Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 9

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 9
9 F Y R I RT Æ K I Löngum hefur verið talað um að þeir bræður Davíð og Níls séu meðal fremstu uppfinningamanna og frumkvöðla hér á landi. Óum- deilt er að þróun færavindunnar á sínum tíma ruddi braut og gjör- bylti starfi smábátasjómanna en þótt sviðið sé nokkuð annað sem unnið er að hjá Hextækni má telja nokkuð líklegt að búnaður fyrirtækisins muni valda straum- hvörfum víða. Hjá Hextækni eru þróuð og framleidd sjálfvirk mælitæki ýmis konar fyrir sjávarútveginn og fleiri greinar. Þar má nefna vökvahæðarmæla fyrir tanka, vél- gæslukerfi fyrir dieselvélar, veð- urathugunarstöðvar og viðvörun- arkerfi ýmis konar. Auk þess eru fleiri vörur í þróun á þessu sviði og má t.d. nefna nýtt öryggistæki fyrir smábáta. Meðal framleiðsluvara Hex- tækni er svokallaður tankpælir sem er mælikerfi fyrir tanka í skipum. Með þessum búnaði er hægt að fylgjast stöðugt með vökvahæð í tönkum, t.d. í RSW kælitönkum uppsjávarskipa, vökvamagni í olíutönkum, velti- tönkum, vatnstönkum og svo framvegis. Kerfið getur einnig fylgst með hitastigi vökva og sá þáttur er bæði mikilvægur gagn- vart olíu en ekki síður gagnvart kælitönkum þar sem hitastig er lykilþáttur í ferskleika hráefnis og geymsluþoli. Allir skynjarar í kerfinu eru tengdir einni stjórn- stöð og hún síðan tengd við skjá og stjórntölvu, í vélarrúmi eða brú en auk þess má hafa aflesturs- skjái á fleiri stöðum í skipinu. Uppfinningamaðurinn Davíð Gíslason hjá Hextækni með rafeindaspjald fyrir stjórnstöð skynjarabúnaðar. Notkunarmöguleikar skynjaratækni eru miklir, bæði í skipum úti á sjó og í ýmsum fyrirtækjum í landi. Myndir: Jóhann Ó. Halldórsson/Athygli Hextækni ehf. er ungt fyrirtæki í framleiðslu á skynjarabúnaði og mælitækjum: Horft til útflutnings í náinni framtíð Pjetur Skúlason, forritari, gegnir veigamiklu hlutverki í hugbúnaðarþróun Hextækni. Pjetur var áður vélstjóri á togaranum Harðbaki og kynntist þar búnaði fyrirtækisins og vann að endurbótum á honum. Því má segja að hann færi inn í fyrirtækið mikilvæga þekkingu frá notendum búnaðarins til að þróa hann enn frekar. „Við höfum fulla ástæðu til að vera bjartsýnir á vöxt fyrirtækisins, bæði hér á innlendum markaði en ekki síður erlendis. Vöxtur erlend- is verður samt sem áður að byggjast á sterkri stöðu á innanlandsmarkaði og því leggjum við áherslu á að innanlandsmarkaðurinn er okkur mikilvægastur í byrjun,“ segja þeir Bjarni Kristinsson, framkvæmdastjóri Hextækni og Grímur Agnarsson, markaðsstjóri fyrirtækis- ins. Hextækni er ungt þróunar- og tæknifyrir- tæki á Akureyri sem vaxið hefur fiskur um hrygg á skömmum tíma og eru starfsmenn nú 10 talsins. Grunnurinn í starfsemi fyrirtækis- ins er þróunarstarf þeirra bræðra Davíðs og Níls Gíslasona en margir þekkja þá sem stofn- endur og aðaleigendur DNG á sínum tíma. Til samstarfs við þá hafa komið bæði innlendir og erlendir fjárfestar og fagmenn í fyrirtækja- rekstri og er hugsunin sú að Hextækni verði leiðandi í framleiðslu ýmis konar mælitækja og skynjara- og öryggisbúnaðar í sjávarútvegi og fleiri atvinnugreinum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.