Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 31

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 31
31 Þ J Ó N U S TA einungis tæplega árið síðar, vígði Davíð Oddsson forsætisráðherra húsið með táknrænum hætti, er hann afgreiddi fyrstu pöntun Vöruhótelsins, í fjölmennu hófi sem haldið var í tilefni þessa merka áfanga í flutningaþjónustu á Íslandi. Frumhönnun, verkefnastjórn og áætlanagerð vegna bygginga- framkvæmda var í höndum VSÓ og hollenska ráðgjafarfyrirtækis- ins Groenewout. Teiknistofa Garðars Halldórssonar annaðist hönnun hússins en bygging þess var í höndum Íslenskra aðalverk- taka. Tölvukerfi, hillukerfi og flutningatæki Vöruhótelsins eru afar vönduð. Í húsinu er notaður svokallaður MLS-vörustjórnunar- hugbúnaður frá Fujitsu Siemens, en slíkur hugbúnaður er notaður í yfir 100 sambærilegum vöru- dreifingarmiðstöðvum erlendis. Húsnæði Vöruhótelsins er byggt af Eignarhaldsfélaginu Sundabakka ehf. en rekstur starf- seminnar verður í sérstöku hluta- félagi, Vöruhótelinu ehf., sem er í eigu Eimskips og dótturfélags Eimskips, TVG Zimsen. Fram- kvæmdastjóri Vöruhótelsins ehf. er Gunnar Bachman. Um níu þúsund manns lögðu leið sína á fjölskylduhátíð, sem Vöruhótelið við Sundahöfn í Reykjavík hélt í tilefni af opnun hótelsins. Eins og sjá má er gríðarlega viðamikið kerfi í vöruhótelinu og tæknivæðing sem miðar að því að öll þjónusta gangi sem hraðast og best fyrir sig. Alls er rými fyrir 21.000 brettapláss í vöruhótelinu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.