Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 18

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 18
Æ G I S V I Ð TA L I Ð ureyri og varð fyrir meiðslum á fæti. Þau meiðsl urðu til þess að hann gat ekki lengur unnið á dekkinu og þá voru góð ráð dýr. „Þá fór ég að prófa að elda og mér líkaði það strax vel, ég hef rosalega gaman af þessu,“ segir Sæmundur. „Ég var kokkur í afleysing- um á Júpíter og síðan byrjaði ég að leysa af hérna á Hólmaborginni. Kokkurinn sem hér var hætti og þá var mér boðið starfið. Ég sé ekki eftir því að hafa tek- ið því. Þetta er rosalega magnað skip, það er gríðar- lega stórt og afkastagetan hreint ótrúleg. Í fyrra vor- um við með 93 þúsund tonn yfir árið, sem er ótrúleg veiði. Það met verður sennilega seint slegið,“ segir Sæmundur og lætur vel af loðnuveiðunum. „Ég kann vel við þennan veiðiskap. Skipið kemur alltaf í heimahöfn með aflann og það finnst mér mikill kost- ur. Það er mjög gaman að berjast í þessu þegar vel gengur. Ég þekki vel að vera á skipi þegar illa geng- ur, það getur verið alveg ömurlegt,“ segir Sæmund- ur. Hann segist vita af því að mikil spurn sé eftir plássum á bæði Hólmaborginni og Jóni Kjart- anssyni, uppsjávarskipum Hraðfrystihúss Eskifjarðar, sem þarf hreint ekki að koma á óvart. Þýddi ekki að bjóða strákunum loðnu! Matseðillinn hjá Sæmundi er fjölskrúðugur. „Bless- aður vertu, maður kokkar allan andskotann. Strák- arnir éta allt! Þeir eru mjög hrifnir af fiski og ég er oft með hann á borðum. Loðnuna þýddi þó ekki að bjóða þeim,“ segir Sæmundur og hlær. Hann svarar því játandi að hann grípi oft í eldhúsverkin þegar hann kemur í land. „Já, ég geri töluvert af því, mér finnst sjálfsagt að gefa frúnni frí í eldhúsinu þegar hægt er,“ segir Sæmundur. Eftir að Sæmundur fékk fast pláss sem kokkur á Hólmaborginni tóku þau hjónin sig upp og fluttu frá Akureyri austur á Eskifjörð. „Það þýddi ekkert annað, mér fannst ómögulegt að þvælast á milli. Það var ekkert vandamál að fá konuna til þess að flytjast austur og við kunnum þessu vel. Ég þekkti reyndar ágætlega til á Eskifirði því ég var þar um tíma á árum áður. Í þá daga var ég á Jóni Kjartanssyni og Hólmatindi, fyrsta skuttogaranum, og síðan Hólma- nesinu. Og það er svo skrítið með það að nú erum við komin í sama húsið og við bjuggum í í þá daga,“ segir Sæmundur kokkur á Hólmaborginni, sæll og glaður með lífið og tilveruna. Væntingar til atvinnuuppbyggingar á Austurlandi Við víkjum í lokin að atvinnuuppbyggingu á Aust- urlandi sem nú er í farvatninu – stórvirkjun við Kárahnjúka og álver á Reyðarfirði, nágrannabæ Eski- fjarðar. „Ég verð var við það að fólk hefur miklar væntingar til þessarar atvinnuuppbyggingar. Það er ósköp eðlilegt því atvinnulífið hefur lengi verið mjög einhæft hérna og litla vinnu að hafa fyrir utan sjávar- útveginn. Stoðirnar eru því ekki mjög traustar þegar eitthvað bjátar á í sjávarútveginum. Þetta er strax farið að hafa áhrif, varðandi húsnæðismál og margt fleira. Ég er þess fullviss að unga fólkið kemur hing- að austur aftur til þess að taka þátt í atvinnuupp- byggingunni. Ég trúi ekki öðru en að fólk fari að fá leið á því að búa á Reykjavíkursvæðinu.“ Nótin tekin um borð. 18

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.