Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 36

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 36
36 S K I PA S T Ó L L I N N Nýverið lauk í Póllandi breytingum á Ágústi GK frá Grindavík en þar var skipinu breytt úr nóta- og togveiðiskipi í línuskip. Sett verður aðgerðalína í skipið hér heima, sem og ýmis annar búnaður en skipið mun ekki fara á veiðar fyrr en í lok sumar. Ágúst GK er í eigu Þorbjarnar Fiskaness í Grindavík. Hjá Nordship skipasmíðastöð- inni í Póllandi var lest skipsins breytt fyrir kör, millidekk endur- nýjað og einangrað, skipið sand- blásið að utan og innan og málað á ný. Þessi verkþáttur var á veg- um BP-Skipa, umboðsaðila Nordship hér á landi. Rafknúið línuspil Línuspilið í Ágústi GK er rafknú- ið og frá Vaka-DNG. Það er sér- staklega þróað fyrir stærri gerð línuskipa en þess má geta að Ágúst verður stærsta línuskip flotans. Allur stjórnbúnaður við línuspilið er þróaður af Vaka- DNG og af gerðinni LineTec. Rafmagnslínuspil af þessum toga hefur ekki verið sett um borð í skip hér á landi fyrr. Búnaður settur niður hér heima Hér heima er komið fyrir búnaði í skipið, eins og áður segir. Beitn- ingarvél er frá Mustad, sig- urnaglalína frá Ísfelli og kælikerfi um borð kemur frá Frysti- og kæliþjónutunni. Ísþykknibúnað- Ágúst GK verður stærsta línuveiðiskip flotans Ágúst GK að loknum breytingum í Póllandi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.