Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 16

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 16
16 R A N N S Ó K N I R Í samningi sjávarútvegsráðu- neytisins og iðnaðarráðuneytisins um framangreind rannsóknaverk- efni segir orðrétt um sjókvíarann- sóknir Rf: „Rannsóknir í fiskeldi og fiska- lífeðlisfræði í tengslum við þorsk- eldi er samstarfsverkefni Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins og fyrirtækja á Vestfjörðum. Fyrir- tækin hafa fram til þessa lagt áherslu á áframeldi þorsks sem hefur skapað mikla þekkingu á þorskeldi og lagt grunn að eldi frá klakstærð. Markmiðið með verkefninu er að efla markvissar rannsóknir sem skila sér beint út í iðnaðinn og styðja við bakið á þeim fjölmörgu útgerðarfyrir- tækjum á landsbyggðinni sem taka þátt í að efla þorskeldi. Ann- að markmið er að auka verðmæta- sköpun fyrirtækja og koma til móts við þau með aðgangi að sjó- kvíum fyrir áframeldi og aleldi á þorski.“ Rannsaka áhrif ljósastýringar Dr. Þorleifur Ágústsson, verkefn- isstjóri Rf á Ísafirði, segir að Byggðastofnun hafi áður veitt Rf á Ísafirði fimm milljónir króna til sjókvíarannsókna og til viðbótar hafa fengist fjórar milljónir króna frá ráðuneytunum til verkefnis- ins. „Það sem við hyggjumst gera er að byggja sjókvíar sem ein- göngu verða nýttar til rannsókna. Ég geri ráð fyrir að til að byrja með verði átta sjókvíar í þessum rannsóknum og ég vænti þess að við getum verið með ljósastýr- ingu í helmingi þeirra og einnig verði gerðar markvissar fóður- rannsóknir,“ segir Þorleifur og bætir við að ekki hafi verið ákveðið hvar kvíarnar verði settar niður, til greina komi að hafa þær í Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp eða Álftafirði. „Við erum fyrst og fremst að horfa á þorskeldi í sjókvíum og við viljum að þessar rannsóknir nýtist öllum sem eru að vinna sig áfram í því eldi,“ segir Þorleifur og bendir á að brýnt sé að rann- saka ýmsa þætti varðandi þorsk- eldi í sjókvíum. Til dæmis sé ótímabær kynþroski eldisþorsks Aukin verkefni í rannsóknar- og þróunarstarfsemi útibúa Rf og Hafró á Ísafirði: Rannsaka þorskeldi í sjókvíum og kjörhæfni veiðarfæra Í byrjun febrúar rituðu ráðherra1 sjávarútvegs- og iðnaðarmála undir samkomulag um eflingu rannsóknar- og þróunarstarfsemi á sviði sjáv- arútvegs og verður unnið að þeim verkefnum hjá útibúum Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins og Hafrannsóknastofnunarinnar á Ísafirði. Á vegum Rf verður unnið að rannsóknum er lúta að þorskeldi í sjókvíum, en Hafró leggur áherslu á veiðarfærarannsóknir. Iðnaðar- og sjávarút- vegsráðuneytið leggja til þessara verkefna samtals 20 milljónir króna, sem skiptist jafnt á milli ráðuneytanna. Sjókvíar Hraðfrystihúss- ins Gunnvarar á Seyðis- firði við Ísafjarðardjúp. aegirfeb2005-Breytt-2tbl 1.3.2005 13:33 Page 16

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.