Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 33

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 33
áður fram komna skoðun sína að auka mætti verðmæti sjávarafla verulega. Hann vitnaði til skýrslu sem var tekin saman um þetta mál þar sem kemur fram sú skoðun að auka megi verðmæti sjávarafla um 5-6% á ári, sem þýðir að á næstu 5-10 árum geti verðmætin aukist úr 130 millj- örðum króna í 240 milljarða króna. „Helstu verkefnin eru að vinna markaði fyrir nýja tegund- ir, leggja grunn að þekkingu í líftækni, bæta hefðbundna vinnslutækni og meðferð sjávar- afla um borð í skipum og við vinnslu. Þá er mikil áhersla á eldi sjávardýra sem vonandi gefur mörgum ykkar sem starfið í fisk- útflutningi ný sóknarfæri.“ Og ráðherra bætti við: „Einn þáttur í því að auka verðmæti sjávarfangs er að gera sem mest verðmæti úr aflanum áður en hann fer úr landi. Reglulega kemur upp um- ræða um að stór hluti hans sé fluttur úr landi án þess að ís- lenskir fiskverkendur hafi tæki- færi til þess að bjóða í hann.“ Í þessu ljósi undirritaði sjávarút- vegsráðherra nýja reglugerð um miðjan febrúar sl. sem kveður á um að tilkynna skuli fyrirhugað- an útflutning á óunnum og óvigtuðum afla sem fluttur er (þ.e. ekki vigtaður í íslenskri höfn) á erlendan uppboðsmarkað með 24 tíma fyrirvara. Þetta á við hvort heldur aflinn er fluttur með farmskipi eða veiðiskipi sem siglir beint af miðum með eigin afla á erlendan markað. Reglu- gerðin mun taka gildi 15. apríl nk. Fiskistofa veitir upplýsingar „Fiskistofa mun halda úti sér- stakri vefsíðu á veraldarvefnum þar sem upplýsingar um fyrir- hugaðan útflutning afla á hverj- um tíma verða öllum aðgengileg- ar. Jafnframt skulu þar liggja fyr- ir upplýsingar um nafn og síma- númer þess aðila sem að útflutn- ingnum stendur. Hlutverk Fiski- stofu er eingöngu upplýsinga- miðlum en útflytjendur munu sjálfir annast skráninguna á eigin ábyrgð. Einnig mun Fiskistofa birta á vefsíðu sinni upplýsingar um verð á óunnum og óvigtuðum útfluttum afla sem landað er á er- lendum fiskmörkuðum með þeim hætti að samanburður á milli ein- stakra markaða á ákveðnum tíma verði mögulegur.“ Skortur á fóðri til fiskeldis 2008 Skortur verður á fiskimjöli 2008 og á lýsi frá 2005 segir Webjørn Melle hjá Hafrannsóknastofnuninni norsku í viðtali við Fiskaren. Hann byggir álit sitt meðal annars á því að búist er við mikilli aukningu fiskeldis á næstu árum. Melle segir nauðsynlegt að nýta allt fáanlegt innlent hráefni til fóðurframleiðslu betur en nú er gert; meira hráefni sé ekki hægt að sækja í þá hluta fæðukeðjunnar sem nú eru nýttir og því þurfi að leita í aðra hluta hennar til að hægt verði að framleiða meira fóður. Vín sem ekki veldur timburmönnum Genatæknin kemur víða við. Í Suður-Afríku er hún notuð við bruggun víns sem ekki veldur timburmönnum. Það eru bakteríur og sveppir í víninu sem framleiða ýmiss konar eitur sem veldur höfuðverk og annarri vanlíðan eftir mikla drykkju. Nú er búið að leysa þann vanda. Við Vínlíftæknistofnun Stellenbosch háskólans hefur verið ræktaður gersveppur sem framleiðir þrjú bakteríudrepandi efni og tvö efni, sem hamla sveppagróðri í víninu. Þar með hillir undir vín sem drekka má ótæpilega án þess að fá timburmenn, segir í tímaritinu New Scientist. En ekki eru allir jafn ánægðir. – Vínframleiðendur vilja ekki láta bendla sig við genatækni, segir Florian Bauer, vínframleiðandi í Suður-Afríku. – Víngerð á að byggjast á hefðbundnu handverki og gömlum uppskriftum. Meiri Rússafiskur boðinn upp Búist er við að 107.000 af rússneskum fiskikvóta fari á uppboð 2003, sem er tvöföldun frá fyrra ári. Kílóverðið miðað við slægðan fisk gæti orðið um ÍSK 100 en markaðsverð er um ÍSK 187. Blákaldar staðreyndir Margir innan sjávarútvegsins sjá ekki hvernig togarar, sem kaupa kvóta á þessu verði, geta borið sig þegar kostnaður á hvert kíló af fiski er orðinn ÍSK 99 áður en veiðarfærin eru bleytt, hefur Fiskaren eftir Trygve Myrvang, útgerðarmanni. Hann greinir frá nokkrum staðreyndum um þessa hluti en vill ekki frekar tjá sig um efnið. Almett telja menn innan sjávarútvegsins að aukinn kostnaður, til dæmis vegna hækkunar kvótaverðs, muni leiða til aukinnar umskipunar á alþjóðahafsvæðum. Árið 2001 fóru aðeins 13-14% af rússneskum aflakvóta á uppboð. Allt hitt rann til útgerðanna í Norðvestur-Rússlandi. 55.000 tonn Árið 2002 fóru 60.000 tonn af kvóta Rússlands á uppboð og búist er við 107.000 tonnum 2003. Þegar búið er að draga frá afla í rannsóknaskyni og samkvæmt sérsamningum eru aðeins eftir 55.000 tonn til hefðbundinna skipta. Jafnframt eykst hlutur rússneska flotans í löndun frysts fisks í Noregi. Árið 2002 nam hann rúmum 80% en 2003 stefnir í 90%. Bananapálminn að deyja út Ef þú ert sólginn í banana ættir þú að borða þá meðan þú getur. Eftir tíu ár gætu þessir ávextir verið horfnir fyrir fullt og allt, segir í New Scientist. Bananapálmar um allan heim eru nú sýktir af sveppi, panamaveiki og öðrum sjúkdómum sem smátt og smátt drepur plöntuna. Allir bananapálmar eru komnir af einni og sömu plöntunni, sem trúlega varð til við stökkbreytingu fyrir um tíu þúsund árum. Sú planta bar ófrjó aldin. Frummaðurinn komst upp á að borða þau og taka græðlinga af plöntunni og þannig koll af kolli allt fram á okkar daga. Gen bananapálmans eru því einsleit og litlar líkur á að ónæmar plöntur finnist.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.