Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 20

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 20
20 F J Á R M Á L Gengisvísitala ÍSK 100 110 120 130 140 150 160 1998 1999 2000 2001 2002 2003 ar. Í þessu ljósi gerum við ráð fyr- ir því í okkar spám að afkoma sjávarútvegsfyrirtækja verði lakari á þessu ári en á síðasta ári. Við sáum það líka á þriðja og fjórða ársfjórðungi síðasta árs að fram- legð fyrirtækjanna lækkaði, sem mátti fyrst og fremst rekja til styrkingar krónunnar. En á móti varð gengishagnaður vegna lækk- unar erlendra skulda.“ Enginn vafi er á því að vænt- ingar til stóriðjuframkvæmda hafa leitt til styrkingar krónunnar þó svo hápunktur framkvæmd- anna verði vart fyrr en árin 2004 og 2005. „Hækkun krónunnar ber með sér vissa vantrú markað- arins á því að ríki og sveitarfélög mæti væntanlegum stóriðjufram- kvæmdum með nægjanlegu að- haldi og niðurskurði í fjárfesting- um. Þessi vantrú kemur niður á útflutningsatvinnuvegunum og öðrum greinum sem eru í hvað mestri samkeppni við erlenda að- ila og ljóst er að með sterkari krónu er verið að ryðja hluta af starfsemi þeirra úr landi.” Væntingar um aukningu aflaheimilda Í gegnum tíðina hefur sjávarút- vegurinn átt í töluverðum erfið- leikum með að fóta sig á sama tíma og miklar framkvæmdir hafa verið í samfélaginu og inn- spýting fjármagns í efnahagslífið hefur átt sér stað. Í gamla daga var oft við slíku brugðist með því að fella gengið, en það er liðin tíð. „Sumir hafa bent á að erfið- lega hafi gengið að byggja upp aðra útflutningsatvinnuvegi til hliðar við sjávarútveginn vegna þess hversu sterkur hann hefur verið í efnahagslífinu og gengið markaðist af honum. Vonandi er nú botninum náð í úthlutuðum þorskaflaheimildum og vænting- ar eru uppi um að við fáum að sjá þar aukningu á næstu árum, að þorskkvótinn verði jafnvel á næsta fiskveiðiári 190 - 200 þús- und tonn og kunni að fara áður en langt um líður upp í 220 þúsund tonn. Hins vegar má ekki gleyma því að gagnvart gengisþróun krónunnar getur mikil aukning aflaheimilda reynst tvíeggjað vopn. Ef aflaheimildir eru auknar á sama tíma og stóriðjufram- kvæmdir eru í fullum gangi fyrir austan geta þær að óbreyttu stuðlað að enn frekari styrkingu krónunnar.“ Sterk króna næstu árin? Að mati margra sérfræðinga er staðan ósköp einfaldlega sú að sú styrking krónunnar sem hefur Þróun olíuverðs 1991-2003 (miðað við verð í febrúarmánuði) í Bandaríkjadollurum 1991 18,8 1992 17,9 1993 19,0 1994 13,1 1995 17,3 1996 18,6 1997 19,5 1998 13,1 1999 10,6 2000 28,0 2001 25,9 2002 19,6 2003 33,1

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.