Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 22

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 22
22 F J Á R M Á L „Ég fæ því ekki annað séð en að afkomuhorfur margra fyrirtækja í sjávarútvegi séu frekar erfiðar á þessu ári ef þróun gengis krón- unnar fer ekki að snúa við. Eins og staðan er nú er nær ómögulegt að spá fyrir um hvort þess sé að vænta að krónan veikist verulega aftur. Því er ekki að neita að styrking krónunnar hefur verið töluvert meiri en við höfðum gert ráð fyrir. Þarna spila margir þætt- ir inn í. Til dæmis hafa væntingar um stórframkvæmdir á Austur- landi töluvert að segja um styrk- ingu krónunnar. Ef gengisvísital- an fer undir 120 tel ég að horfi ekki vel fyrir landvinnsluna. Ég tel hins vegar að til þess að af- koma landvinnslunnar sleppi fyrir horn um þessar mundir þurfi gengisvísitalan að vera á bilinu 125 til 130,“ sagði Esther og tel- ur að staðan muni nokkuð vel koma í ljós í uppgjörum fyrir- tækja í sjávarútvegi fyrir þrjá fyrstu mánuði ársins. Gengisvísi- talan hefur verið rokka töluvert til að undanförnu, yfirleitt á bil- inu 122-124. Ef krónan mun ekki veikjast á næstu mánuðum eru: Fyrirsjáanlegir erfiðleikar í landvinnslunni - telur Esther Finnbogadóttir hjá greiningardeild Kaupþings „Ef þróunin verður áfram í þessa átt, þá held ég að landvinnslan verði í mjög erfiðum mál- um. Þróun nokkurra fyrirtækja í landvinnslu á síðari hluta síðasta árs gaf til kynna að stefni í óefni á þessu ári ef svo héldi áfram. Afkoman er töluvert mismunandi eftir greinum innan sjávarútvegsins og því eru sum fyrirtæki verr undir þessa gengisþróun búin en önnur,“ segir Esther Finnbogadóttir hjá greiningadeild Kaupþings.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.