Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 81

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 81
81 „Við leggjum aukna áherslu á flutninga á sjávarafurðum og teljum okkur geta boðið viðskiptavinum þau verð og þá þjónustu sem þeir eru að leita eftir. Fram að þessu höfum við fengið mjög góð viðbrögð og ég er þess fullviss að við munum áfram bæta okkar stöðu á markaðnum,” segir Egg- ert H. Kjartansson, forstöðumaður útflutningsdeildar Atl- antsskipa. Atlantsskip ehf er aðeins fimm ára gamalt fyrir- tæki, en hefur nú þegar náð góðri fótfestu í flutningum frá Íslandi til og frá Ameríku og Evrópu. Auk þess útvíkkuðu eigendur Atlantsskipa ehf starfsemina sl. sumar með því að stofna Atlantsolíu. Fram að þessu hefur Atlantsolía selt olíu til stórkaupenda, þar á meðal útgerðarfyrirtækja, en á næstu misserum hyggst fyrirtækið hasla sér frekar völl á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði m.a. með opnun bensín- stöðva. Atlantsskip er með fastar áætlunarsiglingar á tólf daga fresti milli Njarðvíkur og Norfolk í Bandaríkjunum og frá Kópavogi siglir félagið á tíu daga fresti til Esbjerg í Danmörku og Rotter- dam í Hollandi. „Við höfum verið að flytja út sjávarafurðir fyrir nokkra stóra framleiðendur hér á landi, fyrst og fremst frosnar afurðir. Á síð- asta ári hófum við fastar áætlunarsiglingar til Evrópu, þ.e. Esbjerg og Rotterdam. Í kjölfarið fórum við í markvissa mark- aðssókn gagnvart flutningum fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Við höfum á þessum stutta tíma náð að mínu mati góðum árangri og vöxturinn hefur verið greinilegur.” Eggert segir að nýverið hafi Atlantsskip gert samstarfssamn- ing við Yang Ming Line í Kína um áframflutning til allra hafna í Asíu. Einnig höfum við gert samninga við önnur skipafélög um flutninga á hafnir við Miðjarðarhafið. Skandinavía, Balkan- löndin og Rússland eru í flutninganeti okkar auk þess sem skreiðarflutningar munu hefjast mjög fljótlega til Nígeríu. Þetta þýðir að við höfum verið að þétta okkar flutninganet, enda segjum við okkar viðskiptavinum að við tryggjum að varan komist á áfangastað á sem stystum tíma. Við bjóðum aðilum í sjávarútvegi upp á alhliða þjónustu. Þetta þýðir að við tökum að okkur að landa aflanum beint í gáma og þeim verði síðan komið á áfangastað. Eftir að Atlants- olía hóf starfsemi sl. sumar erum við núna í stakk búnir að bjóða útgerðaraðilum líka upp á fullkomlega samkeppnishæft verð og gæði á olíu,” segir Eggert. Hjá Atlantsolíu sér Finnur Jónsson um að veita upplýsingar um verð og afhendingarskilmála. „Kaupum okkur ekki flutninga“ Sem kunnugt er eru tveir risar fyrir á hérlendum skipaflutn- ingamarkaði; Eimskip og Samskip. Því er eðlilegt að spurt sé hvort Atlantsskip freisti þess að ná viðskiptavinum með því að bjóða þeim lægra verð en hin skipafélög- in? „Við kaupum okkur ekki flutn- inga. Við höfum hins vegar þá stefnu að bjóða mönnum bestu verð og þjónustu sem gerist á Eyrinni hverju sinni. Þessi stefna hefur gefist okkur vel til þessa og ég heyri ekki annað en viðskiptavinir okkar séu ánægðir. Það sýnir sig að þau verð sem við erum að bjóða eru sanngjörn og þess vegna eru fyrirtæki að færa viðskipti sín yfir til okkar. Ég tel að við meg- um vera vel sáttir við okkar hlut á markaðnum það sem af er, en við erum bara rétt að byrja,” segir Eggert sem telur að rými sé fyrir Atlantsskip á íslenska markaðnum. „Það er alltaf rými á markaðnum fyrir fyrirtæki sem getur boðið hagstætt verð, góða og persónulega þjónustu,” segir hann. „Við verðum einnig að gera okkur grein fyrir því að undanfar- ið hefur verið töluverður þrýstingur á um verðlækkanir á sjávar- afurðum og það þýðir að framleiðslufyrirtækin verða að leita allra leiða til þess að lækka kostnaðinn. Stór liður í því er að leita hagstæðustu kjara fyrir flutninga afurðanna á erlenda markaði,” segir Eggert. Stærra gámaskip í Evrópusiglingum Til marks um aukna spurn eftir flutningum Atlantsskipa milli Íslands og Evrópu tekur félagið á næstu vikum í notkun annað og drjúgt stærra gámaskip en nú er í siglingum milli Íslands og Evrópu. Þá segir forstöðumaður útflutningsdeildar Atlantsskipa að félagið leggi mikla áherslu á að bjóða ætíð upp á nýja og vel útbúna gáma. Nýlega bættust nýir 40´ft Carlise frystigámar við í tækjaflota skipafélagsins við þá sem voru fyrir. Atlantsskip vinnur eingöngu með nýja eða nýlega frystigáma sem tryggir hámarksöryggi í rekstri. Leggjum mikla áherslu á sjávarafurðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.