Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 13

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 13
13 L O Ð N U V E I Ð A R Sjómennirnir telja loðnugengd í góðu meðallagi Eins og Jón Már segir þá voru menn almennt bjartsýnir í árs- byrjun og áttu von á að veiðin í ár yrði í takti við það sem gerðist í fyrra. Bjarni Bjarnason skipstjóri á Súlunni EA 100 tekur í sama streng. „Já, við vorum mjög bjartsýnir í janúar og sáum þá mikið af loðnu og hún var þá á stóru svæði undan norðanverðu Austurlandi. Þannig að það eru náttúrulega mikil vonbrigði að ekki skuli vera aukið við kvótann sem neinu nemur, sérstaklega þar sem ég tel að það sé næg loðnugengd til þess,“ segir Bjarni. „Ég tel mig hafa séð loðnu á miðunum eins og í meðalári hér og ekki minna. Þess vegna held ég að það hafi ekki verið rétt af þeim á Árna Friðrikssyni að gera hlé á rannsóknum þegar þeir voru ekki ánægðir með túrinn í janúar. Menn hætta ekki að leita og koma aftur eftir hálfan mánuð, það verður að fylgjast stöðugt með þessu allan tímann. Loðnan var dreifð um mjög stórt svæði í janúar og þeir hafa þá farið á mis við loðnuna eins og gengur. En menn verða að hafa nægt úthald til að leita og það verður að liggja yfir þessu. Það er afskaplega erfitt að fara frá þessu og koma síðan aftur, betra að horfa á þetta allan tímann. Það sést mikið suma daga og lítið aðra. Við fundum til dæmis mikið af loðnu í Lóns- bugtinni fyrir 2-3 dögum og finnum ekkert núna. En hún hlýtur að vera hérna, hvert sem hún gengur,“ segir Bjarni. „Annars er vetravertíðin búin að vera erfið veðurfarslega, sér- staklega seinnipartinn í febrúar. En það er búið að vera fínt fiskirí þegar veðrið hefur verið í lagi og við áttum von á að geta haldið veiðum áfram lengur. Menn eru almennt vonsviknir yfir því að fá ekki meiri kvóta og einnig hefur verið vont hversu það hefur dreg- ist að taka ákvörðun um endan- legan kvóta. Það er allt of seint að koma með heildarúthlutun þegar vertíðin er að vera búin,“ segir Bjarni Bjarnason. Loðnan flæðir inn á flokkunarlínurnar. Fiskidælur og spil er okkar fag Grótta ehf Fiskislóð 77 Sími 562 4160 Fax 562 6042

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.