Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 37

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 37
37 S K I PA S T Ó L L I N N ur er frá Ískerfum af gerðinni Licquid-Ice. Loks er að geta að- gerðalínunnar um borð en um þann hluta verksins sér verkstæði Þorbjarnar Fiskaness hf. Skipa- og vélatækni í Keflavík annaðist alla hönnun og tækni- vinnu, sem og útboð verkhluta. Heildarkostnaður um 90 milljónir króna Kostnaður við breytingarnar á Ágústi GK nemur um 90 millj- ónum króna. Meirihluti þess kostnaðar er vegna búnaðar og verkþátta sem unnir eru hér heima en breytingarnar í Póllandi kostuðu um 36 milljónir króna. Ágúst GK-95 hefur verið í skipastól Þorbjarnar Fiskaness frá því í haust þegar skipið var keypt frá Keflavík. Þrátt fyrir að öll hönnun skipsins miðist við línuveiðar er einnig gert ráð fyrir að það geti stundað netaveiðar, þegar á þarf að halda. Unnið er að því þessa dagana að koma fyrir búnaði á millidekkinu í Ágústi GK. Mynd: Jón Sigurðsson/Athygli Ágúst GK við bryggju í Grindavík. Mynd: Jón Sigurðsson/Athygli

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.