Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 17

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 17
17 R A N N S Ó K N I R ákveðið vandamál. „Það hefur sýnt sig að 60-70 prósent af eldis- þorski verður kynþroska strax eft- ir eitt ár í sjó og allur þorskur er orðinn kynþroska eftir þrjú ár. Þessu þurfum við að breyta. Með ljósastýringu viljum við reyna að koma í veg fyrir að fiskurinn hreinlega verði kynþroska. Í það minnsta á að vera hægt að hægja verulega á kynþroskanum, jafnvel stöðva hann. Þegar fiskurinn gengur í gegnum þennan kyn- þroskatíma dregur úr vextinum og hér er því um að ræða eitt af lykilatriðunum í arðbæru þorsk- eldi,“ segir Þorleifur og bætir við að einnig verði sjónum beint að ýmsum atriðum er lúta að fóðrun á fiskinum, til dæmis hvernig best sé að standa að hinni daglegu fóðrun, hvenær eigi að byrja að svelta fiskinn fyrir slátrun o.s.frv. Ef við ætlum okkur stóra hluti í þorskeldinu... Þorleifur segir að í Noregi hafi farið fram rannsóknir á ljósastýr- ingu í þorskeldiskvíum, en enn sem komið er hafi engar upplýs- ingar verið veittar um þær. „Norðmenn eru vitaskuld sam- keppnisaðilar og þess vegna veita þeir ekki öðrum aðgang að sínum upplýsingum. Þetta á til dæmis við um stórfyrirtæki eins og Nu- treco, sem ætlar sér stóra hluti í þorskeldinu. En það er alveg ljóst að ef við ætlum okkur einhverja hluti í þorskeldinu, þá verðum við að leggja í svo og svo mikla rannsóknavinnu á þessu sviði og þetta er einn liður í því.“ Þorleifur segir að doktorsnemi hafi hafið störf hjá Rf á Ísafirði og hann muni koma að þessum rann- sóknum og þá geri hann ráð fyrir að masternemar komi einnig að verkefninu. „Við gerum ráð fyrir að til að byrja með verði þetta þriggja ára verkefni,“ segir Þor- leifur, en meðal samstarfsaðila eru Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífs- dal, Hólaskóli og Prókaría. Kjörhæfni veiðarfæra og veiðitækni Í samningi iðnaðar- og sjávarút- vegsráðuneytisins um auknar rannsóknir í sjávarútvegi segir um veiðarfærarannsóknirnar: „Veiðarfærarannsóknir á vegum Hafrannsóknastofnunar á Ísafirði eru ótvírætt til þess fallnar að efla rannsóknir og þróunarvinnu sem byggir á sérkennum og styrkleika atvinnulífisins á svæðinu. Jafn- framt eru þær mjög vel fallnar til að efla atvinnulífið og styrkja bú- setuna í víðara samhengi. Á grundvelli þess ganga ráðuneytin til samstarfs um verkefni á sviði rannsókna á kjörhæfni veiðarfæra, um þróunarstarf á nýrri umhverf- isvænni og hagkvæmari veiði- tækni og um önnur störf er tengj- ast veiðarfærarannsóknum.“ Mörg brýn verkefni varðandi veiðarfærin Hjalti Karlsson, útibússtjóri Hafró á Ísafirði, segir að þessi samningur ráðuneytanna sé til þess fallinn að styrkja starfsemi útibúa Hafró og Rf á Ísafirði. „Við á Hafró munum beina sjón- um okkar að veiðarfærarannsókn- um. Vilji stofnunarinnar hefur staðið til þess í nokkurn tíma, en með þessum samningi hafa feng- ist ákveðnir skilgreindir fjármun- ir í það verkefni. Það er að ljóst að það liggja fyrir mörg brýn verk- efni á þessu sviði. Fram til þessa hefur stofnunin verið með einn mann í þessum rannsóknum, Harald Arnar Einarsson. Þetta verkefni okkar hér vestra er hrein viðbót við hans starf og við mun- um vinna að því í samstarfi við Harald. Við lítum til ýmissa kjör- hæfnirannsókna og einnig horfum við til nýjunga í veiðitækni, þar sem aukin áhersla verði lögð á rannsóknir og þekkingaröflun varðandi atferli fiska með það að markmiði að nýta slíka þekkingu til framfara í veiðitækni. Meðal annars erum við nú þegar þátt- takendur í verkefni með Iðn- tæknistofnun og Fjarðaneti og Hraðfyrstihúsinu Gunnvöru , sem heitir „Umhverfisvænar veiðar“ og við munum halda því áfram, en af því verkefni eru a.m.k. tvö ár eftir. Þá stefnum við að rann- sóknum á kjörhæfni króka, sem að hluta tengist beituframleiðslu hér á Ísafirði. Stofnunin hefur þegar fest kaup á neðansjávar- myndavél, sem kemur til með að nýtast vel við þessar rannsóknir.“ Hjalti segir að samningurinn sem ráðuneytin gerðu með sér taki til þessa árs, „en við vonumst til þess að samningurinn geri það að verkum að við getum eflt rannsóknirnar og haldið þeim áfram. Við höfum ekki ráðið starfsmann í þetta verkefni, en til að byrja með munum við nýta starfskrafta Einars Hreinssonar hjá Fjarðaneti, sem hefur langa reynslu af rannsóknum í veiði- tækni og er einnig í hálfu starfi sem lektor í veiðitækni hjá Há- skólanum á Akureyri. En þegar fram líða stundir hyggjumst við ráða starfsmann í fullt starf,“ seg- ir Hjalti. Þorleifur Ágústsson, verkefnisstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins á Ísafirði. Hjalti Karlsson, útibússtjóri Hafrannsóknastofnunarinnar á Ísafirði. aegirfeb2005-Breytt-2tbl 1.3.2005 13:33 Page 17

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.