Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 6

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 6
6 P I S T I L L M Á N A Ð A R I N S Í Ægi er að þessu sinni fjallað um þá alvarlegu stöðu sem við blasir í ástandi hörpudiskstofnsins. Skiljan- legar eru áhyggjur þeirra sem eiga mikið undir þessum veiðum en hörpudiskveiðin og -vinnslan hefur verið snar þáttur í atvinnulífinu í Stykkishólmi og raunar víðar á Snæ- fellsnesi. Fari svo, sem margt bendir til, að ekki verði veiðar að nýju fyrr en eftir tvö ár þá er það mikið áfall sem óhjákvæmilegt er að stjórnvöld komi að með einhverjum hætti. Dæmi eru þess í sögu sjávarútvegsins að með sér- tækum aðgerðum hafi verið komið til móts við útgerðir og vinnslur þegar svona krappar niðursveiflur hafa dunið yfir. Ástæða er til að ætla að um slíkt yrði einnig sátt nú. Eins og fram kemur í grein í blað- inu er ekki hægt að fullyrða um ástæður fyrir niðursveiflunni í hörpudiskstofninum. Sjávarhiti virðist þó spila stórt hlutverk í þessu efni og fleiri þættir koma til. Bent er á að nauðsynlegt sé að efla rannsóknir á áhrifum veiðarfæra á lífríkið en mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að almennt verði auknar rannsóknir í sjávarútvegi hér á landi á áhrifum veiðarfæra. Það ástand sem við blasir í hörpu- diskvinnslunni er um margt dæmi- gert fyrir íslenskan sjávarútveg. Við eigum allt undir lífríkinu og þurfum umfram allt að leggja áherslu á rann- sóknir á hafinu, fiskigengd og samspil veðurfars og þróunar fiskistofna. Við þurfum líka að vita meira um áhrifin af veiðum á vöxt og viðgang fiski- stofna, bæði hversu mikið má ganga á stofna og hver áhrif veiðarfæra eru á botn og lífríki. Ekki eru allir sammála um í hvernig raða eigi þessum þáttum í áhersluröð en allir eru þó sammála um að það er sjaldnast hægt að benda á einn áhrifavald þegar fiskistofn tek- ur dýfu með þeim hætti sem hörpu- diskurinn gerir nú. Loks er að nefna þau miklu áhrif sem svona nokkuð veldur á samfélög sem næst miðunum standa. Þó áhrif á þjóðfélagið séu ekki mikil, skoðuð á mælistiku þjóðarframleiðslu og út- flutningsverðmæta, er engu að síður ljóst að hörpudiskveiðar hafa borið uppi atvinnulíf í Stykkishólmi og víð- ar á Snæfellsnesi. Fótunum er kippt snögglega undan atvinnuöryggi fólks og slíkt getur einfaldlega haft varan- leg áhrif á samfélagið til lengri tíma litið, jafnvel þó svo að niðursveiflan verði skammvinn, eins og allir auðvit- að vona. Þetta er dæmigert eðli sjávar- byggða og fyrir samfélagið sem heild er mjög mikilvægt að við gerum okk- ur grein fyrir því að einn svona hlekk- ur í keðjunni er jafn mikilvægur hin- um, skapar þjóðartekjur sem ekki eru öðrum krónum ómerkilegri. Skel- vinnslan í Stykkishólmi er dæmi- gerð fyrir nýtingu á gjöfulum miðum í næsta nágrenni og þar hefur byggst upp sérþekking sem ekki má glata þó í móti blási um hríð. Af þeim ástæð- um er þetta málefni sem stjórn- völd þurfa fyrr en síðar að taka á og mæta meðan illa árar. Hörpudiskveiðar í öldudal Pistil mánaðarins skrifar Jóhann Ó. Halldórsson, blaðamaður

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.