Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 76

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 76
76 F I S K V I N N S L A misserum er veruleg ógnun við ís- lenska fiskvinnslu,” segir Magnús H. Baldursson. „Við skulum hafa það í huga að flutningskostnaður á óunnum fiski, sem veiddur er í Atlantshafinu, til Kína og síðan á afurðum sem fluttar eru frá Kína á markað í Vestur-Evrópu og Amer- íku er ótrúlega lítill. Að ekki sé minnst á vinnulaunin í Kína sem eru aðeins agnarlítið brot af því sem við þekkjum á Vesturlönd- um. Í mínum huga hafa lítil frystihús hér á landi, sem eru tæknilega vanbúin, sáralitla möguleika í þessari samkeppni. Okkar svar felst að mínu mati í því að hamra á því að við séum að bjóða einfrystan gæðafisk, sem sé betri vara en tvífrystur fiskur. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að þetta er ákveðnum vandkvæð- um bundið vegna þess að þeim kaupendum fer fækkandi sem gera ríkar kröfur um að fiskurinn sé einfrystur. Þeim kaupendum fer hins vegar fjölgandi sem líta fyrst og fremst á hvað varan kostar og þeir segja sem svo að gæði á framleiðsluvörum Kínverja séu nú orðin ásættanleg. Ég tel að okkar svar liggi líka í því að leggja á það áherslu að auka tæknivæðinguna í land- vinnslunni enn frekar þannig að við náum kostnaðinum á hverja einingu enn frekar niður. Þess vegna tel ég að tæknivæddari landvinnsluhús hér á landi verði líklegri til þess að standa sig í þessari samkeppni í framtíðinni en minni húsin sem e.t.v. hafa ekki fjárhagslega burði til þess að fara í fjárfrekar breytingar í vinnslunni,” Er ferskfiskútflutningur svarið? Magnús bendir á að hérlend fisk- vinnsla hafi nú þegar brugðist á vissan hátt við þessari samkeppni með stórauknum útflutningi á ferskum fiski. „Þessi útflutningur mun eflaust aukast enn frekar ef markaðurinn tekur við þeirri aukningu. Því má ekki gleyma að flutningurinn á ferska fiskinum í flugi er mjög dýr og ef verulegar verðlækkanir verða á ferska fisk- inum eins og í frysta fiskinum gæti grundvellinum verið kippt undan þessum útflutningi. Verið er að skoða möguleika á flutningi á ferskum fiski í gámum sem gæti lækkað flutningskostnað. Töluverðar sveiflur hafa einnig einkennt þennan markað, bæði hvað varðar framboð og eftir- spurn, en íslensk fiskvinnsla hefur alla burði til að standa sig vel á þessum markaði.” Úr sveit í fiskinn Eins og áður segir hafa orðið stór- stígar framfarir í gæðamálum í fiskvinnslunni í Kína. Kínverjar leggja sig fram um að verða við öllum óskum og kröfum markað- aðarins á Vesturlöndum og starfs- fólk er meðvitað um mikilvægi þess að gæðin séu í lagi. Þeir sem hafa kynnt sér fiskvinnsluna í Kína segja að stór hluti starfsfólks sé ungt sveitafólk sem starfar tímabundið í fiskvinnslufyrir- tækjunum til þess að ná sér í dá- gott skotsilfur áður en það fer aft- ur heim í sveitina til þess að stofna heimili. Þó svo að okkur finnist launin vera lág, þá eru 8- 10 þúsund krónur á mánuði veru- leg búbót fyrir þetta fólk. Óskum útgerð og áhöfn Grindvíkings GK-606 til hamingju með nýja skipið Reykjavíkurvegi 70 - 220 Hafnarfjörður Sími 555 2811 - Fax 565 0140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.