Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 29

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 29
V E S T M A N N A E Y J A R 29 smiðjuunni er VSV orðið orkufyr- irtæki öðrum þræði. Varmi frá mjölvinnslunni er nefnilega nýtt- ur til að hita upp vatn fyrir veitu- kerfi bæjarins og VSV færir síðan allt að helmingi húsa í Eyjum hita á heimilisofnana! Þessi klóka ráðstöfun dregur úr olíubrennslu og minnkar losun lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum. Umhverfisráðherrann hefði því í raun átt erindi líka til Eyja á dög- unum ef út í það væri farið. Breytingarnar í fiskimjölsverk- smiðjunni kostuðu um 250 millj- ónir króna og eru fyrstu nýfjár- festingar VSV frá árinu 1997. Góð afkoma fyrirtækisins birtist líka í þeirri ákvörðun að greiða hluthöfum 20% arð en hlutabréf- in í VSV hafa ekki skilað eigend- um sínum arði í um áratug. Bæjarstjórinn, Ingi Sigurðsson í ræðustóli í Höllinni í Eyjum, nýlegu og glæsilegu samkomuhúsi þar í bæ. Fjöldi gesta gladdist með VSV og veitingarnar voru bæði miklar og góðar - í fullu samræmi við afkomu fyrirtækisins. Binni í Vinnslustöðinni (Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson) kynnir boðsgestum fyrirtækið og starfsemina. Búnaður og verktakar við framkvæmdir í Vinnslustöðinni • Gufuþurrkarinn er framleiddur af Haarslev a/s í Danmörku. Í honum gufa upp allt að 6.000 kg á klukkustund sem samsvarar tæpum 4 MW í varmaafli. Þurrkarinn vegur alls um 110 tonn og er þyngsti hluturinn sem Samskip hf. hafa flutt til Íslands og næstþyngsti hluturinn sem fluttur hefur verið í einu lagi til landsins. • Rafskautaketillinn er smíðaður af Peter Halvorsen í Björgvin í Noregi. Í honum er framleidd gufa með raforku fyrir þurrkarann. Hámarksafl er 12 MW og er 11.000 volta rafstraumur leiddur gegnum vatn. Ketillinn hitar vatn fyrir dreifikerfi fjarvarmaveitu Hitaveitu Suðurnesja hf. í Eyjum (áður bæjarveitur Vestmannaeyja). • Nýr hreinsibúnaður fyrir frárennsli mjölsverk- smiðju og fiskvinnslu er frá Huber í Þýska- landi. Óhreint vatn er fyrst grófsíað og fer síðan inn á skilju þar sem loftbólur lyfta smáum ögnum upp á yfirborðið. Ögnunum er fleytt ofan af vatninu ásamt fitu. Búnaðurinn afkastar um 120 rúmmetrum á klukkustund. • Páll Sigurðsson verkfræðingur, hafði með umsjón með tæknivinnu og innkaupum á búnaði. • Sigurjón Pálsson tæknifræðingur hjá Teiknistofu PZ í Vestmannaeyjum hafði yfirumsjón með hönnun og byggingarframkvæmdum. • Edmund Bellesen, rafmagnstæknifræðingur hjá Tera sf., sá um rafmagnshönnun og samræmingu framkvæmda milli Hitaveitu Suðurnesja og VSV. • Stefán Högnason sá um forritun á stjórntölvum og tengingu við skjámyndakerfi verksmiðjunnar. Önnur fyrirtæki sem komu við sögu • Steini og Olli hf., Toppstál ehf., Vélaþjónusta Þórðar ehf., Vélsmiðjan Þór ehf., Skipalyftan ehf., Miðstöðin ehf., Vélsmiðjan Völundur ehf., Eyjablikk ehf., Fálkinn hf., Ískraft hf., Héðinn hf., Eimskip hf, Gunnar Guðmundsson hf., GP kranar ehf., MM flutningar og kranar ehf., Viðar Einarsson málarameistari, Guðjón Jónsson rafvirki, Hjálmar Brynjúlfsson rafvirki, rafverktakafyrirtækin Orkuvirki og Rafmúli

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.