Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 80

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 80
80 F Y R I RT Æ K J A K Y N N I N G Meginmarkmið okkar er að veita fyrirtækjum í sjávarútvegi alhliða þjónustu í sölu umbúða og rekstrarvara. Með slagorðinu „Allt á einum stað” undirstrik- um við að viðskiptavinurinn þarf ekki að leita annað þegar hann hugar að umbúðum fyrir vörur sínar og rekstrarvörum fyrir framleiðsluna. Mikil samkeppni er í þessari at- vinnugrein og hlutirnir gerast hratt. Því verða allir að vinna sam- an að einu markmiði, að framleiða vöruna og koma til þeirra sem kaupa, á sem hraðastan og öruggastan hátt. Persónuleg þjónusta er nauðsynleg í þessari starfsemi. Allar ákvarðanir eru teknar af fólki í greininni, fólki sem verður að geta treyst sínum samstarfsaðilum. Við hjá Icelandic umbúðir höfum þetta að leiðarljósi. Við gerum okkar besta til að veita ör- ugga, alhliða þjónustu við allar aðstæður. Við lítum svo á að sala og flutningur vörunnar sé aðeins hluti þeirrar þjónustu sem við veitum. Ráðgjöf og aðstoð ýmiss konar vega einnig mjög þungt. Viðskiptavinir okkar verða að geta treyst á okkur þegar kemur að hönnun umbúða, frágangi og út- færslu. Þá veitum við ráðgjöf í flestu sem snýr að reglum og hefðum hinna ýmsu svæða sem viðskiptavinir okkar ætla sér að starfa á. Þetta er sjálfsögð þjónusta af okkar hálfu því hagur við- skiptavina okkar er okkar hagur. Við bjóðum viðskiptavinum okkar besta mögulega verð hverju sinni. Hvergi er slakað á kröfum um gæði og öryggi en við tryggjum hagstætt verð með magninnkaupum og sameigin- legri vinnslu innkaupapantana frá mörgum viðskiptavinum í senn, svo dæmi séu tekin. Við hjá Icelandic umbúðir erum ekki að leita viðskipta úti um víðan völl alla daga, heldur þjónum skýrt afmörkuðum hópi viðskiptavina sem við þekkjum vel. Innan þessa hóps eru frysti- hús víðsvegar um landið og tugir frystiskipa, innlendra og er- lendra. Þessir aðilar verða að geta treyst því að við þekkjum þarfir þeirra og getum brugðist við þeim. Þeir eru eðlilega kröfuharðir þegar kemur að afhendingu, áreiðanleika og skil- virkni og út frá þessu vinnum við. Fyrirtæki í greininni þekkja vel hve skaðlegar allar tafir og óvissa geta verið. Icelandic umbúðir setja því áreiðanleika, traust og öryggi í forgang. Salan sem slík er aðeins hluti af ferl- inu, þjónustan og eftirfylgnin skipta ekki minna máli. Icelandic umbúðir velja sér samstarfsaðila af mikilli kost- gæfni. Gæði umbúða og merkingar og ending og öryggi hlífðar- fatnaðar eru alvörumál í þessari grein. Við veljum okkur trausta birgja, fyrirtæki sem leggja mikinn metnað í að vera fremst á sínu sviði hverju sinni. Þetta samstarf hefur verið farsælt, enda ráða miklar kröfur um gæði og áreiðanleika ferðinni þar eins og hjá okkur. Viðskiptavinir Icelandic umbúða geta leitað sér upplýsinga hjá okkur um pantanir á Netinu. Á Iceport, sem er sérlausn Icelandic umbúða, geta þeir skoðað reikninga og umbúðaupp- skriftir eða athugað viðskiptastöðu, allt eftir þörfum hvers og eins. Einar Már Guðmundsson, Icelandic umbúðir Icelandic umbúðir Einar Már Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.