Evrópu 4 – Neysla sjávarfangs. Þættir sem hafa áhrif á við- horf, val og skoðanir neytenda. 5 – Bætt bragðgæði sjávarfangs fyrir neytendur 6 – Upplýsingar og samskipti. Mat á þörfum neyt- enda fyrir sjávarfang og þróun á virkum sam- skiptum um sjávarfang. 7 – Mat neytenda og vilji til að kaupa tilbúna skyndirétti og aðrar vörur úr sjávarfangi. Öryggi sjávarfangs - áhætta og kostir 8 – Þróun staðlaðrar viðmiðunaraðferða til grein- inga á ákveðnum vírusum 9 – Aðgerðir til að draga úr svæðisbundinni áhættu við framleiðslu á skelfiski 10 – Hraðvirkara mat á överumengun við veiðar og vinnslu á sjávarfangi 11 – Biogenic amines in seafoods - assessment and management of consumer exposure (BIOCOM). Biogenisk amín í sjávarfangi. Mat og aðgerðir til að koma í veg fyrir snetringu við neytendur 12 – Samþætt kerfi um áhættugreiningu Frá uppruna í neytendavörur 13 – High-added value functional seafood products for human health from seafood by- products by innovative mild processing (PROPEPHEALTH). Lífvirk efni úr aukafurðum og uppsjávarfiskum. 14 – Hindrunartækni til að auka gæði og öryggi sjáv- arrétta 15 –\Hindrun á þránun til að viðhalda heilnæmi og gæðum sjávarfangs. 16 – Þróun á nýjum vörum úr sjávarfangi með lífvirka efnisþætti úr sjávarfangi eða plöntum til að bæta heilsu neytenda. Fiskeldi 17 – Erfðir og lífeðlisfræði gæðaþátta eldisfisks 18 – Siðferðislegir gæðaþættir fiskeldis. Hlutverk eld- isaðferða og framleiðslukerfa. 19 – Bestun aðstæðna fyrir slátrun eldisfisks til að hámarka gæði Rekjanleiki 20 – Aðferðir 21 – Notkun 22 – Vottun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.