Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 65

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 65
65 F I S K Ú T F L U T N I N G U R „Við teljum okkur merkja sam- drátt í útflutningi á ferskum fiski í gámum miðað við sama tíma í fyrra,“ segir Pétur Már Helgason hjá sjávarútvegsþjón- ustu Eimskips, sem kann að skýrast af þeirri aukningu sem hefur orðið í útflutningi á svokölluðum flugfiski. „Að öðru leyti finnst mér mynstrið í útflutningi sjávaraf- urða ekki hafa breyst svo mjög að undanförnu. Þó má nefna að í fyrra fluttum við töluvert af iðn- aðarrækju úr Barentshafinu frá Noregi, en þeir flutningar hafa dottið niður en þess í stað flytjum við mikið af iðnaðarrækju og soð- inni rækju frá Nýfundnalandi og hingað til Íslands og Danmerk- ur,“ segir Pétur Már. Þéttriðið flutninganet Flutninganet Eimskips er þéttrið- ið bæði vestan hafs og austan. Í Evrópu er fiskur fluttur á sömu staði og áður. Helstu hafnirnar eru Immingham í Bretlandi, Rotterdam í Hollandi og Ham- borg í Þýskalandi. Ferski gáma- fiskurinn er fyrst og fremst að fara til Bretlands, á Humberside svæðið, þar sem hann er boðinn upp á fiskmörkuðum. Pétur Már nefnir að áætlunin sé á þann veg að skipin fari frá Vestmannaeyj- um á fimmtudagskvöldum og séu komin til Bretlands á sunnudög- um og því er unnt að bjóða þenn- an fisk upp á mánudagsmorgn- um. Því næst oft að bjóða upp fisk í Bretlandi af Íslandsmiðum sem aðeins er fjögurra sólarhringa gamall. „Þá flytjum við töluvert af frystri rækju til Árósa í Dan- mörku og þurrkuðu afurðirnar fara til Hamborgar og eru þaðan fluttar niður til Nígeríu. Ham- borg er langstærsta umskipunar- höfnin. Þangað flytjum við einnig sjávarafurðir sem fara austur til Asíu. Vörur sem fara til Þýska- lands fara frá Reykjavík á fimmtudögum og eru í Hamborg á þriðjudögum,“ segir Pétur Már. Pétur Már segir greinilegt að fiskverkendur fylgist betur en áður með þeim hræringum sem eru stöðugt að eiga sér stað á fisk- mörkuðunum ytra og því séu menn að færa sig milli verkunar- aðferða eftir því hvernig vindarn- ar blása á mörkuðunum. Þeir sem hafi til þess aðstæður sendi þannig út gámafisk í dag, en verki fisk í flug næsta dag. Sem stendur virðist flugfiskurinn vera í sókn og því liggur aukningin ekki síst þar. Rækja flutt frá Argentia til Ís- lands og Danmerkur Ef horft er í vestur fara flutninga- skip Eimskipa til Argentia á Ný- fundnalandi, „og það kemur fyrir að við flytjum þangað frosinn karfa. Til Shelbourne í Kanada flytjum við saltaðan fisk og einnig frystan fisk frá Rússlandi, sem kemur til Íslands með flutn- ingaskipum frá Norður-Noregi og er settur í gáma í Reykjavík og fluttur áfram vestur. Boston er aðal höfnin fyrir SH og síðan end- um við í Newport News þar sem SÍF er með verksmiðju. Í baka- leiðinni komum við í Argentia og fyllum skipið með iðnaðarrækju til Íslands og sjósoðinni rækju fyrir Evrópu, sem við afsetjum í Árósum í Danmörku.“ Eimskip flytja mikið magn af iðnaðarrækju frá Argentia á Ný- fundnalandi til Íslands - rækja sem er veidd á Flæmska hattinum. Minni flutningar á fersk- um fiski í gámum Goðafoss, skip Eimskipafélagsins í Eskifjarðarhöfn. Á myndinni má einnig m.a. sjá Hólmaborg, skip Eskju á Eskifirði, og Tjald frá Rifi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.