Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 13

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 13
13 B L E I K J U E L D I fer talan því upp í 2.000 tonn og að óbreyttu í 3.000 tonn árið 2006. Hagstæðar náttúrulegar aðstæður Íslendingar standa að mati Jón- atans vel að vígi þegar horft er til framtíðar í bleikjueldinu. Nú þegar hafa menn náð verulegum árangri í kynbótum á bleikjunni, en fyrst og fremst er byggt á svokölluðum Grenlækjarstofni. Vaxtarhraðinn er mun meiri en hann var. Þannig er eldistíminn á bleikjunni nú um átján mánuðir, en hér á árum áður var hann allt að þremur árum. Sem fyrr segir eru náttúrulegar aðstæður hagstæðar á Íslandi fyrir bleikjuna, núorðið eru stöðvarnar stærri en víða annars staðar og eldistæknin hagkvæmari. „Að mínu mati er mjög mikilvægt að koma bleikjueldinu hér á landi í stórrekstrarform. Það er lítil sem engin arðsemi af litlum einingum í þessu.“ Jónatan telur mikilvægt að leggja áfram áherslu á að þróa ódýrara fóður og halda áfram að þróa flakavinnsluna, sem þýðir að unnt verði að auka afköstin og lækka þar með kostnaðinn. Áform um aukningu hjá Silungi Silungur hf. hefur starfað í tólf ár. „Við höfum mest verið í 980 tonna ársframleiðslu, en við erum að stækka og verðum í 1.500 til 1.800 tonna ársframleiðslu. Við reiknum með að hér fari í gegn að jafnaði 5-6 tonn af heilum fiski á dag,“ segir Jónatan, en um fimmtán manns starfa hjá fyrir- tækinu. Auk Silungs hf. eru stærstu bleikjueldisstöðvarnar Silfur- stjarnan í Öxarfirði, Íslandslax, Hólalax og Fiskeldisstöðin Haukamýrargili við Húsavík. Síð- an eru margir minni aðilar, nefna má að Rifós í Kelduhverfi er að stíga sín fyrstu skref í bleikjueldi, en þar hefur fram að þessu verið laxeldi. Næstu skref Jónatan telur að núverandi bleikjuframleiðendur hér á landi hafi alla burði til þess að tryggja jafnt framboð á bleikju og tryggja áfram hátt verð fyrir afurðirnar. „Það er mikilvægt að nýta betur þá framleiðslugetu sem er hér á landi og þá sé ég fyrir mér um fjögur þúsund tonna ársfram- leiðslu. Ef vel tekst til og afkom- an verður viðunandi getum við þá mögulega í framhaldinu farið að huga að frekari uppbyggingu eld- isins með nýbyggingum o.fl. Al- mennt tel ég að bleikjueldi sé komið á það stig hér á landi að menn eigi ekki að þurfa að tapa á því og von sé um hagnað,“ segir Jónatan Þórðarson. Íslendingar eru langstærstir í bleikju- framleiðslu í heiminum og hafa því lyk- ilstöðu á markaðnum. aegirfeb2005-Breytt-2tbl 1.3.2005 13:33 Page 13

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.