Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 19

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 19
19 F J Á R M Á L Stefán Broddi segir ljóst að staða sjávarútvegsfyrirtækja gagnvart styrkingu krónunnar að undanförnu sé afar mismunandi. „Ég hef fyrst og fremst fréttir af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjun- um, þeim fyrirtækjum sem eru skráð í Kauphöll Íslands. Bæði tekjur þessara fyrirtækja og skuldir eru nær eingöngu í er- lendum gjaldmiðlum. Þau félög sem fyrst og fremst eru með skuldir sínar hér innanlands standa ekki vel að vígi þegar krónan styrkist eins mikið og raun ber vitni, en staðan er mun betri hjá þeim fyrirtækjum sem eru með nær allar sínar skuldir í erlendum myntum. En það er ljóst að það mun ekkert sjávarút- vegsfyrirtæki geta rekið sig til lengdar ef framlegðin lækkar nið- ur úr öllu valdi, sem hún gerir þegar gengi krónunnar er mjög hátt.“ Ekki séríslenskt fyrirbæri Áætlanagerð í atvinnulífinu er ákveðnum erfiðleikum háð þegar svo miklar sveiflur verða á skömmum tíma á genginu. Stefán Broddi segir að margar þjóðir þurfi að glíma við sama vanda- mál. „Í nokkrum af okkar sam- keppnislöndum hafa útflutnings- fyrirtæki þurft að kljást við óhag- stæða gengisþróun og sveiflur. Í Noregi hafa landvinnslan og fisk- eldisfyrirtæki kvartað mjög und- an háu gengi norsku krónunnar og á Nýja Sjálandi eru menn sömuleiðis að upplifa miklar sveiflur á gjaldeyrismörkuðum, svo dæmi séu nefnd. Þar eru stór sjávarútvegsfyrirtæki að keppa við okkur á alþjóðlegum mörkuð- um fyrir sjávarfang. Það er því fjarri því séríslenskt fyrirbæri að gengi gjaldmiðilsins sveiflist upp og niður.“ Frekari styrking með stóriðju- framkvæmdum Á síðasta ári var afkoma sjávarút- vegsfyrirtækja almennt góð, en Stefán Broddi segir engan vafa á því að afkoman verði mun lakari í ár. „Greining Íslandsbanka spáir því að að krónan muni styrkjast frekar á þessu og næsta ári þegar stóriðjuframkvæmdir á Austur- landi hefjast af fullum krafti. Og almennt sýnist okkur að við get- um búist við sterkri krónu í þrjú til fjögur ár á meðan stóriðju- framkvæmdir standa sem hæst en síðan fylgi leiðrétting til lækkun- Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningu Íslandsbanka: Býst við sterkri krónu næstu árin - á meðan stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi verða í fullum gangi „Gengi krónunnar ræðst á markaði í dag og fyrst eftir að Seðlabankinn tók upp verðbólgumarkmið var við því að búast að krónan myndi flökta meira en áður. Við höfum spáð fyrir um gengi krónunnar fram í tímann, en þær spár eru gríðarlega mikilli óvissu háðar. Fyrirtæki hafa leiðir til að draga úr áhrifum gengissveiflna svo sem með því að selja tekjur framvirkt. Hins vegar mun sjávarútvegurinn alltaf þurfa að kljást við sveiflur í gengi gjaldmiðla,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka. Gengisþróun evru og dollara gagnvart íslensku krónunni 60 70 80 90 100 110 120 1998 1999 2000 2001 2002 2003 EUR/ISK USD/ISK „Við sáum það líka á þriðja og fjórða árs- fjórðungi síðasta árs að framlegð fyrirtækjanna lækkaði, sem mátti fyrst og fremst rekja til styrk- ingar krónunnar. En á móti varð gengishagn- aður vegna lækkunar er- lendra skulda.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.